Zuckerberg sver af sér ábyrgð á fölskum fréttum á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2016 09:53 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Vísir/EPA Mark Zuckerbeg, stofnandi Facebook, segir fráleitt að falsaðar fréttir sem verið hafa í dreifingu á samfélagsmiðlinum undanfarnar vikur hafi haft áhrif á niðurstöðuna í forsetakosningunum vestanhafs. Hugmyndin er „frekar klikkuð“ að mati Zuckerberg. Guardian greinir frá. Eins og alþjóð veit vann Donald Trump óvæntan sigur í kosningunum vestanhafs, eitthvað sem margir töldu óhugsandi. „If I were to run, I’d run as a Republican. They are the dumbest group of voters in the country. They believe anything on Fox News. I could lie and they’d still eat it up. I bet my numbers would be terrific.“ Þessi ummæli, þar sem Trump á að hafa sagt fyrir átján árum að kjósendur repúblikana séu heimskustu kjósendur í Bandaríkjunum, hafa verið í mikilli dreifingu á Facebook undanfarnar vikur en þau eru eignuð Donald Trump, úr viðtali í People Magazine árið 1998. Fyrir utan þá staðreynd að umrætt viðtal er uppspuni, Trump sagði aldrei þessi orð.Þetta skjáskot hefur farið fyrir augu margra á Facebook undanfarnar vikur.Sundrar heiminum í stað þess að sameina Um gott dæmi er að ræða sem lýsir því hvernig falskar staðreyndir og fréttir geta flotið um á Facebook, og reyndar öðrum samfélagsmiðlum líka, án þess að þau séu ritskoðuð á einn eða annan hátt. Hefur Facebook verið sakað um að sundra fólki frekar en að sameina sem er einmitt það sem Facebook segir standa fyrir, að sameina heiminn. „Fólk hefur slitið vinskap og skorið á fjölskyldutengsl vegna þess af því að umræðan er svo óvæginn,“ segir Claire Waddle, sérfræðingur hjá Tow Center for Digital Journalism. Vandamálið sé að Facebook sé orðið að fréttaveitu sem sé án nokkurrar ritskoðunar eða viðmiða. Þannig komist hlutir, á borð við fyrrnefnd ummæli Trump, í gríðarlega mikla dreifingu án þess að hún sé stöðvuð á nokkurn hátt, eða leiðrétt.Segir fólk ekki lifa í bubblu Zuckerberg segir mikla einföldun að ætla að fólk hafi aðeins greitt atkvæði sitt undir áhrifum falskra frétta á Facebook. Þá neitar hann því sömuleiðis að algóritmi Facebook geri það að verkum að í auknum mæli sjái fólk ekki skoðanir sem séu andsnúnar sínum eigin. Að fólk lifi í bubblu ef svo má að orði komast. Vandamálið sé það að fólk líki ekki við eða taki þátt í umræðum þegar öndverðar skoðanir eru á dagskrá. Því minni áhuga sem fólk sýni öndverðum skoðunum því sjaldnar birtist þær fyrir augum notandans á Facebook. „Okkar markmið og hlutverk er að hjálpa fólki að sjá efni sem það hefur mestan áhuga á og skiptir það mestu máli.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Mark Zuckerbeg, stofnandi Facebook, segir fráleitt að falsaðar fréttir sem verið hafa í dreifingu á samfélagsmiðlinum undanfarnar vikur hafi haft áhrif á niðurstöðuna í forsetakosningunum vestanhafs. Hugmyndin er „frekar klikkuð“ að mati Zuckerberg. Guardian greinir frá. Eins og alþjóð veit vann Donald Trump óvæntan sigur í kosningunum vestanhafs, eitthvað sem margir töldu óhugsandi. „If I were to run, I’d run as a Republican. They are the dumbest group of voters in the country. They believe anything on Fox News. I could lie and they’d still eat it up. I bet my numbers would be terrific.“ Þessi ummæli, þar sem Trump á að hafa sagt fyrir átján árum að kjósendur repúblikana séu heimskustu kjósendur í Bandaríkjunum, hafa verið í mikilli dreifingu á Facebook undanfarnar vikur en þau eru eignuð Donald Trump, úr viðtali í People Magazine árið 1998. Fyrir utan þá staðreynd að umrætt viðtal er uppspuni, Trump sagði aldrei þessi orð.Þetta skjáskot hefur farið fyrir augu margra á Facebook undanfarnar vikur.Sundrar heiminum í stað þess að sameina Um gott dæmi er að ræða sem lýsir því hvernig falskar staðreyndir og fréttir geta flotið um á Facebook, og reyndar öðrum samfélagsmiðlum líka, án þess að þau séu ritskoðuð á einn eða annan hátt. Hefur Facebook verið sakað um að sundra fólki frekar en að sameina sem er einmitt það sem Facebook segir standa fyrir, að sameina heiminn. „Fólk hefur slitið vinskap og skorið á fjölskyldutengsl vegna þess af því að umræðan er svo óvæginn,“ segir Claire Waddle, sérfræðingur hjá Tow Center for Digital Journalism. Vandamálið sé að Facebook sé orðið að fréttaveitu sem sé án nokkurrar ritskoðunar eða viðmiða. Þannig komist hlutir, á borð við fyrrnefnd ummæli Trump, í gríðarlega mikla dreifingu án þess að hún sé stöðvuð á nokkurn hátt, eða leiðrétt.Segir fólk ekki lifa í bubblu Zuckerberg segir mikla einföldun að ætla að fólk hafi aðeins greitt atkvæði sitt undir áhrifum falskra frétta á Facebook. Þá neitar hann því sömuleiðis að algóritmi Facebook geri það að verkum að í auknum mæli sjái fólk ekki skoðanir sem séu andsnúnar sínum eigin. Að fólk lifi í bubblu ef svo má að orði komast. Vandamálið sé það að fólk líki ekki við eða taki þátt í umræðum þegar öndverðar skoðanir eru á dagskrá. Því minni áhuga sem fólk sýni öndverðum skoðunum því sjaldnar birtist þær fyrir augum notandans á Facebook. „Okkar markmið og hlutverk er að hjálpa fólki að sjá efni sem það hefur mestan áhuga á og skiptir það mestu máli.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira