Ávarpaði stúlkuna sem hann vonar að verði forseti Bandaríkjanna einn daginn Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 15:23 Seth Meyers í þætti gærkvöldsins. Spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers reyndi að halda uppi glaðlegu fasi þegar hann fór yfir úrslit nýafstaðinna forsetakosninga í Bandaríkjunum, en það reyndist honum um megn. Í níu mínútna löngu innslagi fór hann meðal annars yfir það hvernig hann hefur spáð rangt fyrir um gengi Donalds Trumps nýkjörins forseta Bandaríkjanna, í hvert einasta skipti síðastliðna átján mánuði, eða alveg frá því Trump tilkynnti í Trump-Turninum að hann ætlaði í forsetaframboð. Þegar sú tilkynning var ljós hélt Meyers að hún væri uppátæki sem væri ætlað til að vekja athygli á Trump sjálfum og öllu þeim rekstri sem honum fylgir, og hann færi aldrei í framboð. Það reyndist rangt hjá Meyers. Hann lýsti því síðar yfir að Trump myndi aldrei hafa sigur í forvali Repúblikana og taldi engar líkur á að hann yrði næsti forseti Bandaríkjanna. „Góðu fréttirnar eru þær að miðað við spádómsgáfur mínar þá verður hann væntanlega frábær forseti,“ sagði Meyers. Hann sagðist vonast til þess að Trump yrði ekki sá maður sem birtist Bandaríkjamönnum í kosningabaráttunni. Maður sem vill byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og maður sem hótar því að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna.Meyers fór um víðan völl og náði að fara yfir ansi mikið efni tengdum þessum kosningum á innan við tíu mínútum. Tónninn breyttist þó þegar hann byrjaði að tala um hvaða þýðingu tap Clintons hefur fyrir ungar stúlkur, og foreldra þeirra, sem vonuðust eftir sigri Clintons. „Hún verður ekki forseti,“ sagði Meyers klökkur. „En það þýðir ekki að dóttir einhvers verði það ekki einn daginn. Við vitum ekki hver þú ert, en ég ímynda mér að þetta augnablik í sögunni muni hafa mikil mótandi áhrif á þig. Augnablik sem færi þig til að leggja harðar af þér til að ná lengra. Ég vonast til að vera á lífi þegar þú verður svarin í embætti.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sendu þúsundir eintaka af Newsweek í verslanir með Hillary sem forseta á forsíðu "Líkt og allir aðrir, höfðum við rangt fyrir okkur.“ 10. nóvember 2016 13:43 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 Trump fær nýjan “The Beast” Kostar 160 milljónir króna og vegur 7-9 tonn. 10. nóvember 2016 14:12 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers reyndi að halda uppi glaðlegu fasi þegar hann fór yfir úrslit nýafstaðinna forsetakosninga í Bandaríkjunum, en það reyndist honum um megn. Í níu mínútna löngu innslagi fór hann meðal annars yfir það hvernig hann hefur spáð rangt fyrir um gengi Donalds Trumps nýkjörins forseta Bandaríkjanna, í hvert einasta skipti síðastliðna átján mánuði, eða alveg frá því Trump tilkynnti í Trump-Turninum að hann ætlaði í forsetaframboð. Þegar sú tilkynning var ljós hélt Meyers að hún væri uppátæki sem væri ætlað til að vekja athygli á Trump sjálfum og öllu þeim rekstri sem honum fylgir, og hann færi aldrei í framboð. Það reyndist rangt hjá Meyers. Hann lýsti því síðar yfir að Trump myndi aldrei hafa sigur í forvali Repúblikana og taldi engar líkur á að hann yrði næsti forseti Bandaríkjanna. „Góðu fréttirnar eru þær að miðað við spádómsgáfur mínar þá verður hann væntanlega frábær forseti,“ sagði Meyers. Hann sagðist vonast til þess að Trump yrði ekki sá maður sem birtist Bandaríkjamönnum í kosningabaráttunni. Maður sem vill byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og maður sem hótar því að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna.Meyers fór um víðan völl og náði að fara yfir ansi mikið efni tengdum þessum kosningum á innan við tíu mínútum. Tónninn breyttist þó þegar hann byrjaði að tala um hvaða þýðingu tap Clintons hefur fyrir ungar stúlkur, og foreldra þeirra, sem vonuðust eftir sigri Clintons. „Hún verður ekki forseti,“ sagði Meyers klökkur. „En það þýðir ekki að dóttir einhvers verði það ekki einn daginn. Við vitum ekki hver þú ert, en ég ímynda mér að þetta augnablik í sögunni muni hafa mikil mótandi áhrif á þig. Augnablik sem færi þig til að leggja harðar af þér til að ná lengra. Ég vonast til að vera á lífi þegar þú verður svarin í embætti.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sendu þúsundir eintaka af Newsweek í verslanir með Hillary sem forseta á forsíðu "Líkt og allir aðrir, höfðum við rangt fyrir okkur.“ 10. nóvember 2016 13:43 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 Trump fær nýjan “The Beast” Kostar 160 milljónir króna og vegur 7-9 tonn. 10. nóvember 2016 14:12 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Sendu þúsundir eintaka af Newsweek í verslanir með Hillary sem forseta á forsíðu "Líkt og allir aðrir, höfðum við rangt fyrir okkur.“ 10. nóvember 2016 13:43
Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent