Hanning reiknar með brotthvarfi Dags Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 11:30 Vísir/Getty Sem kunnugt er íhugar Dagur Sigurðsson nú að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við þýska handknattleikssambandið og hætta sem þjálfari þýska liðsins næsta sumar. Dagur tók við starfinu fyrir tveimur árum síðan og hefur síðan þá tekist að gera Þýskaland að Evrópumeistara og bronsliði Ólympíuleikanna í sumar. Dagur er samningsbundinn Þjóðverjum til 2020 en á þann möguleika að stíga frá borði í lok júní í sumar. Ljóst er að hann mun stýra Þýskalandi á HM í Frakklandi í janúar en svo gæti farið að það verði hans síðasta stórmót með Þýskalandi. Sjá einnig: „Ekkert stress þó Dagur hætti“ Bob Hanning er varaforseti þýska handknattleikssambandsins og maðurinn sem réði Dag til Füchse Berlin fyrir sjö árum síðan. Saman náðu þeir frábærum árangri með Berlínarrefina og velgengni Dags hefur svo haldið áfram með þýska landsliðinu.Dagur Sigurðsson og Bob Hanning.Vísir/GettyHanning tjáði sig um stöðu Dags í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina Sport 1 í gær og sagði að það væri enn allt óákveðið og allir möguleikar opnir teldi hann líklegra að Dagur myndi hætta. „Ég hef það á tilfinningunni að Dagur sé mjög langt kominn með að taka ákvörðun um að gera grundvallarbreytingu á sínu lífi,“ sagði Hanning. Sjá einnig: Brand: Þýðir ekkert að gráta Dag Hann segir að Dagur hafi í ýmsa möguleika í huga. „Hann íhugar að flytja, eyða meiri tíma með fjölskyldunni eða feta allt aðra slóð - eitthvað ótengt handbolta,“ sagði hann. „Þegar kemur að lífsskipulagi Dags þá hef ég ekkert um málið að segja. Ég á engan möguleika. Og Japan snýst á engan hátt um peninga.“Dagur Sigurðsson er enn landsliðsþjálfari Þýskalands og stýrir liðinu á HM í Frakklandi.Vísir/GettyHanning vísaði til þess að Dagur hefur helst verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Japan, þar sem hann starfaði sem spilandi þjálfari hjá Wakunaga Hiroshima frá 2000 til 2003, en Japan verður gestgjafi á Ólympíuleikunum árið 2020. Sjá einnig: Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Sjálfur hefur Dagur staðfest að hann sé kominn með tilboð sem hann sé að skoða og muni nota næstu vikur til þess. En Yuji Harano, framkvæmdastjóri handknattleikssamands Japans, sagði við DPA-fréttaveituna í Þýskalandi í vikunni að þar á bæ könnuðust menn ekki við mögulega ráðningu Dags í landsliðsþjálfarastarfið. Handbolti Tengdar fréttir „Ekkert stress þó að Dagur hætti“ Þjóðverjar vonast til að halda Degi Sigurðssyni en lífið heldur áfram þó að Íslendingurinn hætti með landsliðið. 9. nóvember 2016 13:00 Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Handknattleikssamband Japans segist ekki kannast við sögusagnir þess efnis að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari Japana. 9. nóvember 2016 11:00 Kiel vill ekki missa Alfreð til landsliðsins Ekki kemur til greina að Alfreð Gíslason taki við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. 9. nóvember 2016 17:45 Guðmundur spenntur fyrir þýska liðinu en segir ekkert á meðan Dagur er enn þá þjálfari Guðmundur Guðmundsson hættir með danska landsliðið næsta sumar en starfið hjá Þýskalandi gæti verið að losna. 10. nóvember 2016 10:30 Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Sem kunnugt er íhugar Dagur Sigurðsson nú að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við þýska handknattleikssambandið og hætta sem þjálfari þýska liðsins næsta sumar. Dagur tók við starfinu fyrir tveimur árum síðan og hefur síðan þá tekist að gera Þýskaland að Evrópumeistara og bronsliði Ólympíuleikanna í sumar. Dagur er samningsbundinn Þjóðverjum til 2020 en á þann möguleika að stíga frá borði í lok júní í sumar. Ljóst er að hann mun stýra Þýskalandi á HM í Frakklandi í janúar en svo gæti farið að það verði hans síðasta stórmót með Þýskalandi. Sjá einnig: „Ekkert stress þó Dagur hætti“ Bob Hanning er varaforseti þýska handknattleikssambandsins og maðurinn sem réði Dag til Füchse Berlin fyrir sjö árum síðan. Saman náðu þeir frábærum árangri með Berlínarrefina og velgengni Dags hefur svo haldið áfram með þýska landsliðinu.Dagur Sigurðsson og Bob Hanning.Vísir/GettyHanning tjáði sig um stöðu Dags í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina Sport 1 í gær og sagði að það væri enn allt óákveðið og allir möguleikar opnir teldi hann líklegra að Dagur myndi hætta. „Ég hef það á tilfinningunni að Dagur sé mjög langt kominn með að taka ákvörðun um að gera grundvallarbreytingu á sínu lífi,“ sagði Hanning. Sjá einnig: Brand: Þýðir ekkert að gráta Dag Hann segir að Dagur hafi í ýmsa möguleika í huga. „Hann íhugar að flytja, eyða meiri tíma með fjölskyldunni eða feta allt aðra slóð - eitthvað ótengt handbolta,“ sagði hann. „Þegar kemur að lífsskipulagi Dags þá hef ég ekkert um málið að segja. Ég á engan möguleika. Og Japan snýst á engan hátt um peninga.“Dagur Sigurðsson er enn landsliðsþjálfari Þýskalands og stýrir liðinu á HM í Frakklandi.Vísir/GettyHanning vísaði til þess að Dagur hefur helst verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Japan, þar sem hann starfaði sem spilandi þjálfari hjá Wakunaga Hiroshima frá 2000 til 2003, en Japan verður gestgjafi á Ólympíuleikunum árið 2020. Sjá einnig: Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Sjálfur hefur Dagur staðfest að hann sé kominn með tilboð sem hann sé að skoða og muni nota næstu vikur til þess. En Yuji Harano, framkvæmdastjóri handknattleikssamands Japans, sagði við DPA-fréttaveituna í Þýskalandi í vikunni að þar á bæ könnuðust menn ekki við mögulega ráðningu Dags í landsliðsþjálfarastarfið.
Handbolti Tengdar fréttir „Ekkert stress þó að Dagur hætti“ Þjóðverjar vonast til að halda Degi Sigurðssyni en lífið heldur áfram þó að Íslendingurinn hætti með landsliðið. 9. nóvember 2016 13:00 Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Handknattleikssamband Japans segist ekki kannast við sögusagnir þess efnis að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari Japana. 9. nóvember 2016 11:00 Kiel vill ekki missa Alfreð til landsliðsins Ekki kemur til greina að Alfreð Gíslason taki við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. 9. nóvember 2016 17:45 Guðmundur spenntur fyrir þýska liðinu en segir ekkert á meðan Dagur er enn þá þjálfari Guðmundur Guðmundsson hættir með danska landsliðið næsta sumar en starfið hjá Þýskalandi gæti verið að losna. 10. nóvember 2016 10:30 Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
„Ekkert stress þó að Dagur hætti“ Þjóðverjar vonast til að halda Degi Sigurðssyni en lífið heldur áfram þó að Íslendingurinn hætti með landsliðið. 9. nóvember 2016 13:00
Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Handknattleikssamband Japans segist ekki kannast við sögusagnir þess efnis að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari Japana. 9. nóvember 2016 11:00
Kiel vill ekki missa Alfreð til landsliðsins Ekki kemur til greina að Alfreð Gíslason taki við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. 9. nóvember 2016 17:45
Guðmundur spenntur fyrir þýska liðinu en segir ekkert á meðan Dagur er enn þá þjálfari Guðmundur Guðmundsson hættir með danska landsliðið næsta sumar en starfið hjá Þýskalandi gæti verið að losna. 10. nóvember 2016 10:30
Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00