Hætta á skerðingum vegna lífeyrissjóða Björgvin Guðmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Æ fleiri taka nú undir kröfuna um, að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna lífeyrissjóðsgreiðslna verði afnumdar. Fleiri og fleiri gera sér einnig ljóst, að það átti aldrei að samþykkja eða loka augunum fyrir því, að ríkið færi að skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóðanna. Það gekk alveg í berhögg við það, sem um var talað, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir en þá var það skýrt tekið fram og undirstrikað, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingar. Þetta hefur verið þverbrotið. Lífeyrisfólk á ekki að hjálpa ríkinu, þegar það lendir í fjárhagserfiðleikum. Það er að snúa hlutunum við. Ríkið á að hjálpa lífeyrisfólki.Eldri borgarar eiga peningana í lífeyrissjóðunum Ríkisvaldið lætur eins og það sé að veita öldruðum kauphækkun, þegar það dregur aðeins úr skerðingum! En það er engin kauphækkun. Þetta er miklu líkara því, þegar þýfi er skilað að hluta til baka. Eldri borgarar eiga peningana í lífeyrissjóðunum, sem þeir hafa sparað þar alla sína starfsævi. Þeir gera kröfu til þess að strax verði hætt að skerða óbeint þennan lífeyri með aðgerðum ríkisvaldsins. Ég kalla það óbeina skerðingu lífeyris í lífeyrissjóðunum, þegar lífeyrir, sem eldri borgarar eiga að fá frá Tryggingastofnun, er skertur beinlínis vegna þess að eldri borgarar fá lífeyri úr lífeyrissjóðum. Þessu verður að linna.Auðvelt að afnema skerðingarnar nú Tryggingastofnun og ríkisvaldið segja, að það sé dýrt að afnema þessa skerðingu. En það er ekki mál lífeyrisfólks. Ríkið verður að taka á sig þann kostnað, sem er því samfara að afnema skerðingarnar. Ríkisvaldið gumar af góðum fjárhag og góðu efnahagsástandi um þessar mundir og því ætti að vera auðvelt að afnema skerðingarnar nú. Ríkið hefur einnig haft af öldruðum og öryrkjum stórar fjárhæðir undanfarin ár og áratugi, nú síðast með því að svíkja stór kosningaloforð stjórnarflokkanna, sem öldruðum og öryrkjum voru gefin 2013. Fyrir síðustu kosningar höfðu tveir flokkar það á stefnuskrá sinni að afnema ætti alveg allar skerðingar, þ.e. Píratar og Flokkur fólksins. En allir flokkarnir vildu draga verulega úr skerðingum. Píratar fengu 10 þingmenn kjörna, bættu við sig sjö þingmönnum. Það má því segja, að stuðningur við afnám skerðinga sé verulegur þar. Flokkur fólksins bauð í fyrsta sinn fram og fékk 3,5% atkvæða. Félag eldri borgara í Reykjavík, sem er langstærsta félag eldri borgara, berst fyrir því, að skerðingar verði alveg afnumdar. Stuðningur við þetta mál er því mikill. Það þolir enga bið að koma því í framkvæmd. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Æ fleiri taka nú undir kröfuna um, að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna lífeyrissjóðsgreiðslna verði afnumdar. Fleiri og fleiri gera sér einnig ljóst, að það átti aldrei að samþykkja eða loka augunum fyrir því, að ríkið færi að skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóðanna. Það gekk alveg í berhögg við það, sem um var talað, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir en þá var það skýrt tekið fram og undirstrikað, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingar. Þetta hefur verið þverbrotið. Lífeyrisfólk á ekki að hjálpa ríkinu, þegar það lendir í fjárhagserfiðleikum. Það er að snúa hlutunum við. Ríkið á að hjálpa lífeyrisfólki.Eldri borgarar eiga peningana í lífeyrissjóðunum Ríkisvaldið lætur eins og það sé að veita öldruðum kauphækkun, þegar það dregur aðeins úr skerðingum! En það er engin kauphækkun. Þetta er miklu líkara því, þegar þýfi er skilað að hluta til baka. Eldri borgarar eiga peningana í lífeyrissjóðunum, sem þeir hafa sparað þar alla sína starfsævi. Þeir gera kröfu til þess að strax verði hætt að skerða óbeint þennan lífeyri með aðgerðum ríkisvaldsins. Ég kalla það óbeina skerðingu lífeyris í lífeyrissjóðunum, þegar lífeyrir, sem eldri borgarar eiga að fá frá Tryggingastofnun, er skertur beinlínis vegna þess að eldri borgarar fá lífeyri úr lífeyrissjóðum. Þessu verður að linna.Auðvelt að afnema skerðingarnar nú Tryggingastofnun og ríkisvaldið segja, að það sé dýrt að afnema þessa skerðingu. En það er ekki mál lífeyrisfólks. Ríkið verður að taka á sig þann kostnað, sem er því samfara að afnema skerðingarnar. Ríkisvaldið gumar af góðum fjárhag og góðu efnahagsástandi um þessar mundir og því ætti að vera auðvelt að afnema skerðingarnar nú. Ríkið hefur einnig haft af öldruðum og öryrkjum stórar fjárhæðir undanfarin ár og áratugi, nú síðast með því að svíkja stór kosningaloforð stjórnarflokkanna, sem öldruðum og öryrkjum voru gefin 2013. Fyrir síðustu kosningar höfðu tveir flokkar það á stefnuskrá sinni að afnema ætti alveg allar skerðingar, þ.e. Píratar og Flokkur fólksins. En allir flokkarnir vildu draga verulega úr skerðingum. Píratar fengu 10 þingmenn kjörna, bættu við sig sjö þingmönnum. Það má því segja, að stuðningur við afnám skerðinga sé verulegur þar. Flokkur fólksins bauð í fyrsta sinn fram og fékk 3,5% atkvæða. Félag eldri borgara í Reykjavík, sem er langstærsta félag eldri borgara, berst fyrir því, að skerðingar verði alveg afnumdar. Stuðningur við þetta mál er því mikill. Það þolir enga bið að koma því í framkvæmd. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun