Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hafliði Helgason skrifar 14. nóvember 2016 13:30 Þórhallur Arason, stjórnaformaður Lindarhvols og skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Engin svör fást frá Lindarhvoli um gagnrýni á söluferli Lindarhvols á eignum ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Á heimasíðu Lindarhvols birtist á föstudag tilkynning um að sölu væri lokið og félagið selt BLM fjárfestingum. BLM er í eigu vogunarsjóðsins Burlington Loan Management. Veruleg óánægja er með framkvæmd sölunnar meðal umbjóðenda Kviku sem sendu tilboð í félagið. BLM höfðu áður reynt að kaupa hlutinn í Klakka á 428 milljónir króna í lok september. Félagið var auglýst til sölu og 14. október sendi Kvika tilboð fyrir hönd viðskiptavina sem hljóðaði upp á 501 milljón króna. BLM reyndist svo eiga tilboð upp á 505 milljónir króna í hlutinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur meðal annarra bjóðenda á að trúnaðargögnum hafi verið lekið. Í útboðsreglum ríkisins er gert ráð fyrir að tilboð séu opnuð í viðurvist bjóðenda, en í tilviki sölunnar nú voru tilboð send í tölvupósti og því virðist ferlið ekki hafa tryggt jafnræði bjóðenda. Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður og Íslög sjá um daglegan rekstur Lindarhvols. Ekki er hægt að sjá á heimasíðu Lindarhvols að sú þjónusta hafi verið boðin út. Steinar er stjórnarmaður í Klakka, en forstjóri félagsins er Magnús Scheving Thorsteinsson en gagnrýnendur söluferlisins telja að hann hafi gert tilboðið fyrir hönd BLM sem er fyrir stærsti eigandi Klakka, þar sem hann er eini stjórnarmaður félagsins. Lindarhvoll ehf. er með samning við fjármálaráðuneytið um sölu ríkiseigna. Utanaðkomandi ráðgjafar hafa verið fengnir í önnur verkefni, en svo virðist ekki vera um sölu þessa hlutar. Á heimasíðu Lindarhvols er gefið upp símanúmer til að hringja í á skrifstofutíma. Ekki virðist svarað í þann síma. Þá hefur Fréttablaðið komið skilaboðum á stjórnarformann Lindarhvols, Þórhall Arason, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, og Steinar Þór Guðgeirsson, en hvorugur hefur svarað skilaboðum. Sigurður Valtýsson er framkvæmdastjóri félags í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona sem Kvika gerði tilboð fyrir. Hann segir stjórnarhætti Lindarhvols fyrir neðan allar hellur. „Við teljum að þessi vinnubrögð séu brot á samningi Lindarhvols við fjármálaráðuneytið og ef ekkert verði að gert hljóti ábyrgðin á endanum að vera fjármálaráðherrans.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Engin svör fást frá Lindarhvoli um gagnrýni á söluferli Lindarhvols á eignum ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Á heimasíðu Lindarhvols birtist á föstudag tilkynning um að sölu væri lokið og félagið selt BLM fjárfestingum. BLM er í eigu vogunarsjóðsins Burlington Loan Management. Veruleg óánægja er með framkvæmd sölunnar meðal umbjóðenda Kviku sem sendu tilboð í félagið. BLM höfðu áður reynt að kaupa hlutinn í Klakka á 428 milljónir króna í lok september. Félagið var auglýst til sölu og 14. október sendi Kvika tilboð fyrir hönd viðskiptavina sem hljóðaði upp á 501 milljón króna. BLM reyndist svo eiga tilboð upp á 505 milljónir króna í hlutinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur meðal annarra bjóðenda á að trúnaðargögnum hafi verið lekið. Í útboðsreglum ríkisins er gert ráð fyrir að tilboð séu opnuð í viðurvist bjóðenda, en í tilviki sölunnar nú voru tilboð send í tölvupósti og því virðist ferlið ekki hafa tryggt jafnræði bjóðenda. Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður og Íslög sjá um daglegan rekstur Lindarhvols. Ekki er hægt að sjá á heimasíðu Lindarhvols að sú þjónusta hafi verið boðin út. Steinar er stjórnarmaður í Klakka, en forstjóri félagsins er Magnús Scheving Thorsteinsson en gagnrýnendur söluferlisins telja að hann hafi gert tilboðið fyrir hönd BLM sem er fyrir stærsti eigandi Klakka, þar sem hann er eini stjórnarmaður félagsins. Lindarhvoll ehf. er með samning við fjármálaráðuneytið um sölu ríkiseigna. Utanaðkomandi ráðgjafar hafa verið fengnir í önnur verkefni, en svo virðist ekki vera um sölu þessa hlutar. Á heimasíðu Lindarhvols er gefið upp símanúmer til að hringja í á skrifstofutíma. Ekki virðist svarað í þann síma. Þá hefur Fréttablaðið komið skilaboðum á stjórnarformann Lindarhvols, Þórhall Arason, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, og Steinar Þór Guðgeirsson, en hvorugur hefur svarað skilaboðum. Sigurður Valtýsson er framkvæmdastjóri félags í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona sem Kvika gerði tilboð fyrir. Hann segir stjórnarhætti Lindarhvols fyrir neðan allar hellur. „Við teljum að þessi vinnubrögð séu brot á samningi Lindarhvols við fjármálaráðuneytið og ef ekkert verði að gert hljóti ábyrgðin á endanum að vera fjármálaráðherrans.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira