Bjarni fundaði með Viðreisn og Bjartri framtíð síðdegis Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2016 18:49 Ef formanni Sjálfstæðisflokksins tekst ekki að koma á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum innan tæps sólarhrings er líklegt að hann skili umboði til myndunar ríkisstjórnar aftur til forseta á morgun. Formaður Bjartrar framtíðar segir nokkur grundvallarmál mikilvægari en sæti í ríkisstjórn. Rúm vika er síðan Bjarni Benediktsson fékk umboð til stjórnarmyndunar frá forseta Íslands. Hann hefur eftir það átt óformlegar viðræður við forystufólk annarra stjórnmálaflokka sem enn sem komið er hafa ekki leitt til þess að fólk setjist niður til formlegra viðræðna. Hins vegar ræddi Bjarni við forystumenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar nú síðdegis eftir sameignlegan þingflokksfund þeirra flokka síðdegis. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir enn engum dyrum hafa verið lokað og leiðtogarnir muni aftur ræðast við á morgun Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar að tiltekin málefni myndu ráða því hvort flokkurinn færi í ríkisstjórn. „Það eru kannski ákveðin grundvallarmál. Eins og breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði sem við höfum nefnt til. En líka til dæmis þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram umsóknarferli að ESB. Þannig að það eru nokkur veigamikil mál,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Þetta eru allt mál sem gætu reynst flókin í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, en Bjarni lýsti því til dæmis í upphafi síðasta kjörtímabils að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald umsóknarviðræðna við Evrópusambandið fæli í sér pólitískan ómöguleika. Þá eru búvörusamningar sem Björt framtíð greiddi atkvæði á móti nýsamþykktir á Alþingi og Sjálfstæðismenn hafa ekki verið opnir fyrir hugmyndum um róttækar breytingar á gjaldtöku í fiskveiðikerfinu. En það er fleira sem skiptir Bjarta framtíð og Viðreisn máli. „En líka ákveðnar umbætur í vinnubrögðum og verklagi í pólitík sem skipta okkur meira máli en tilhugsunin um einhver ráðherrasæti,“ segir Óttarr Proppé. Kosningar 2016 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
Ef formanni Sjálfstæðisflokksins tekst ekki að koma á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum innan tæps sólarhrings er líklegt að hann skili umboði til myndunar ríkisstjórnar aftur til forseta á morgun. Formaður Bjartrar framtíðar segir nokkur grundvallarmál mikilvægari en sæti í ríkisstjórn. Rúm vika er síðan Bjarni Benediktsson fékk umboð til stjórnarmyndunar frá forseta Íslands. Hann hefur eftir það átt óformlegar viðræður við forystufólk annarra stjórnmálaflokka sem enn sem komið er hafa ekki leitt til þess að fólk setjist niður til formlegra viðræðna. Hins vegar ræddi Bjarni við forystumenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar nú síðdegis eftir sameignlegan þingflokksfund þeirra flokka síðdegis. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir enn engum dyrum hafa verið lokað og leiðtogarnir muni aftur ræðast við á morgun Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar að tiltekin málefni myndu ráða því hvort flokkurinn færi í ríkisstjórn. „Það eru kannski ákveðin grundvallarmál. Eins og breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði sem við höfum nefnt til. En líka til dæmis þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram umsóknarferli að ESB. Þannig að það eru nokkur veigamikil mál,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Þetta eru allt mál sem gætu reynst flókin í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, en Bjarni lýsti því til dæmis í upphafi síðasta kjörtímabils að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald umsóknarviðræðna við Evrópusambandið fæli í sér pólitískan ómöguleika. Þá eru búvörusamningar sem Björt framtíð greiddi atkvæði á móti nýsamþykktir á Alþingi og Sjálfstæðismenn hafa ekki verið opnir fyrir hugmyndum um róttækar breytingar á gjaldtöku í fiskveiðikerfinu. En það er fleira sem skiptir Bjarta framtíð og Viðreisn máli. „En líka ákveðnar umbætur í vinnubrögðum og verklagi í pólitík sem skipta okkur meira máli en tilhugsunin um einhver ráðherrasæti,“ segir Óttarr Proppé.
Kosningar 2016 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira