Fer frá Fylki til Fury Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2016 17:55 Jose Enrique Seoane í leik með Fylki. Vísir/Eyþór Jose Enrique Seoane hefur yfirgefið Árbæinn og verður ekki með Fylki í Inkasso-deildinni næsta sumar en Seoane lék með liði Fylkis sem féll úr Pepsi-deildinni í sumar. Sito, eins og hann er kallaður, ætlar að reyna sér hjá kanadíska félaginu Ottawa Fury en félagið tilkynnti það á heimasíðu sinni að spænski framherjinn hefði skrifaði undir samning við Fury. Sito mun nú spila fyrir Paul Dalglish, sem er 39 ára sonur Liverpool-goðsagnarinnar Kenny Dalglish. Ottawa Fury spilar í næstefstu deildinni í Bandaríkjunum. Ottawa Fury endaði í 10. sæti af tólf liðum á síðasta tímabili en liðið vann bara 7 af 32 leikjum sínum. Jose Enrique spilaði síðasta eina og hálfa árið í Pepsi-deildinni. Hann kom til ÍBV á miðju tímabili 2015 og skoraði þá 6 mörk í 11 leikjum. Jose Enrique fór síðan til Fylkis og spilaði með Árbæjarliðinu síðasta sumar. Sito náði ekki að fylgja eftir frammistöðu sinni með ÍBV þegar hann mætti í Árbæinn. Jose Enrique var aðeins með 2 mörk í 20 leikjum og olli vonbrigðum enda var það stórmál þegar Árbæingar tóku hann frá Vestmannaeyjum á sínum tíma. Jose Enrique er 27 ára framherji sem hefur spilað áður fyrir Paul Dalglish. Hann var leikmaður Dalglish með Austin Aztex liðinu tímabilið 2013. Sito skoraði þá 9 mörk og gaf 4 stoðsendingar og hjálpaði Austin Aztex að vinna USL PDL Meistaratitilinn. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21 ÍBV birtir sannanir sínar gegn Fylki Forráðamenn ÍBV eru ekki sáttir við að Fylkir skuli reyna að bera af sér sakir þrátt fyrir dóm KSÍ í Sito-málinu svokallaða. 17. nóvember 2015 17:45 Hermann: Er búinn að vera eins og brunabíll undanfarnar vikur Þjálfari Fylkismanna var að vonum sáttur eftir 2-0 sigur á Grindavík í kvöld en hann sagði það töluverðan létti að vinna aftur fótboltaleik eftir dræma stigasöfnun í deildinni undanfarnar vikur. 8. júní 2016 22:00 Fylkir þarf að greiða sekt vegna Sito: „Félagið telur sig ekki hafa brotið af sér“ Fylkismenn segjast ekki geta borið ábyrgð á samskiptum milli umboðsmanna og leikmanna. 17. nóvember 2015 15:38 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Jose Enrique Seoane hefur yfirgefið Árbæinn og verður ekki með Fylki í Inkasso-deildinni næsta sumar en Seoane lék með liði Fylkis sem féll úr Pepsi-deildinni í sumar. Sito, eins og hann er kallaður, ætlar að reyna sér hjá kanadíska félaginu Ottawa Fury en félagið tilkynnti það á heimasíðu sinni að spænski framherjinn hefði skrifaði undir samning við Fury. Sito mun nú spila fyrir Paul Dalglish, sem er 39 ára sonur Liverpool-goðsagnarinnar Kenny Dalglish. Ottawa Fury spilar í næstefstu deildinni í Bandaríkjunum. Ottawa Fury endaði í 10. sæti af tólf liðum á síðasta tímabili en liðið vann bara 7 af 32 leikjum sínum. Jose Enrique spilaði síðasta eina og hálfa árið í Pepsi-deildinni. Hann kom til ÍBV á miðju tímabili 2015 og skoraði þá 6 mörk í 11 leikjum. Jose Enrique fór síðan til Fylkis og spilaði með Árbæjarliðinu síðasta sumar. Sito náði ekki að fylgja eftir frammistöðu sinni með ÍBV þegar hann mætti í Árbæinn. Jose Enrique var aðeins með 2 mörk í 20 leikjum og olli vonbrigðum enda var það stórmál þegar Árbæingar tóku hann frá Vestmannaeyjum á sínum tíma. Jose Enrique er 27 ára framherji sem hefur spilað áður fyrir Paul Dalglish. Hann var leikmaður Dalglish með Austin Aztex liðinu tímabilið 2013. Sito skoraði þá 9 mörk og gaf 4 stoðsendingar og hjálpaði Austin Aztex að vinna USL PDL Meistaratitilinn.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21 ÍBV birtir sannanir sínar gegn Fylki Forráðamenn ÍBV eru ekki sáttir við að Fylkir skuli reyna að bera af sér sakir þrátt fyrir dóm KSÍ í Sito-málinu svokallaða. 17. nóvember 2015 17:45 Hermann: Er búinn að vera eins og brunabíll undanfarnar vikur Þjálfari Fylkismanna var að vonum sáttur eftir 2-0 sigur á Grindavík í kvöld en hann sagði það töluverðan létti að vinna aftur fótboltaleik eftir dræma stigasöfnun í deildinni undanfarnar vikur. 8. júní 2016 22:00 Fylkir þarf að greiða sekt vegna Sito: „Félagið telur sig ekki hafa brotið af sér“ Fylkismenn segjast ekki geta borið ábyrgð á samskiptum milli umboðsmanna og leikmanna. 17. nóvember 2015 15:38 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21
ÍBV birtir sannanir sínar gegn Fylki Forráðamenn ÍBV eru ekki sáttir við að Fylkir skuli reyna að bera af sér sakir þrátt fyrir dóm KSÍ í Sito-málinu svokallaða. 17. nóvember 2015 17:45
Hermann: Er búinn að vera eins og brunabíll undanfarnar vikur Þjálfari Fylkismanna var að vonum sáttur eftir 2-0 sigur á Grindavík í kvöld en hann sagði það töluverðan létti að vinna aftur fótboltaleik eftir dræma stigasöfnun í deildinni undanfarnar vikur. 8. júní 2016 22:00
Fylkir þarf að greiða sekt vegna Sito: „Félagið telur sig ekki hafa brotið af sér“ Fylkismenn segjast ekki geta borið ábyrgð á samskiptum milli umboðsmanna og leikmanna. 17. nóvember 2015 15:38