Bjarni fundaði með Viðreisn og Bjartri framtíð síðdegis Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2016 18:49 Ef formanni Sjálfstæðisflokksins tekst ekki að koma á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum innan tæps sólarhrings er líklegt að hann skili umboði til myndunar ríkisstjórnar aftur til forseta á morgun. Formaður Bjartrar framtíðar segir nokkur grundvallarmál mikilvægari en sæti í ríkisstjórn. Rúm vika er síðan Bjarni Benediktsson fékk umboð til stjórnarmyndunar frá forseta Íslands. Hann hefur eftir það átt óformlegar viðræður við forystufólk annarra stjórnmálaflokka sem enn sem komið er hafa ekki leitt til þess að fólk setjist niður til formlegra viðræðna. Hins vegar ræddi Bjarni við forystumenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar nú síðdegis eftir sameignlegan þingflokksfund þeirra flokka síðdegis. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir enn engum dyrum hafa verið lokað og leiðtogarnir muni aftur ræðast við á morgun Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar að tiltekin málefni myndu ráða því hvort flokkurinn færi í ríkisstjórn. „Það eru kannski ákveðin grundvallarmál. Eins og breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði sem við höfum nefnt til. En líka til dæmis þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram umsóknarferli að ESB. Þannig að það eru nokkur veigamikil mál,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Þetta eru allt mál sem gætu reynst flókin í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, en Bjarni lýsti því til dæmis í upphafi síðasta kjörtímabils að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald umsóknarviðræðna við Evrópusambandið fæli í sér pólitískan ómöguleika. Þá eru búvörusamningar sem Björt framtíð greiddi atkvæði á móti nýsamþykktir á Alþingi og Sjálfstæðismenn hafa ekki verið opnir fyrir hugmyndum um róttækar breytingar á gjaldtöku í fiskveiðikerfinu. En það er fleira sem skiptir Bjarta framtíð og Viðreisn máli. „En líka ákveðnar umbætur í vinnubrögðum og verklagi í pólitík sem skipta okkur meira máli en tilhugsunin um einhver ráðherrasæti,“ segir Óttarr Proppé. Kosningar 2016 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ef formanni Sjálfstæðisflokksins tekst ekki að koma á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum innan tæps sólarhrings er líklegt að hann skili umboði til myndunar ríkisstjórnar aftur til forseta á morgun. Formaður Bjartrar framtíðar segir nokkur grundvallarmál mikilvægari en sæti í ríkisstjórn. Rúm vika er síðan Bjarni Benediktsson fékk umboð til stjórnarmyndunar frá forseta Íslands. Hann hefur eftir það átt óformlegar viðræður við forystufólk annarra stjórnmálaflokka sem enn sem komið er hafa ekki leitt til þess að fólk setjist niður til formlegra viðræðna. Hins vegar ræddi Bjarni við forystumenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar nú síðdegis eftir sameignlegan þingflokksfund þeirra flokka síðdegis. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir enn engum dyrum hafa verið lokað og leiðtogarnir muni aftur ræðast við á morgun Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar að tiltekin málefni myndu ráða því hvort flokkurinn færi í ríkisstjórn. „Það eru kannski ákveðin grundvallarmál. Eins og breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði sem við höfum nefnt til. En líka til dæmis þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram umsóknarferli að ESB. Þannig að það eru nokkur veigamikil mál,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Þetta eru allt mál sem gætu reynst flókin í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, en Bjarni lýsti því til dæmis í upphafi síðasta kjörtímabils að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald umsóknarviðræðna við Evrópusambandið fæli í sér pólitískan ómöguleika. Þá eru búvörusamningar sem Björt framtíð greiddi atkvæði á móti nýsamþykktir á Alþingi og Sjálfstæðismenn hafa ekki verið opnir fyrir hugmyndum um róttækar breytingar á gjaldtöku í fiskveiðikerfinu. En það er fleira sem skiptir Bjarta framtíð og Viðreisn máli. „En líka ákveðnar umbætur í vinnubrögðum og verklagi í pólitík sem skipta okkur meira máli en tilhugsunin um einhver ráðherrasæti,“ segir Óttarr Proppé.
Kosningar 2016 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira