Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2016 08:00 Mótmæli fóru fram víða um Bandaríkin í nótt. Vísir/Getty Enn er mótmælt á mörgum götum Bandaríkjanna eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Um fjögur þúsund manns voru á götum Portland þar sem rúður voru brotnar og eldar voru kveiktir. Lögreglan í borginni segir mótmælin hafa orðið að óeirðum. Donald Trump segir á Twitter að um „atvinnumótmælendur“ sé að ræða og að þeir séu hvattir áfram af fjölmiðlum. Þá segir hann mótmælin vera „mjög ósanngjörn“.Just had a very open and successful presidential election. Now professional protesters, incited by the media, are protesting. Very unfair!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 11, 2016 Lögreglan handtók fjölda mótmælenda samkvæmt AP fréttaveitunni, eftir að hluti þeirra hóf að kveikja í hlutum og eyðileggja. Mótmælin standa enn yfir og hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Lögreglan hefur skotið gúmmíkúlum að mótmælendum. Mótmæli fóru fram í borgum víða um Bandaríkin, hvort sem að kjósendur Trump voru þar í meirihluta eða í minnihluta. Fjöldi mótmælenda er þó talinn vera minni en fyrrinótt. Mótmælin voru friðsamleg að mestu leyti samkvæmt Reuters. Mótmælendur óttast að kosning Trump muni draga úr mannréttindum í Bandaríkjunum. Stuðningsmenn Trump segja mótmælendurna ekki virða lýðræðislegt kerfi Bandaríkjanna. Kerfi sem Trump og stuðningsmenn hans hafa verið að kvarta yfir í marga mánuði. Forsetinn verðandi hefur ítrekað haldið því fram að kerfið sé spillt, kosningasvindl séu allsráðandi og að kerfið sé misnotað. Þrátt fyrir að enn sé ekki búið að telja öll atkvæði er líklegt að Hillary Clinton hafi í raun fengið fleiri atkvæði en Donald Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Enn er mótmælt á mörgum götum Bandaríkjanna eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Um fjögur þúsund manns voru á götum Portland þar sem rúður voru brotnar og eldar voru kveiktir. Lögreglan í borginni segir mótmælin hafa orðið að óeirðum. Donald Trump segir á Twitter að um „atvinnumótmælendur“ sé að ræða og að þeir séu hvattir áfram af fjölmiðlum. Þá segir hann mótmælin vera „mjög ósanngjörn“.Just had a very open and successful presidential election. Now professional protesters, incited by the media, are protesting. Very unfair!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 11, 2016 Lögreglan handtók fjölda mótmælenda samkvæmt AP fréttaveitunni, eftir að hluti þeirra hóf að kveikja í hlutum og eyðileggja. Mótmælin standa enn yfir og hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Lögreglan hefur skotið gúmmíkúlum að mótmælendum. Mótmæli fóru fram í borgum víða um Bandaríkin, hvort sem að kjósendur Trump voru þar í meirihluta eða í minnihluta. Fjöldi mótmælenda er þó talinn vera minni en fyrrinótt. Mótmælin voru friðsamleg að mestu leyti samkvæmt Reuters. Mótmælendur óttast að kosning Trump muni draga úr mannréttindum í Bandaríkjunum. Stuðningsmenn Trump segja mótmælendurna ekki virða lýðræðislegt kerfi Bandaríkjanna. Kerfi sem Trump og stuðningsmenn hans hafa verið að kvarta yfir í marga mánuði. Forsetinn verðandi hefur ítrekað haldið því fram að kerfið sé spillt, kosningasvindl séu allsráðandi og að kerfið sé misnotað. Þrátt fyrir að enn sé ekki búið að telja öll atkvæði er líklegt að Hillary Clinton hafi í raun fengið fleiri atkvæði en Donald Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira