Hvað er í kollinum á Trump? Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Magnús Guðmundsson skrifa 12. nóvember 2016 09:00 Donald Trump er nýkjörinn forseti Bandaríkjanna. Grafík/Guðmundur Snær Guðmundsson Hafrún Kristjánsdóttir aðjúnkt Hvað er í kollinum á Trump og hvað er í kolli bandarískra kjósenda? Sérfræðingar og listamenn rýna í kosningaúrslitin og nýjan forseta Bandaríkjanna.Trump spilaði á óttannHafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingurSú skýring að ómenntaðir og fátækir sveitalubbar hafi kosið Trump í bunkum en hugsandi, menntað og vel gefið fólk hafi kosið Clinton, heldur tæpast vatni. Það má meðal annars sjá með því að skoða tölur um fylgi þeirra tveggja í mismunandi hópum. Það var til dæmis heill hellingur af hvítum menntuðum konum sum kusu Trump,“ segir Hafrún sem skyggnist inn í hugarfar Trump og hvernig hann náði kjöri. „Skýringarnar á því af hverju þetta fór eins og það fór eru líklega flóknar og margvíslegar. Ein getur verið sú að Trump spilaði inn á tilfinningar sem hafa af öllu jöfnu sterk áhrif á hegðun. Trump spilaði inn á ótta og reiði. Ótta við ákveðna hópa eins og múslima og Mexíkóa og reiði út í einhver fjarlæg og spillt stjórnvöld. Auðvelt er að gera Hillary Clinton að andliti þessara stjórnvalda. Þegar fólk er óttaslegið er það líklegt til þess að gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að það sem það óttast verði að veruleika. Ætli það sé ekki þannig að óttaslegið fólk er líklegra en glatt fólk til að mæta á kjörstað. Fullt af fólki óttaðist að Trump myndi hafa sigur úr bítum en allar skoðanakannanir sögðu þó að það væri harla ólíklegt að það myndi gerast. Mögulega hafa því fréttir af skoðanakönnunum dregið úr ótta, og því dregið úr hvötum þeirra sem óttuðust Trump, að mæta á kjörstað. Það að Trump hafi alið á ótta og reiði eru þó tæpast einu skýringarnar. Mögulega er kynþáttahatur og kvenfyrirliting meiri í Bandaríkjunum en við héldum og svo eru eflaust einhverjar skýringar á þessu sem við höfum enn ekki komið auga á. Allavegana þá er gósentíð í vændum hjá rannsakendum, t.d. félagssálfræðingum sem munu leitast við að skýra hvað í ósköpunum gerðist. Það verður ekki alveg einfalt því mannlegt atferli er oft flókið fyrirbæri.“Nadya telur frelsinu ógnað.Skapað gegn feðraveldinuNadya Tolokonnikova, einn meðlima Pussy RiotNadya frumsýndi nýverið nýtt tónlistarmyndband þar hún sýnir hvernig lífið gæti orðið eftir kjör Donalds Trumps. Hún ræddi um gerð myndbandsins og sigur Trumps við fréttastofu Reuters. Nadya býr í Los Angeles þar sem hún berst fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum. Í myndbandinu sem heitir, Make America Great Again, sést hún brennimerkt af vörðum með nasistamerki og hárgreiðslu sem svipar til Trumps. Hún er hlutgerð og dæmd og á hana er brennimerkt: Feita svín, tilvísun í það þegar Trump veittist að fyrrverandi ungfrú alheimi, Aliciu Machado. „Ég trúði því ekki þar til í blálokin að hann myndi sigra. Markmið mitt með tónlistarmyndbandinu var að vara fólk við og deila reynslu minni að sitja uppi með Vladimir Pútín með bandarískum kjósendum sem ætluðu sér að kjósa Trump. Hún telur frelsinu ógnað. „Það mikilvæga við frelsi er að það er auðveldlega hægt að taka það af þér. Enginn ætti að vera of öruggur um að njóta frelsis og ég held að margir Bandaríkjamenn haldi að þeir hafi það og muni aldrei týna því, og þeir segja að land þeirra sé land frelsis og önnur ekki. Ég trúi því að fólk muni gera sitt besta til að vera í andstöðu við nýja feðraveldið sem er að herða tök sín um allan heim. Ef þú getur teiknað, teiknaðu, ef þú getur búið til tónlist, búðu þá til tónlist gegn feðraveldinu. Ég veit að margir eru pirraðir og vonsviknir og vilja gefast upp. En það er mikilvægt að gera það ekki. Ef að við erum sameinuð, þá getum við sigrast á þessu. Þetta eru engin sögulok. Pútín er slæmur, hann er mjög slæmur en fólk verður að skilja að það ástandið í Rússlandi gæti líka orðið í Bandaríkjunum ef að það berst ekki fyrir réttindum sínum.“Sigríður ÞorgeirsdóttirGerði ekki grín að fólki á bótumSigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki„Það má vel vera að það sé verið að skipta út einni valda-auðstétt fyrir aðra í Washington með þessum kosningum. Ríkir karlar undir forystu Trumps sem taka við af smartari elítu undir forsæti Obama og sem Hilary Clinton tilheyrir. Ein helsta ástæðan fyrir að auðmaðurinn Trump sigraði Wall-Street-fjármagnaða Clinton er að hann náði til stéttanna sem hafa verið skildar eftir og sem demokratar, aðrir en Bernie Sanders, Elizabeth Warren og þeirra áhangendur, voru blindir á. Trump hlustaði á þessar stéttir og gerði ekki grín að fólki á matarmiðum og atvinnuleysisbótum meðan hann hæddist að fötluðum, útlendingum og konum og braut allar reglur political correctness. Frá upphafi Reagan tímabilsins um 1980 hafa hinir ríku orðið ríkari meðan miðstéttin og einkum lægri miðstétt hefur holast að innan, lent í skuldum og eignamissi. Þarna er heil kynslóð sem liggur að stórum hluta óbætt hjá garði. Ekki bætti úr þegar bankarnir voru borgaðir út eftir bankahrunið sem jók enn á misskiptinguna og mokaði peningum í 1% þeirra ríkustu. Demókratar í Bandaríkjunum leiddu þær aðgerðir og flokkur þeirra molnar núna eins og Blair-sinnaðir félagshyggjuflokkar víða á Vesturlöndum. Vinstri stefna Obama og Clinton fólst að drjúgum hluta í sjálfsagðri og nauðsynlegri baráttu minnihlutahópa. En vinstrið náði ekki lengra en það og skildi hópa út undan. Ekki síst hvíta karla sem búa við atvinnuóöryggi og aukna fátækt vegna þróunar upplýsingatækni, útvistunar starfa til Asíu og stækkunar gigg-hagkerfisins með tilkomu innflytjenda. Þetta eru hópar karlar sem eiga ekki lengur sjens á að lifa ameríska drauminn og finnst þeir vera án málsvara, útskúfaðir og niðurlægðir, líka vegna femínisma vegna þess að þeir hafa stundum dregist menntunarlega og stöðulega aftur úr konum. Það á eftir að fara inn í sögubækurnar að Clinton kallaði þessa hópa „reiðra hvítra karla“ „deplorables“, hina aumkunarverðu. Þeir slá nú tilbaka og láta pólitíkina í Washington sem hlustaði ekki á þá heyra það. Sú staðreynd að yfir 40% kvenna kusu Trump er til marks um að stór hluti kvenna stóð frekar með sinni stétt en sínu kyni í þessum kosningum. 53% hvítra kvenna sem kusu Trump birtir einnig kynþáttavíddina í þessum kosningum, en Trump naut lítils fylgis meðal blökkumanna. Það þarf meira en loforð demókrata um skattahækkanir á þá ríku til að ná til hinna gleymdu stétta. Og Trump talar inn í það tómarúm með loforðum um atvinnuskapandi aðgerðir og endurbætur á fúnum innviðum samfélagsins. Nú er að sjá hvort miljarðamæringurinn og bisnesskallinn Trump snúi auðmagni aftur til hinna gleymdu stétta. Eða hvort hann fellur í gryfju spillingarpólitíkurinnar. Verst væri ef hann leiðist út í fasíska vitleysu. Lærdómurinn sem við getum hins vegar dregið af þessum kosningaúrslitum er að hlusta, að hlusta á allar raddir án þess að dæma þær úr leik of snemma. Samtalið verður að hefjast þar, á hlustun.“Jón Gunnar BernburgÓhefluð framkoma og einföld skilaboðJón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla ÍslandsAð útskýra öflin að baki kosningasigurs Donalds Trumps er nú orðið að stóru viðfangsefni þjóðfélagsrýna. Fréttamiðlar um allan heim keppast við að setja fram skýringar og margar bækur verða vafalaust skrifaðar um efnið á næstu misserum. Enda viðfangsefnið bæði flókið og heillandi. Á einn eða annan hátt hljóta trúverðugar skýringarnar að byggja á því hvaðan fjöldafylgi Trumps kom. Fylgið var vissulega svæðisbundið eins og venjan er í Bandaríkjum; repúblikaninn Trump fékk örugga kosningu í íhaldssömum fylkjum. En það sem breytti öllu var að hann sótti mikið af nýju fylgi til verkafólks og lægri millistéttahópa á svæðum sem ekki hafa talist örugg vígi íhaldssmanna um hríð. Þá hafði Trump hljómgrunn meðal hvítra ómenntaðra karlmanna – reyndar var stuðningur ómenntaðra hvítra kvenna einnig verulegur. Jón Gunnar nefnir að Trump hafi gætt sig á því að tala til þeirra sem hafa beðið lægri hlut í samfélaginu á þeirra eigin tungumáli. „Í stuttu máli hafði Trump mikinn hljómgrunn meðal þeirra þjóðfélagshópa sem beðið hafa lægri hlut í efnahagslegu og félagslegu tilliti undanfarna áratugi. Kosningaþátttaka þessara þjóðfélagshópa er venjulega lítil en skilaboð hans um að „hrista upp í kerfinu“ virkjuðu marga til að mæta í kjörklefann. Með óheflaðri framkomu og einföldum skilaboðum tókst Trump að höfða til þessara hópa; hann talaði um ótta þeirra og brostnar væntingar á þeirra eigin tungumáli, með skírskotunum í íhaldssöm gildi þeirra og þörf fyrir félagslega samstöðu. Skilaboð Trumps voru að mörgu leyti áþekk skilaboðum þjóðernissinnaðra stjórnmálaafla sem vaxið hefur ásmegin í Evrópu: höfnun á alþjóðavæðingu efnahagslífs og þjóðfélags.“ En af hverju studdu lágstéttirnar billjónamæringinn Donald Trump? spyr Jón Gunnar sig. „Fjölmiðlar höfðu augljóslega mikil áhrif en stóra samhengið má ekki gleymast. Undanfarna þrjá áratugi hefur efnahagslegur ójöfnuður aukist samfara alþjóðavæðingu fjármála- og efnahagslífsins; lægri stéttirnar hafa setið eftir á meðan efri stéttir og forréttindahópar hafa bætt kjör sín mjög mikið. Þeirrar þróunar hefur gætt í mörgum öðrum löndum. Enn fremur jók fjármálakreppan vantrú almennings á stjórnmálakerfinu; líkt og í mörgum öðrum löndum virðist orðræðan um að hinir auðugu hafi náð tökum á ríkisvaldinu hafa fengið byr undir báða vængi. Líkt og í mörgum Evrópulöndum hafa gamalgrónir stjórnmálaflokkar ekki brugðist nægilega skýrt við vantrausti almennings með breyttum áherslum eða stefnumálum; þannig hefur skapast eftirspurn eftir óhefðbundnum stjórnmálaöflum á borð við Donald Trump. Með réttu eða röngu hafa þeir sem beðið hafa lægri hlut í alþjóðavæðingunni séð tækifæri til þess að breyta kerfinu með því að kjósa þann frambjóðanda sem boðar róttækar breytingar. Sé tekið mið af þeirri orðræðu sem einkenndi kosningabaráttu Trumps er aftur á móti erfitt að sjá hvernig þær breytingar muni gera lítið annað en að veikja lýðræðið enn frekar þar vestra.“Kött Grá Pjé.Einföld sjónvarpsfígúraAtli Sigþórsson/Kött Grá Pjé, skáldVið erum öll hrædd. Við erum hrædd við heiminn og dauðann í honum. Þessi ótti brýst út á mismunandi vegu. Auðvitað hafa asnar svo lært að höfða til óttans og fær sér hann í nyt. Dýrkun sjálfsins - eins og dýrkun guða og máttarvalda, trú á hugmyndir, hluti eða hvað sem vera kann - getur sjálfsagt slegið á ótta asna. Saga síðustu alda er leikur fárra að mörgum. Öll sagan svosem en tuttugasta öldin var sérlega skínandi dæmi um það. Við höfum fasista og nasista og vinstra alræði, trúarhreyfingar, auglýsingaiðnaðinn, matvælaiðnaðinn, vopnaiðnaðinn,leyniþjónustur, útgerðarmenn og allan fjandann. Ég er ekki að tala um leynifélög og samsæri, bara það að við höfum lært að hafa ótrúleg áhrif í gegnum hugmyndir og ógnanir. Og einfaldar lausnir. Í kosningunum í BNA núna var mjög höfðað til óánægju sem mikið til er skiljanleg - misskipting er yfirgengileg og fólk sér það hvert sem það lítur. Sér bankana sem aftur bólgna og þann ófögnuð allan. Ábyrgðarlaus ferlíki sem gleypa monnínga einsog svarthol ljós. Það verður ekki af nýfrjálshyggjunni skafið að hún hefur fokkað ærlega upp. Og Clinton varð holdtekja þess batterís. Kerfið sjálft í drapplitri dragt. Óánægja verður svo algert dúndur í bland við ótta. Báðar fylkingar beittu hræðsluáróðri á einn eða annan hátt. En Trump og hans hyski spiluðu betur á óttann, notuðu mörg margreyndustu og skítlegustu trixin - sem ítrekað hafa sannað sig. Á meðan Clinton talaði um reynsluleysi Trumps og vafasama viðskiptahætti greip sá síðarnefndi til andstyggilegrar framandgervingar alls fjárans. Múslima, innflytjenda, guðleysingja, lbgtqa-fólks, hörundsdökkra, sósíalista, kvenna (sem ekki falla nákvæmlega að ofureinfaldaðri ídeu viðkomandi karlskoffíns) o.s.frv. Beisiklí allra sem ekki eru hvítt fólk tiltekinnar aðstöðu og skoðana. Og djöfull sem hann er líka orðljótur. Tuttugasta öldin var ein samfelld kennslustund í þessu skítabrölti. Verum hrædd! Svo læst þursinn vera karl í krapinu og sá rétti til að berja á öllum hinum vondu og siðlausu, til að leiðrétta misskiptinguna og redda yfirleittöllu. Við erum svo ginkeypt fyrir þessari vitleysu að það er lyginni líkast. Og þó, kannski ekki svo skrítið. Hún dreifir huganum frá stöðugum dauðabeygnum sem alltaf er til staðar og, trúi ég, knýr yfirleitt allan ótta. Heimurinn er flókinn og það er flókið að vera til. Trump er einföld sjónvarpsfígúra -ógeðsleg og hatursfull vissulega, en samt fígúra - og Bandaríkin eru dægurmenningarsamfélag. Við erum svo meingölluð, kerfið svo meingallað og pópúlistar eru manna bestir í að notfæra sér helvítis gallana. Ferlega glatað allt saman. Að við bara værum nú betri í að virkja óttann til ástar hvert á öðru.Áfram TrumpHermann Stefánsson, rithöfundurÉg fagna kjöri Trumps. Hlýnun jarðar er langdregin og þreytandi aðferð við að tortíma veröldinni, loksins er kominn fram maður sem vill bara drífa þetta helvíti af með kjarnorkusprengjum. Og þótt hann geri það ekki er stefna hans í loftslagsmálum í það minnsta almennileg helstefna og ætti að stytta þetta langdregna kvalræði. Kjör Trump merkir það sama og Brexit. Hvað kemur viðskiptamall fjármálalífsins almenningi við? Hver er stefna Evrópusambandsins í loftslagsmálum? Loðmullulegt hálfkák sem sambandið meinar ekkert með, enda gerir það tollasamninga svo flytja megi matvæli sem lengst með flugvélum. Ekki að almenningur hafi áhyggjur af loftslagsmálum en hann er leiður á hálfvelgju, leiður á hræsni stjórnmálanna, leiður á hjali sem dylur þversagnir sínar með helgislepju, drullumallar í tungumálinu í stað þess að orða veruleikann. Menntamenn orna sér nú við frasa um hvað almenningur sé heimskur að kjósa ekki það sama og þeir. Þannig klofning má sjá á öllum sviðum. Menntastéttirnar eiga enga samleið með almenningi, sem er ekki svo skyni skroppinn að sjá það ekki, og forherðist, ótrúlegt nokk, við hverja vandlætingargusu. Fjármálakerfið er lokaður heimur sem kemur fólkinu ekkert við. Hinir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátækari svo bilið er orðið ævintýralegt — gjáin í hugmyndaheiminum er engu minni. Demókratísku öflin hafa misst tengslin við veruleikann en tengst fjármálaöflunum. Í huga þeirra er „alþýða“ bara óhlutbundin innistæða í tékkahefti stjórnmálafrasanna, ekki raunverulegt fólk sem býr við raunverulegar aðstæður. Þegar svo er komið þýðir ekkert fyrir neinn að upphefja sig á kostnað almennings. Hin blákalda staðreynd er sú að bandarískur almenningur vissi nákvæmlega hvernig Trump er en kaus hann bara samt. Fyrst heilagt hjónaband fjármagnsafla og stjórnmála var það eina sem var í boði var eins gott að hjónaleysin kæmu fram í einum og sama manninum, eins gott að fá almennilegt glapræði. Trump kemur beint úr raunveruleikasjónvarpi. Hann er performer, hann er uppákoma, sýning, innihaldslaust skemmtiatriði. Hann er óviðeigandi stormur úr tebolla bandarískra stjórnmála. Hann gengur fram með ósvífni og yfirgengilegu bulli, í andstöðu við sífrandi pólitískan rétttrúnað. Sjálfumgleði hans og hroki eru án dularklæða. Allt sem sagt er gegn honum verður honum að meðbyr. Hann lýgur blákalt, ekki með undirferli, dregur ekki dul á hatur sitt og heift, múslimafóbíu, kvenhatur, rasisma — það er í sjálfu sér nóg fyrir einn kjósanda að vilja fá að vera pínulítið ánægður með menningarlega arfleifð sína án þess að vera sakaður um svívirðu. Fólk kaus óðagot og uppnám í stað seigfljótandi siglingar að feigðarósi. Þetta á að vera meinholl áminning. Heimurinn er á eins kolrangri siglingu og hugsast getur. Það ber að fagna hverju skeri sem steytt er harkalega á. Lái mér galskapinn hver sem vill. Ég er lafhræddur, hjarta mitt skelfur í myrkrinu. Áfram Trump!Mennskan tapaðiStyrmir Sigurðsson, leikstjóri og tónlistarmaðurÞó Donald Trump taki ekki við embætti fyrr en í janúar þá er svo mikill skaði skeður nú þegar. Þó hugsanlega reynist hann ekki eins hræðilegur í embætti og hann hefur verið í kosningabaráttunni þá breytir það ekki öllu. Fylgismenn hans eru nú þegar innblásnir af hatri. Þó ekki nema litlum hluta þeirra finnist þeir hafa leyfi til að niðurlægja fólk af öðrum trúarbrögðum eða kynþáttum þá er það stóráfall fyrir samfélagið. Ég á fjölskyldu og marga vini í Bandaríkjunum. Flestir hatrammir andstæðingar Trumps en líka nokkrir sem kusu hann og ég er í alvörunni reiður þeim. Það er þessi gjá sem er að skapast milli fólks og á einhverjum allt öðrum forsendum en áður. Auðvitað unir maður þess að fólk hafi aðrar stjórnmálaskoðanir en hérna er um allt annað að ræða. Fólkið sem kaus hann hefur skipað sér í lið með hrottunum, það kvittar upp á kynferðislegt ofbeldi og mismunun sem maður vonaðast til að heyrði sögunni til. Í mínum huga er engin leið að samþykkja það. Mennskan tapaði í þessum kosningum.Jóhanna Methúsalemsdóttir.Hættuleg vegferðJóhanna Methúsalemsdóttir listamaður og Indía Salvör Menuez leikkonaÉg er sorgmædd og í sjokki. Ég er hrædd, ekki bara um mig sem konu, heldur fyrir hönd alls litaðs fólks, innflytjenda, transfólks og þeirra sem falla utan við normið. Þetta er svo hættuleg vegferð sem að við getum ekki liðið. Ég skammast mín svo vegna hatursummæla hans og skilaboða sem hann sendir heiminum,“ segir Indía Salvör. Móðir hennar Jóhanna tekur undir. „Ég er sorgmædd sem kona og móðir tveggja stúlkna. Við erum að fara aftur í tímann.“ Þær fóru til mótmæla í New York daginn eftir úrslitinn. „Við fórum fjölskyldan í Columbus Circle til að mótmæla. Hillary var ekki breytingin sem fólkið vildi og þar af leiðandi fékk hún ekki nógu mörg atkvæði. Hann sjálfur er síðan atkvæðalægsti forseti í langan tíma. Fólk er orðið svo þreytt á þessu kjaftæði í pólitík og er tilbúið í alvöru breytingar. Bernie var alltaf minn maður,“ segir Jóhanna. Brexit Donald Trump Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Hafrún Kristjánsdóttir aðjúnkt Hvað er í kollinum á Trump og hvað er í kolli bandarískra kjósenda? Sérfræðingar og listamenn rýna í kosningaúrslitin og nýjan forseta Bandaríkjanna.Trump spilaði á óttannHafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingurSú skýring að ómenntaðir og fátækir sveitalubbar hafi kosið Trump í bunkum en hugsandi, menntað og vel gefið fólk hafi kosið Clinton, heldur tæpast vatni. Það má meðal annars sjá með því að skoða tölur um fylgi þeirra tveggja í mismunandi hópum. Það var til dæmis heill hellingur af hvítum menntuðum konum sum kusu Trump,“ segir Hafrún sem skyggnist inn í hugarfar Trump og hvernig hann náði kjöri. „Skýringarnar á því af hverju þetta fór eins og það fór eru líklega flóknar og margvíslegar. Ein getur verið sú að Trump spilaði inn á tilfinningar sem hafa af öllu jöfnu sterk áhrif á hegðun. Trump spilaði inn á ótta og reiði. Ótta við ákveðna hópa eins og múslima og Mexíkóa og reiði út í einhver fjarlæg og spillt stjórnvöld. Auðvelt er að gera Hillary Clinton að andliti þessara stjórnvalda. Þegar fólk er óttaslegið er það líklegt til þess að gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að það sem það óttast verði að veruleika. Ætli það sé ekki þannig að óttaslegið fólk er líklegra en glatt fólk til að mæta á kjörstað. Fullt af fólki óttaðist að Trump myndi hafa sigur úr bítum en allar skoðanakannanir sögðu þó að það væri harla ólíklegt að það myndi gerast. Mögulega hafa því fréttir af skoðanakönnunum dregið úr ótta, og því dregið úr hvötum þeirra sem óttuðust Trump, að mæta á kjörstað. Það að Trump hafi alið á ótta og reiði eru þó tæpast einu skýringarnar. Mögulega er kynþáttahatur og kvenfyrirliting meiri í Bandaríkjunum en við héldum og svo eru eflaust einhverjar skýringar á þessu sem við höfum enn ekki komið auga á. Allavegana þá er gósentíð í vændum hjá rannsakendum, t.d. félagssálfræðingum sem munu leitast við að skýra hvað í ósköpunum gerðist. Það verður ekki alveg einfalt því mannlegt atferli er oft flókið fyrirbæri.“Nadya telur frelsinu ógnað.Skapað gegn feðraveldinuNadya Tolokonnikova, einn meðlima Pussy RiotNadya frumsýndi nýverið nýtt tónlistarmyndband þar hún sýnir hvernig lífið gæti orðið eftir kjör Donalds Trumps. Hún ræddi um gerð myndbandsins og sigur Trumps við fréttastofu Reuters. Nadya býr í Los Angeles þar sem hún berst fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum. Í myndbandinu sem heitir, Make America Great Again, sést hún brennimerkt af vörðum með nasistamerki og hárgreiðslu sem svipar til Trumps. Hún er hlutgerð og dæmd og á hana er brennimerkt: Feita svín, tilvísun í það þegar Trump veittist að fyrrverandi ungfrú alheimi, Aliciu Machado. „Ég trúði því ekki þar til í blálokin að hann myndi sigra. Markmið mitt með tónlistarmyndbandinu var að vara fólk við og deila reynslu minni að sitja uppi með Vladimir Pútín með bandarískum kjósendum sem ætluðu sér að kjósa Trump. Hún telur frelsinu ógnað. „Það mikilvæga við frelsi er að það er auðveldlega hægt að taka það af þér. Enginn ætti að vera of öruggur um að njóta frelsis og ég held að margir Bandaríkjamenn haldi að þeir hafi það og muni aldrei týna því, og þeir segja að land þeirra sé land frelsis og önnur ekki. Ég trúi því að fólk muni gera sitt besta til að vera í andstöðu við nýja feðraveldið sem er að herða tök sín um allan heim. Ef þú getur teiknað, teiknaðu, ef þú getur búið til tónlist, búðu þá til tónlist gegn feðraveldinu. Ég veit að margir eru pirraðir og vonsviknir og vilja gefast upp. En það er mikilvægt að gera það ekki. Ef að við erum sameinuð, þá getum við sigrast á þessu. Þetta eru engin sögulok. Pútín er slæmur, hann er mjög slæmur en fólk verður að skilja að það ástandið í Rússlandi gæti líka orðið í Bandaríkjunum ef að það berst ekki fyrir réttindum sínum.“Sigríður ÞorgeirsdóttirGerði ekki grín að fólki á bótumSigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki„Það má vel vera að það sé verið að skipta út einni valda-auðstétt fyrir aðra í Washington með þessum kosningum. Ríkir karlar undir forystu Trumps sem taka við af smartari elítu undir forsæti Obama og sem Hilary Clinton tilheyrir. Ein helsta ástæðan fyrir að auðmaðurinn Trump sigraði Wall-Street-fjármagnaða Clinton er að hann náði til stéttanna sem hafa verið skildar eftir og sem demokratar, aðrir en Bernie Sanders, Elizabeth Warren og þeirra áhangendur, voru blindir á. Trump hlustaði á þessar stéttir og gerði ekki grín að fólki á matarmiðum og atvinnuleysisbótum meðan hann hæddist að fötluðum, útlendingum og konum og braut allar reglur political correctness. Frá upphafi Reagan tímabilsins um 1980 hafa hinir ríku orðið ríkari meðan miðstéttin og einkum lægri miðstétt hefur holast að innan, lent í skuldum og eignamissi. Þarna er heil kynslóð sem liggur að stórum hluta óbætt hjá garði. Ekki bætti úr þegar bankarnir voru borgaðir út eftir bankahrunið sem jók enn á misskiptinguna og mokaði peningum í 1% þeirra ríkustu. Demókratar í Bandaríkjunum leiddu þær aðgerðir og flokkur þeirra molnar núna eins og Blair-sinnaðir félagshyggjuflokkar víða á Vesturlöndum. Vinstri stefna Obama og Clinton fólst að drjúgum hluta í sjálfsagðri og nauðsynlegri baráttu minnihlutahópa. En vinstrið náði ekki lengra en það og skildi hópa út undan. Ekki síst hvíta karla sem búa við atvinnuóöryggi og aukna fátækt vegna þróunar upplýsingatækni, útvistunar starfa til Asíu og stækkunar gigg-hagkerfisins með tilkomu innflytjenda. Þetta eru hópar karlar sem eiga ekki lengur sjens á að lifa ameríska drauminn og finnst þeir vera án málsvara, útskúfaðir og niðurlægðir, líka vegna femínisma vegna þess að þeir hafa stundum dregist menntunarlega og stöðulega aftur úr konum. Það á eftir að fara inn í sögubækurnar að Clinton kallaði þessa hópa „reiðra hvítra karla“ „deplorables“, hina aumkunarverðu. Þeir slá nú tilbaka og láta pólitíkina í Washington sem hlustaði ekki á þá heyra það. Sú staðreynd að yfir 40% kvenna kusu Trump er til marks um að stór hluti kvenna stóð frekar með sinni stétt en sínu kyni í þessum kosningum. 53% hvítra kvenna sem kusu Trump birtir einnig kynþáttavíddina í þessum kosningum, en Trump naut lítils fylgis meðal blökkumanna. Það þarf meira en loforð demókrata um skattahækkanir á þá ríku til að ná til hinna gleymdu stétta. Og Trump talar inn í það tómarúm með loforðum um atvinnuskapandi aðgerðir og endurbætur á fúnum innviðum samfélagsins. Nú er að sjá hvort miljarðamæringurinn og bisnesskallinn Trump snúi auðmagni aftur til hinna gleymdu stétta. Eða hvort hann fellur í gryfju spillingarpólitíkurinnar. Verst væri ef hann leiðist út í fasíska vitleysu. Lærdómurinn sem við getum hins vegar dregið af þessum kosningaúrslitum er að hlusta, að hlusta á allar raddir án þess að dæma þær úr leik of snemma. Samtalið verður að hefjast þar, á hlustun.“Jón Gunnar BernburgÓhefluð framkoma og einföld skilaboðJón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla ÍslandsAð útskýra öflin að baki kosningasigurs Donalds Trumps er nú orðið að stóru viðfangsefni þjóðfélagsrýna. Fréttamiðlar um allan heim keppast við að setja fram skýringar og margar bækur verða vafalaust skrifaðar um efnið á næstu misserum. Enda viðfangsefnið bæði flókið og heillandi. Á einn eða annan hátt hljóta trúverðugar skýringarnar að byggja á því hvaðan fjöldafylgi Trumps kom. Fylgið var vissulega svæðisbundið eins og venjan er í Bandaríkjum; repúblikaninn Trump fékk örugga kosningu í íhaldssömum fylkjum. En það sem breytti öllu var að hann sótti mikið af nýju fylgi til verkafólks og lægri millistéttahópa á svæðum sem ekki hafa talist örugg vígi íhaldssmanna um hríð. Þá hafði Trump hljómgrunn meðal hvítra ómenntaðra karlmanna – reyndar var stuðningur ómenntaðra hvítra kvenna einnig verulegur. Jón Gunnar nefnir að Trump hafi gætt sig á því að tala til þeirra sem hafa beðið lægri hlut í samfélaginu á þeirra eigin tungumáli. „Í stuttu máli hafði Trump mikinn hljómgrunn meðal þeirra þjóðfélagshópa sem beðið hafa lægri hlut í efnahagslegu og félagslegu tilliti undanfarna áratugi. Kosningaþátttaka þessara þjóðfélagshópa er venjulega lítil en skilaboð hans um að „hrista upp í kerfinu“ virkjuðu marga til að mæta í kjörklefann. Með óheflaðri framkomu og einföldum skilaboðum tókst Trump að höfða til þessara hópa; hann talaði um ótta þeirra og brostnar væntingar á þeirra eigin tungumáli, með skírskotunum í íhaldssöm gildi þeirra og þörf fyrir félagslega samstöðu. Skilaboð Trumps voru að mörgu leyti áþekk skilaboðum þjóðernissinnaðra stjórnmálaafla sem vaxið hefur ásmegin í Evrópu: höfnun á alþjóðavæðingu efnahagslífs og þjóðfélags.“ En af hverju studdu lágstéttirnar billjónamæringinn Donald Trump? spyr Jón Gunnar sig. „Fjölmiðlar höfðu augljóslega mikil áhrif en stóra samhengið má ekki gleymast. Undanfarna þrjá áratugi hefur efnahagslegur ójöfnuður aukist samfara alþjóðavæðingu fjármála- og efnahagslífsins; lægri stéttirnar hafa setið eftir á meðan efri stéttir og forréttindahópar hafa bætt kjör sín mjög mikið. Þeirrar þróunar hefur gætt í mörgum öðrum löndum. Enn fremur jók fjármálakreppan vantrú almennings á stjórnmálakerfinu; líkt og í mörgum öðrum löndum virðist orðræðan um að hinir auðugu hafi náð tökum á ríkisvaldinu hafa fengið byr undir báða vængi. Líkt og í mörgum Evrópulöndum hafa gamalgrónir stjórnmálaflokkar ekki brugðist nægilega skýrt við vantrausti almennings með breyttum áherslum eða stefnumálum; þannig hefur skapast eftirspurn eftir óhefðbundnum stjórnmálaöflum á borð við Donald Trump. Með réttu eða röngu hafa þeir sem beðið hafa lægri hlut í alþjóðavæðingunni séð tækifæri til þess að breyta kerfinu með því að kjósa þann frambjóðanda sem boðar róttækar breytingar. Sé tekið mið af þeirri orðræðu sem einkenndi kosningabaráttu Trumps er aftur á móti erfitt að sjá hvernig þær breytingar muni gera lítið annað en að veikja lýðræðið enn frekar þar vestra.“Kött Grá Pjé.Einföld sjónvarpsfígúraAtli Sigþórsson/Kött Grá Pjé, skáldVið erum öll hrædd. Við erum hrædd við heiminn og dauðann í honum. Þessi ótti brýst út á mismunandi vegu. Auðvitað hafa asnar svo lært að höfða til óttans og fær sér hann í nyt. Dýrkun sjálfsins - eins og dýrkun guða og máttarvalda, trú á hugmyndir, hluti eða hvað sem vera kann - getur sjálfsagt slegið á ótta asna. Saga síðustu alda er leikur fárra að mörgum. Öll sagan svosem en tuttugasta öldin var sérlega skínandi dæmi um það. Við höfum fasista og nasista og vinstra alræði, trúarhreyfingar, auglýsingaiðnaðinn, matvælaiðnaðinn, vopnaiðnaðinn,leyniþjónustur, útgerðarmenn og allan fjandann. Ég er ekki að tala um leynifélög og samsæri, bara það að við höfum lært að hafa ótrúleg áhrif í gegnum hugmyndir og ógnanir. Og einfaldar lausnir. Í kosningunum í BNA núna var mjög höfðað til óánægju sem mikið til er skiljanleg - misskipting er yfirgengileg og fólk sér það hvert sem það lítur. Sér bankana sem aftur bólgna og þann ófögnuð allan. Ábyrgðarlaus ferlíki sem gleypa monnínga einsog svarthol ljós. Það verður ekki af nýfrjálshyggjunni skafið að hún hefur fokkað ærlega upp. Og Clinton varð holdtekja þess batterís. Kerfið sjálft í drapplitri dragt. Óánægja verður svo algert dúndur í bland við ótta. Báðar fylkingar beittu hræðsluáróðri á einn eða annan hátt. En Trump og hans hyski spiluðu betur á óttann, notuðu mörg margreyndustu og skítlegustu trixin - sem ítrekað hafa sannað sig. Á meðan Clinton talaði um reynsluleysi Trumps og vafasama viðskiptahætti greip sá síðarnefndi til andstyggilegrar framandgervingar alls fjárans. Múslima, innflytjenda, guðleysingja, lbgtqa-fólks, hörundsdökkra, sósíalista, kvenna (sem ekki falla nákvæmlega að ofureinfaldaðri ídeu viðkomandi karlskoffíns) o.s.frv. Beisiklí allra sem ekki eru hvítt fólk tiltekinnar aðstöðu og skoðana. Og djöfull sem hann er líka orðljótur. Tuttugasta öldin var ein samfelld kennslustund í þessu skítabrölti. Verum hrædd! Svo læst þursinn vera karl í krapinu og sá rétti til að berja á öllum hinum vondu og siðlausu, til að leiðrétta misskiptinguna og redda yfirleittöllu. Við erum svo ginkeypt fyrir þessari vitleysu að það er lyginni líkast. Og þó, kannski ekki svo skrítið. Hún dreifir huganum frá stöðugum dauðabeygnum sem alltaf er til staðar og, trúi ég, knýr yfirleitt allan ótta. Heimurinn er flókinn og það er flókið að vera til. Trump er einföld sjónvarpsfígúra -ógeðsleg og hatursfull vissulega, en samt fígúra - og Bandaríkin eru dægurmenningarsamfélag. Við erum svo meingölluð, kerfið svo meingallað og pópúlistar eru manna bestir í að notfæra sér helvítis gallana. Ferlega glatað allt saman. Að við bara værum nú betri í að virkja óttann til ástar hvert á öðru.Áfram TrumpHermann Stefánsson, rithöfundurÉg fagna kjöri Trumps. Hlýnun jarðar er langdregin og þreytandi aðferð við að tortíma veröldinni, loksins er kominn fram maður sem vill bara drífa þetta helvíti af með kjarnorkusprengjum. Og þótt hann geri það ekki er stefna hans í loftslagsmálum í það minnsta almennileg helstefna og ætti að stytta þetta langdregna kvalræði. Kjör Trump merkir það sama og Brexit. Hvað kemur viðskiptamall fjármálalífsins almenningi við? Hver er stefna Evrópusambandsins í loftslagsmálum? Loðmullulegt hálfkák sem sambandið meinar ekkert með, enda gerir það tollasamninga svo flytja megi matvæli sem lengst með flugvélum. Ekki að almenningur hafi áhyggjur af loftslagsmálum en hann er leiður á hálfvelgju, leiður á hræsni stjórnmálanna, leiður á hjali sem dylur þversagnir sínar með helgislepju, drullumallar í tungumálinu í stað þess að orða veruleikann. Menntamenn orna sér nú við frasa um hvað almenningur sé heimskur að kjósa ekki það sama og þeir. Þannig klofning má sjá á öllum sviðum. Menntastéttirnar eiga enga samleið með almenningi, sem er ekki svo skyni skroppinn að sjá það ekki, og forherðist, ótrúlegt nokk, við hverja vandlætingargusu. Fjármálakerfið er lokaður heimur sem kemur fólkinu ekkert við. Hinir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátækari svo bilið er orðið ævintýralegt — gjáin í hugmyndaheiminum er engu minni. Demókratísku öflin hafa misst tengslin við veruleikann en tengst fjármálaöflunum. Í huga þeirra er „alþýða“ bara óhlutbundin innistæða í tékkahefti stjórnmálafrasanna, ekki raunverulegt fólk sem býr við raunverulegar aðstæður. Þegar svo er komið þýðir ekkert fyrir neinn að upphefja sig á kostnað almennings. Hin blákalda staðreynd er sú að bandarískur almenningur vissi nákvæmlega hvernig Trump er en kaus hann bara samt. Fyrst heilagt hjónaband fjármagnsafla og stjórnmála var það eina sem var í boði var eins gott að hjónaleysin kæmu fram í einum og sama manninum, eins gott að fá almennilegt glapræði. Trump kemur beint úr raunveruleikasjónvarpi. Hann er performer, hann er uppákoma, sýning, innihaldslaust skemmtiatriði. Hann er óviðeigandi stormur úr tebolla bandarískra stjórnmála. Hann gengur fram með ósvífni og yfirgengilegu bulli, í andstöðu við sífrandi pólitískan rétttrúnað. Sjálfumgleði hans og hroki eru án dularklæða. Allt sem sagt er gegn honum verður honum að meðbyr. Hann lýgur blákalt, ekki með undirferli, dregur ekki dul á hatur sitt og heift, múslimafóbíu, kvenhatur, rasisma — það er í sjálfu sér nóg fyrir einn kjósanda að vilja fá að vera pínulítið ánægður með menningarlega arfleifð sína án þess að vera sakaður um svívirðu. Fólk kaus óðagot og uppnám í stað seigfljótandi siglingar að feigðarósi. Þetta á að vera meinholl áminning. Heimurinn er á eins kolrangri siglingu og hugsast getur. Það ber að fagna hverju skeri sem steytt er harkalega á. Lái mér galskapinn hver sem vill. Ég er lafhræddur, hjarta mitt skelfur í myrkrinu. Áfram Trump!Mennskan tapaðiStyrmir Sigurðsson, leikstjóri og tónlistarmaðurÞó Donald Trump taki ekki við embætti fyrr en í janúar þá er svo mikill skaði skeður nú þegar. Þó hugsanlega reynist hann ekki eins hræðilegur í embætti og hann hefur verið í kosningabaráttunni þá breytir það ekki öllu. Fylgismenn hans eru nú þegar innblásnir af hatri. Þó ekki nema litlum hluta þeirra finnist þeir hafa leyfi til að niðurlægja fólk af öðrum trúarbrögðum eða kynþáttum þá er það stóráfall fyrir samfélagið. Ég á fjölskyldu og marga vini í Bandaríkjunum. Flestir hatrammir andstæðingar Trumps en líka nokkrir sem kusu hann og ég er í alvörunni reiður þeim. Það er þessi gjá sem er að skapast milli fólks og á einhverjum allt öðrum forsendum en áður. Auðvitað unir maður þess að fólk hafi aðrar stjórnmálaskoðanir en hérna er um allt annað að ræða. Fólkið sem kaus hann hefur skipað sér í lið með hrottunum, það kvittar upp á kynferðislegt ofbeldi og mismunun sem maður vonaðast til að heyrði sögunni til. Í mínum huga er engin leið að samþykkja það. Mennskan tapaði í þessum kosningum.Jóhanna Methúsalemsdóttir.Hættuleg vegferðJóhanna Methúsalemsdóttir listamaður og Indía Salvör Menuez leikkonaÉg er sorgmædd og í sjokki. Ég er hrædd, ekki bara um mig sem konu, heldur fyrir hönd alls litaðs fólks, innflytjenda, transfólks og þeirra sem falla utan við normið. Þetta er svo hættuleg vegferð sem að við getum ekki liðið. Ég skammast mín svo vegna hatursummæla hans og skilaboða sem hann sendir heiminum,“ segir Indía Salvör. Móðir hennar Jóhanna tekur undir. „Ég er sorgmædd sem kona og móðir tveggja stúlkna. Við erum að fara aftur í tímann.“ Þær fóru til mótmæla í New York daginn eftir úrslitinn. „Við fórum fjölskyldan í Columbus Circle til að mótmæla. Hillary var ekki breytingin sem fólkið vildi og þar af leiðandi fékk hún ekki nógu mörg atkvæði. Hann sjálfur er síðan atkvæðalægsti forseti í langan tíma. Fólk er orðið svo þreytt á þessu kjaftæði í pólitík og er tilbúið í alvöru breytingar. Bernie var alltaf minn maður,“ segir Jóhanna.
Brexit Donald Trump Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira