Þrír sem fundu sig ekki hjá Liverpool en blómstra í toppdeildum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 11:45 Mario Balotelli, Peter Gulacsi og Suso. Vísir/Samsett mynd Þrír fyrrverandi leikmenn Liverpool eru að gera það gott í þremur toppdeildum í Evrópu en sömu leikmenn fundu sig aldrei á tíma sínum á Anfield. Lærisveinar Jürgen Klopp í Liverpool eru líklegir til að berjast um Englandsmeistaratitilinn á þessu tímabili þrátt fyrir að hafa misst toppsætið til Chelsea um helgina. Gamlir Liverpool-menn eru líka að gera það gott og gætu einnig unnið titilinn í sínum löndum í vor. Það var ekki pláss fyrir ítalska framherjann Mario Balotelli, ungverska markvörðinn Peter Gulacsi og spænska framherjann Suso í Liverpool en þeir hafa allir fundið sér nýtt og betra líf eftir að hafa yfirgefið Anfield.Peter Gulacsi er leikmaður þýska liðsins RB Leipzig er hann kom til félagsins árið 2015. RB Leipzig er afar óvænt á toppnum í þýsku deildinni eftir sigur á Bayer Leverkusen um helgina. Gulacsi er aðalmarkvörður Leipzig-liðsins og er þegar búinn að halda marki sínu fjórum sinnum hreinu í fyrstu ellefu umferðunum. Hann fékk reyndar á sig tvö mörk á móti Leverkusen en það kom ekki að sök.Mario Balotelli er leikmaður Nice sem er á toppnum í frönsku deildinni en hann hefur skorað 6 mörk í 6 leikjum það sem af er á tímabilinu. Balotelli var þó ekki með í 1-0 sigri á Saint-Étienne um helgina. Balotelli losnaði loksins frá Liverpool í haust en félagið leyfði þá honum að fara til Nice á frjálsri sölu. Balotelli hafði verið lánaður til AC Milan tímabilið á undan.Spánverjinn Suso skoraði bæði mörk AC Milan í 2-2 jafntefli í nágrannaslagnum við Internazional í gær en hann hefur átt þátt í fjórum mörkum AC Milan í síðustu tveimur leikjum liðsins. AC Milan er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar. Suso var leikmaður Liverpool frá 2012 til 2015. Félagið lánaði hann til spænska félagsins Almería tímabilið 2013-14. Suso skrifaði undir fjögurra ára samning við AC Milan þegar samningur hans við Liverpool rann út í janúar 2015. Enski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Þrír fyrrverandi leikmenn Liverpool eru að gera það gott í þremur toppdeildum í Evrópu en sömu leikmenn fundu sig aldrei á tíma sínum á Anfield. Lærisveinar Jürgen Klopp í Liverpool eru líklegir til að berjast um Englandsmeistaratitilinn á þessu tímabili þrátt fyrir að hafa misst toppsætið til Chelsea um helgina. Gamlir Liverpool-menn eru líka að gera það gott og gætu einnig unnið titilinn í sínum löndum í vor. Það var ekki pláss fyrir ítalska framherjann Mario Balotelli, ungverska markvörðinn Peter Gulacsi og spænska framherjann Suso í Liverpool en þeir hafa allir fundið sér nýtt og betra líf eftir að hafa yfirgefið Anfield.Peter Gulacsi er leikmaður þýska liðsins RB Leipzig er hann kom til félagsins árið 2015. RB Leipzig er afar óvænt á toppnum í þýsku deildinni eftir sigur á Bayer Leverkusen um helgina. Gulacsi er aðalmarkvörður Leipzig-liðsins og er þegar búinn að halda marki sínu fjórum sinnum hreinu í fyrstu ellefu umferðunum. Hann fékk reyndar á sig tvö mörk á móti Leverkusen en það kom ekki að sök.Mario Balotelli er leikmaður Nice sem er á toppnum í frönsku deildinni en hann hefur skorað 6 mörk í 6 leikjum það sem af er á tímabilinu. Balotelli var þó ekki með í 1-0 sigri á Saint-Étienne um helgina. Balotelli losnaði loksins frá Liverpool í haust en félagið leyfði þá honum að fara til Nice á frjálsri sölu. Balotelli hafði verið lánaður til AC Milan tímabilið á undan.Spánverjinn Suso skoraði bæði mörk AC Milan í 2-2 jafntefli í nágrannaslagnum við Internazional í gær en hann hefur átt þátt í fjórum mörkum AC Milan í síðustu tveimur leikjum liðsins. AC Milan er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar. Suso var leikmaður Liverpool frá 2012 til 2015. Félagið lánaði hann til spænska félagsins Almería tímabilið 2013-14. Suso skrifaði undir fjögurra ára samning við AC Milan þegar samningur hans við Liverpool rann út í janúar 2015.
Enski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn