Segja merkingar um vistvæna framleiðslu „jafngilda blekkingum“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2016 19:11 Ólafur Arnarson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir Neytendasamtökin telja notkun merkinga um vistvæna framleiðslu á matvælum „jafngilda blekkingum til neytenda þar sem engin viðurkennd vottun eða eftirlitsferli er fyrir hendi um slíka framleiðslu“. Stjórn samtakanna krefst þess að niðurstöður úr skoðunarheimsóknum Matvælastofnunar til matvælaframleiðslufyrirtækja verði gerðar opinberar. Í tilkynningu frá samtökunum lýsa forsvarsmenn þeirra því yfir að Neytendasamtökin séu reiðubúin til að koma að borðinu við að byggja upp traust á skilvirku eftirliti með íslenskum matvælaframleiðendum. Mikilvægt sé að hagsmunir og sjónarmið neytenda liggi til grundvallar við slíkt eftirlit. Þá skora samtökin á stjórnvöld að heimila tollfrjálsan innflutning á lífrænt vottuðum matvælum í samræmi við EES samninginn og í þágu íslenskra neytenda. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, fundaði í dag með formanni Bændasamtakanna og ræddu þeir meðal annars umfjöllun Kastljóss í gær á Brúneggjum ehf, samkvæmt tilkynningunni. „Neytendasamtökin og Bændasamtökin eru á einu máli um að það er með öllu óviðunandi að ekki sé gætt að góðum og heilnæmum aðbúnaði dýra við matvælaframleiðslu. Þá eru aðilar sammála um að óásættanlegt sé að merkingar umbúða séu notaðar til að blekkja neytendur. Neytendur verða að geta treyst því að á umbúðamerkingum séu áreiðanlegar upplýsingar um innihald og uppruna matvöru.“ Ólafur hefur einnig óskað eftir fundi með forstjóra MAST vegna málsins. Vill hann ræða viðbrögð til að tryggja að upplýsingum um villandi merkingar á matvælum sé ekki haldið frá neytendum, „jafnvel árum saman“. Brúneggjamálið Neytendur Tengdar fréttir Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30 Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Félag eggjaframleiðenda biður íslenska neytendur afsökunar Félag eggjaframleiðenda segist slegið yfir þeim aðbúnaði sem umfjöllun Kastljóss leiddi í ljós að varphænur byggju við í eggjabúi Brúneggja. 29. nóvember 2016 13:56 Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka "Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku.“ 29. nóvember 2016 15:19 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Neytendasamtökin telja notkun merkinga um vistvæna framleiðslu á matvælum „jafngilda blekkingum til neytenda þar sem engin viðurkennd vottun eða eftirlitsferli er fyrir hendi um slíka framleiðslu“. Stjórn samtakanna krefst þess að niðurstöður úr skoðunarheimsóknum Matvælastofnunar til matvælaframleiðslufyrirtækja verði gerðar opinberar. Í tilkynningu frá samtökunum lýsa forsvarsmenn þeirra því yfir að Neytendasamtökin séu reiðubúin til að koma að borðinu við að byggja upp traust á skilvirku eftirliti með íslenskum matvælaframleiðendum. Mikilvægt sé að hagsmunir og sjónarmið neytenda liggi til grundvallar við slíkt eftirlit. Þá skora samtökin á stjórnvöld að heimila tollfrjálsan innflutning á lífrænt vottuðum matvælum í samræmi við EES samninginn og í þágu íslenskra neytenda. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, fundaði í dag með formanni Bændasamtakanna og ræddu þeir meðal annars umfjöllun Kastljóss í gær á Brúneggjum ehf, samkvæmt tilkynningunni. „Neytendasamtökin og Bændasamtökin eru á einu máli um að það er með öllu óviðunandi að ekki sé gætt að góðum og heilnæmum aðbúnaði dýra við matvælaframleiðslu. Þá eru aðilar sammála um að óásættanlegt sé að merkingar umbúða séu notaðar til að blekkja neytendur. Neytendur verða að geta treyst því að á umbúðamerkingum séu áreiðanlegar upplýsingar um innihald og uppruna matvöru.“ Ólafur hefur einnig óskað eftir fundi með forstjóra MAST vegna málsins. Vill hann ræða viðbrögð til að tryggja að upplýsingum um villandi merkingar á matvælum sé ekki haldið frá neytendum, „jafnvel árum saman“.
Brúneggjamálið Neytendur Tengdar fréttir Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30 Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Félag eggjaframleiðenda biður íslenska neytendur afsökunar Félag eggjaframleiðenda segist slegið yfir þeim aðbúnaði sem umfjöllun Kastljóss leiddi í ljós að varphænur byggju við í eggjabúi Brúneggja. 29. nóvember 2016 13:56 Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka "Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku.“ 29. nóvember 2016 15:19 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30
Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49
Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22
Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32
Félag eggjaframleiðenda biður íslenska neytendur afsökunar Félag eggjaframleiðenda segist slegið yfir þeim aðbúnaði sem umfjöllun Kastljóss leiddi í ljós að varphænur byggju við í eggjabúi Brúneggja. 29. nóvember 2016 13:56
Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka "Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku.“ 29. nóvember 2016 15:19
Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28