Fullkomin afsökun Trumps fyrir verndarstefnu Lars Christensen skrifar 23. nóvember 2016 09:00 Það er erfitt að finna góð hagfræðileg rök fyrir verndarstefnu. Hagfræðingar hafa vitað þetta að minnsta kosti síðan Adam Smith skrifaði Auðlegð þjóðanna 1776. Það hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir að nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafi lagt fram verndarstefnu sína. Kjarninn í verndarhugsun Trumps er sú hugmynd að viðskipti séu í eðli sínu jafnvirðisleikur. Öfugt við hefðbundna hagfræðilega hugsun, sem sér viðskipti sem hag beggja aðila, talar Trump um viðskipti út frá hugmyndinni um sigurvegara og tapara. Þetta þýðir að Trump aðhyllist í raun kaupauðgisstefnu þar sem auðlegð þjóðar er mæld eftir því hve mikið landið flytur út í samanburði við innflutning. Þess vegna má búast við því að stjórn Trumps muni fylgjast sérstaklega með viðskiptahalla Bandaríkjanna og ef viðskiptahallinn eykst er líklegt að Trump kenni löndum eins og Mexíkó og Kína um það.Stefnublanda Yellen og Trumps mun stórauka viðskiptahallannÞversögnin er sú að eigin stefna Trumps – sérstaklega fyrirhugaðar skattalækkanir og miklar fjárfestingar ríkisins í innviðum – ásamt líklegum viðbrögðum Seðlabankans við þenslu í ríkisfjármálum (hærri vextir) er í sjálfu sér líkleg til að auka viðskiptahalla Bandaríkjanna. Þannig mun þensla í ríkisfjármálum valda aukinni eftirspurn innanlands sem aftur leiðir til meiri innflutnings. Auk þess höfum við þegar séð dollarinn hressast í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump þar sem markaðirnir reikna með ákveðnari vaxtahækkunum hjá Seðlabankanum til að halda aftur af „Trumpbólguþrýstingi“. Styrking dollarsins mun enn draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna og auka enn á viðskiptahallann. Auk þess hefur styrking dollarsins og óttinn við bandaríska verndarstefnu nú þegar valdið því að flestir nýmarkaðsgjaldmiðlar – þar á meðal kínverska renminbi og mexíkóski pesóinn – hafa veikst gagnvart Bandaríkjadollar.Hin fullkomna afsökunDonald Trump hefur þegar sagt að hann vilji að fjármálaráðuneytið skilgreini Kína sem gengisfalsara því hann telur að Kínverjar haldi gengi renminbi óeðlilega lágu gagnvart dollarnum til að ná „ósanngjörnu“ forskoti í viðskiptum við Bandaríkin. Og brátt mun hann hafa „sönnunina“ – viðskiptahalli Bandaríkjanna blæs út, útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna eykst og renminbi heldur áfram að veikjast. Hins vegar myndu allir hagfræðingar auðvitað vita að þetta væri ekki afleiðing gengisstefnu Kínverja heldur bein afleiðing Trump-hagfræðinnar, nánar tiltekið fyrirhugaðrar þenslu í ríkisfjármálum. En það er ólíklegt að Trump hlusti á það. Það er greinilegt bergmál frá 9. áratugnum hérna. Skattalækkanir Reagans og aukin útgjöld til hernaðarmála ollu einnig „tvöföldum halla“ – meiri fjárlagahalla og auknum viðskiptahalla, og þótt Reagan hafi sannarlega ekki verið verndarsinni á sama hátt og Trump þá beygði hann sig engu að síður fyrir pólitískum þrýstingi heima fyrir og þrýstingi frá bandarískum útflytjendum. Á meðan hann sat í embætti var margvíslegum innflutningskvótum og tollum komið á, aðallega til að draga úr innflutningi til Bandaríkjanna frá Japan. Því miður virðist Trump áfjáður í að taka upp þessa misheppnuðu stefnu. Loks skal þess getið að 1985 tók svokallað Plaza-samkomulag gildi, sem neyddi Japani til að leyfa jeninu að styrkjast verulega (og dollarnum að veikjast). Plaza-samkomulagið stuðlaði vafalaust að verðhjöðnunarkreppunni í Japan sem hefur í raun verið viðvarandi fram á þennan dag. Maður óttast að nýtt Plaza-samkomulag, sem myndi styrkja renminbi og valda því að kínverska hagkerfið lenti í kreppu, sé blautur draumur Trumps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt að finna góð hagfræðileg rök fyrir verndarstefnu. Hagfræðingar hafa vitað þetta að minnsta kosti síðan Adam Smith skrifaði Auðlegð þjóðanna 1776. Það hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir að nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafi lagt fram verndarstefnu sína. Kjarninn í verndarhugsun Trumps er sú hugmynd að viðskipti séu í eðli sínu jafnvirðisleikur. Öfugt við hefðbundna hagfræðilega hugsun, sem sér viðskipti sem hag beggja aðila, talar Trump um viðskipti út frá hugmyndinni um sigurvegara og tapara. Þetta þýðir að Trump aðhyllist í raun kaupauðgisstefnu þar sem auðlegð þjóðar er mæld eftir því hve mikið landið flytur út í samanburði við innflutning. Þess vegna má búast við því að stjórn Trumps muni fylgjast sérstaklega með viðskiptahalla Bandaríkjanna og ef viðskiptahallinn eykst er líklegt að Trump kenni löndum eins og Mexíkó og Kína um það.Stefnublanda Yellen og Trumps mun stórauka viðskiptahallannÞversögnin er sú að eigin stefna Trumps – sérstaklega fyrirhugaðar skattalækkanir og miklar fjárfestingar ríkisins í innviðum – ásamt líklegum viðbrögðum Seðlabankans við þenslu í ríkisfjármálum (hærri vextir) er í sjálfu sér líkleg til að auka viðskiptahalla Bandaríkjanna. Þannig mun þensla í ríkisfjármálum valda aukinni eftirspurn innanlands sem aftur leiðir til meiri innflutnings. Auk þess höfum við þegar séð dollarinn hressast í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump þar sem markaðirnir reikna með ákveðnari vaxtahækkunum hjá Seðlabankanum til að halda aftur af „Trumpbólguþrýstingi“. Styrking dollarsins mun enn draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna og auka enn á viðskiptahallann. Auk þess hefur styrking dollarsins og óttinn við bandaríska verndarstefnu nú þegar valdið því að flestir nýmarkaðsgjaldmiðlar – þar á meðal kínverska renminbi og mexíkóski pesóinn – hafa veikst gagnvart Bandaríkjadollar.Hin fullkomna afsökunDonald Trump hefur þegar sagt að hann vilji að fjármálaráðuneytið skilgreini Kína sem gengisfalsara því hann telur að Kínverjar haldi gengi renminbi óeðlilega lágu gagnvart dollarnum til að ná „ósanngjörnu“ forskoti í viðskiptum við Bandaríkin. Og brátt mun hann hafa „sönnunina“ – viðskiptahalli Bandaríkjanna blæs út, útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna eykst og renminbi heldur áfram að veikjast. Hins vegar myndu allir hagfræðingar auðvitað vita að þetta væri ekki afleiðing gengisstefnu Kínverja heldur bein afleiðing Trump-hagfræðinnar, nánar tiltekið fyrirhugaðrar þenslu í ríkisfjármálum. En það er ólíklegt að Trump hlusti á það. Það er greinilegt bergmál frá 9. áratugnum hérna. Skattalækkanir Reagans og aukin útgjöld til hernaðarmála ollu einnig „tvöföldum halla“ – meiri fjárlagahalla og auknum viðskiptahalla, og þótt Reagan hafi sannarlega ekki verið verndarsinni á sama hátt og Trump þá beygði hann sig engu að síður fyrir pólitískum þrýstingi heima fyrir og þrýstingi frá bandarískum útflytjendum. Á meðan hann sat í embætti var margvíslegum innflutningskvótum og tollum komið á, aðallega til að draga úr innflutningi til Bandaríkjanna frá Japan. Því miður virðist Trump áfjáður í að taka upp þessa misheppnuðu stefnu. Loks skal þess getið að 1985 tók svokallað Plaza-samkomulag gildi, sem neyddi Japani til að leyfa jeninu að styrkjast verulega (og dollarnum að veikjast). Plaza-samkomulagið stuðlaði vafalaust að verðhjöðnunarkreppunni í Japan sem hefur í raun verið viðvarandi fram á þennan dag. Maður óttast að nýtt Plaza-samkomulag, sem myndi styrkja renminbi og valda því að kínverska hagkerfið lenti í kreppu, sé blautur draumur Trumps.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun