Fullkomin afsökun Trumps fyrir verndarstefnu Lars Christensen skrifar 23. nóvember 2016 09:00 Það er erfitt að finna góð hagfræðileg rök fyrir verndarstefnu. Hagfræðingar hafa vitað þetta að minnsta kosti síðan Adam Smith skrifaði Auðlegð þjóðanna 1776. Það hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir að nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafi lagt fram verndarstefnu sína. Kjarninn í verndarhugsun Trumps er sú hugmynd að viðskipti séu í eðli sínu jafnvirðisleikur. Öfugt við hefðbundna hagfræðilega hugsun, sem sér viðskipti sem hag beggja aðila, talar Trump um viðskipti út frá hugmyndinni um sigurvegara og tapara. Þetta þýðir að Trump aðhyllist í raun kaupauðgisstefnu þar sem auðlegð þjóðar er mæld eftir því hve mikið landið flytur út í samanburði við innflutning. Þess vegna má búast við því að stjórn Trumps muni fylgjast sérstaklega með viðskiptahalla Bandaríkjanna og ef viðskiptahallinn eykst er líklegt að Trump kenni löndum eins og Mexíkó og Kína um það.Stefnublanda Yellen og Trumps mun stórauka viðskiptahallannÞversögnin er sú að eigin stefna Trumps – sérstaklega fyrirhugaðar skattalækkanir og miklar fjárfestingar ríkisins í innviðum – ásamt líklegum viðbrögðum Seðlabankans við þenslu í ríkisfjármálum (hærri vextir) er í sjálfu sér líkleg til að auka viðskiptahalla Bandaríkjanna. Þannig mun þensla í ríkisfjármálum valda aukinni eftirspurn innanlands sem aftur leiðir til meiri innflutnings. Auk þess höfum við þegar séð dollarinn hressast í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump þar sem markaðirnir reikna með ákveðnari vaxtahækkunum hjá Seðlabankanum til að halda aftur af „Trumpbólguþrýstingi“. Styrking dollarsins mun enn draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna og auka enn á viðskiptahallann. Auk þess hefur styrking dollarsins og óttinn við bandaríska verndarstefnu nú þegar valdið því að flestir nýmarkaðsgjaldmiðlar – þar á meðal kínverska renminbi og mexíkóski pesóinn – hafa veikst gagnvart Bandaríkjadollar.Hin fullkomna afsökunDonald Trump hefur þegar sagt að hann vilji að fjármálaráðuneytið skilgreini Kína sem gengisfalsara því hann telur að Kínverjar haldi gengi renminbi óeðlilega lágu gagnvart dollarnum til að ná „ósanngjörnu“ forskoti í viðskiptum við Bandaríkin. Og brátt mun hann hafa „sönnunina“ – viðskiptahalli Bandaríkjanna blæs út, útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna eykst og renminbi heldur áfram að veikjast. Hins vegar myndu allir hagfræðingar auðvitað vita að þetta væri ekki afleiðing gengisstefnu Kínverja heldur bein afleiðing Trump-hagfræðinnar, nánar tiltekið fyrirhugaðrar þenslu í ríkisfjármálum. En það er ólíklegt að Trump hlusti á það. Það er greinilegt bergmál frá 9. áratugnum hérna. Skattalækkanir Reagans og aukin útgjöld til hernaðarmála ollu einnig „tvöföldum halla“ – meiri fjárlagahalla og auknum viðskiptahalla, og þótt Reagan hafi sannarlega ekki verið verndarsinni á sama hátt og Trump þá beygði hann sig engu að síður fyrir pólitískum þrýstingi heima fyrir og þrýstingi frá bandarískum útflytjendum. Á meðan hann sat í embætti var margvíslegum innflutningskvótum og tollum komið á, aðallega til að draga úr innflutningi til Bandaríkjanna frá Japan. Því miður virðist Trump áfjáður í að taka upp þessa misheppnuðu stefnu. Loks skal þess getið að 1985 tók svokallað Plaza-samkomulag gildi, sem neyddi Japani til að leyfa jeninu að styrkjast verulega (og dollarnum að veikjast). Plaza-samkomulagið stuðlaði vafalaust að verðhjöðnunarkreppunni í Japan sem hefur í raun verið viðvarandi fram á þennan dag. Maður óttast að nýtt Plaza-samkomulag, sem myndi styrkja renminbi og valda því að kínverska hagkerfið lenti í kreppu, sé blautur draumur Trumps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það er erfitt að finna góð hagfræðileg rök fyrir verndarstefnu. Hagfræðingar hafa vitað þetta að minnsta kosti síðan Adam Smith skrifaði Auðlegð þjóðanna 1776. Það hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir að nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafi lagt fram verndarstefnu sína. Kjarninn í verndarhugsun Trumps er sú hugmynd að viðskipti séu í eðli sínu jafnvirðisleikur. Öfugt við hefðbundna hagfræðilega hugsun, sem sér viðskipti sem hag beggja aðila, talar Trump um viðskipti út frá hugmyndinni um sigurvegara og tapara. Þetta þýðir að Trump aðhyllist í raun kaupauðgisstefnu þar sem auðlegð þjóðar er mæld eftir því hve mikið landið flytur út í samanburði við innflutning. Þess vegna má búast við því að stjórn Trumps muni fylgjast sérstaklega með viðskiptahalla Bandaríkjanna og ef viðskiptahallinn eykst er líklegt að Trump kenni löndum eins og Mexíkó og Kína um það.Stefnublanda Yellen og Trumps mun stórauka viðskiptahallannÞversögnin er sú að eigin stefna Trumps – sérstaklega fyrirhugaðar skattalækkanir og miklar fjárfestingar ríkisins í innviðum – ásamt líklegum viðbrögðum Seðlabankans við þenslu í ríkisfjármálum (hærri vextir) er í sjálfu sér líkleg til að auka viðskiptahalla Bandaríkjanna. Þannig mun þensla í ríkisfjármálum valda aukinni eftirspurn innanlands sem aftur leiðir til meiri innflutnings. Auk þess höfum við þegar séð dollarinn hressast í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump þar sem markaðirnir reikna með ákveðnari vaxtahækkunum hjá Seðlabankanum til að halda aftur af „Trumpbólguþrýstingi“. Styrking dollarsins mun enn draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna og auka enn á viðskiptahallann. Auk þess hefur styrking dollarsins og óttinn við bandaríska verndarstefnu nú þegar valdið því að flestir nýmarkaðsgjaldmiðlar – þar á meðal kínverska renminbi og mexíkóski pesóinn – hafa veikst gagnvart Bandaríkjadollar.Hin fullkomna afsökunDonald Trump hefur þegar sagt að hann vilji að fjármálaráðuneytið skilgreini Kína sem gengisfalsara því hann telur að Kínverjar haldi gengi renminbi óeðlilega lágu gagnvart dollarnum til að ná „ósanngjörnu“ forskoti í viðskiptum við Bandaríkin. Og brátt mun hann hafa „sönnunina“ – viðskiptahalli Bandaríkjanna blæs út, útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna eykst og renminbi heldur áfram að veikjast. Hins vegar myndu allir hagfræðingar auðvitað vita að þetta væri ekki afleiðing gengisstefnu Kínverja heldur bein afleiðing Trump-hagfræðinnar, nánar tiltekið fyrirhugaðrar þenslu í ríkisfjármálum. En það er ólíklegt að Trump hlusti á það. Það er greinilegt bergmál frá 9. áratugnum hérna. Skattalækkanir Reagans og aukin útgjöld til hernaðarmála ollu einnig „tvöföldum halla“ – meiri fjárlagahalla og auknum viðskiptahalla, og þótt Reagan hafi sannarlega ekki verið verndarsinni á sama hátt og Trump þá beygði hann sig engu að síður fyrir pólitískum þrýstingi heima fyrir og þrýstingi frá bandarískum útflytjendum. Á meðan hann sat í embætti var margvíslegum innflutningskvótum og tollum komið á, aðallega til að draga úr innflutningi til Bandaríkjanna frá Japan. Því miður virðist Trump áfjáður í að taka upp þessa misheppnuðu stefnu. Loks skal þess getið að 1985 tók svokallað Plaza-samkomulag gildi, sem neyddi Japani til að leyfa jeninu að styrkjast verulega (og dollarnum að veikjast). Plaza-samkomulagið stuðlaði vafalaust að verðhjöðnunarkreppunni í Japan sem hefur í raun verið viðvarandi fram á þennan dag. Maður óttast að nýtt Plaza-samkomulag, sem myndi styrkja renminbi og valda því að kínverska hagkerfið lenti í kreppu, sé blautur draumur Trumps.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun