Hætta á skerðingum vegna lífeyrissjóða Björgvin Guðmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Æ fleiri taka nú undir kröfuna um, að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna lífeyrissjóðsgreiðslna verði afnumdar. Fleiri og fleiri gera sér einnig ljóst, að það átti aldrei að samþykkja eða loka augunum fyrir því, að ríkið færi að skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóðanna. Það gekk alveg í berhögg við það, sem um var talað, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir en þá var það skýrt tekið fram og undirstrikað, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingar. Þetta hefur verið þverbrotið. Lífeyrisfólk á ekki að hjálpa ríkinu, þegar það lendir í fjárhagserfiðleikum. Það er að snúa hlutunum við. Ríkið á að hjálpa lífeyrisfólki.Eldri borgarar eiga peningana í lífeyrissjóðunum Ríkisvaldið lætur eins og það sé að veita öldruðum kauphækkun, þegar það dregur aðeins úr skerðingum! En það er engin kauphækkun. Þetta er miklu líkara því, þegar þýfi er skilað að hluta til baka. Eldri borgarar eiga peningana í lífeyrissjóðunum, sem þeir hafa sparað þar alla sína starfsævi. Þeir gera kröfu til þess að strax verði hætt að skerða óbeint þennan lífeyri með aðgerðum ríkisvaldsins. Ég kalla það óbeina skerðingu lífeyris í lífeyrissjóðunum, þegar lífeyrir, sem eldri borgarar eiga að fá frá Tryggingastofnun, er skertur beinlínis vegna þess að eldri borgarar fá lífeyri úr lífeyrissjóðum. Þessu verður að linna.Auðvelt að afnema skerðingarnar nú Tryggingastofnun og ríkisvaldið segja, að það sé dýrt að afnema þessa skerðingu. En það er ekki mál lífeyrisfólks. Ríkið verður að taka á sig þann kostnað, sem er því samfara að afnema skerðingarnar. Ríkisvaldið gumar af góðum fjárhag og góðu efnahagsástandi um þessar mundir og því ætti að vera auðvelt að afnema skerðingarnar nú. Ríkið hefur einnig haft af öldruðum og öryrkjum stórar fjárhæðir undanfarin ár og áratugi, nú síðast með því að svíkja stór kosningaloforð stjórnarflokkanna, sem öldruðum og öryrkjum voru gefin 2013. Fyrir síðustu kosningar höfðu tveir flokkar það á stefnuskrá sinni að afnema ætti alveg allar skerðingar, þ.e. Píratar og Flokkur fólksins. En allir flokkarnir vildu draga verulega úr skerðingum. Píratar fengu 10 þingmenn kjörna, bættu við sig sjö þingmönnum. Það má því segja, að stuðningur við afnám skerðinga sé verulegur þar. Flokkur fólksins bauð í fyrsta sinn fram og fékk 3,5% atkvæða. Félag eldri borgara í Reykjavík, sem er langstærsta félag eldri borgara, berst fyrir því, að skerðingar verði alveg afnumdar. Stuðningur við þetta mál er því mikill. Það þolir enga bið að koma því í framkvæmd. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Æ fleiri taka nú undir kröfuna um, að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna lífeyrissjóðsgreiðslna verði afnumdar. Fleiri og fleiri gera sér einnig ljóst, að það átti aldrei að samþykkja eða loka augunum fyrir því, að ríkið færi að skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóðanna. Það gekk alveg í berhögg við það, sem um var talað, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir en þá var það skýrt tekið fram og undirstrikað, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingar. Þetta hefur verið þverbrotið. Lífeyrisfólk á ekki að hjálpa ríkinu, þegar það lendir í fjárhagserfiðleikum. Það er að snúa hlutunum við. Ríkið á að hjálpa lífeyrisfólki.Eldri borgarar eiga peningana í lífeyrissjóðunum Ríkisvaldið lætur eins og það sé að veita öldruðum kauphækkun, þegar það dregur aðeins úr skerðingum! En það er engin kauphækkun. Þetta er miklu líkara því, þegar þýfi er skilað að hluta til baka. Eldri borgarar eiga peningana í lífeyrissjóðunum, sem þeir hafa sparað þar alla sína starfsævi. Þeir gera kröfu til þess að strax verði hætt að skerða óbeint þennan lífeyri með aðgerðum ríkisvaldsins. Ég kalla það óbeina skerðingu lífeyris í lífeyrissjóðunum, þegar lífeyrir, sem eldri borgarar eiga að fá frá Tryggingastofnun, er skertur beinlínis vegna þess að eldri borgarar fá lífeyri úr lífeyrissjóðum. Þessu verður að linna.Auðvelt að afnema skerðingarnar nú Tryggingastofnun og ríkisvaldið segja, að það sé dýrt að afnema þessa skerðingu. En það er ekki mál lífeyrisfólks. Ríkið verður að taka á sig þann kostnað, sem er því samfara að afnema skerðingarnar. Ríkisvaldið gumar af góðum fjárhag og góðu efnahagsástandi um þessar mundir og því ætti að vera auðvelt að afnema skerðingarnar nú. Ríkið hefur einnig haft af öldruðum og öryrkjum stórar fjárhæðir undanfarin ár og áratugi, nú síðast með því að svíkja stór kosningaloforð stjórnarflokkanna, sem öldruðum og öryrkjum voru gefin 2013. Fyrir síðustu kosningar höfðu tveir flokkar það á stefnuskrá sinni að afnema ætti alveg allar skerðingar, þ.e. Píratar og Flokkur fólksins. En allir flokkarnir vildu draga verulega úr skerðingum. Píratar fengu 10 þingmenn kjörna, bættu við sig sjö þingmönnum. Það má því segja, að stuðningur við afnám skerðinga sé verulegur þar. Flokkur fólksins bauð í fyrsta sinn fram og fékk 3,5% atkvæða. Félag eldri borgara í Reykjavík, sem er langstærsta félag eldri borgara, berst fyrir því, að skerðingar verði alveg afnumdar. Stuðningur við þetta mál er því mikill. Það þolir enga bið að koma því í framkvæmd. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun