Mikil tækifæri falin í vélvæðingu starfa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Kínverski varaforsetinn Zhang Gaoli virðir fyrir sér vélmenni fyrirtækisins SIASUN Robot and Automation, ætlað vélvæðingu í framleiðslustörfum. Vélvæðing starfa er þó ekki einangruð við framleiðslustörf enda getur gervigreind á borð við sjálfkeyrandi bíla einnig breytt fjölmörgum störfum. nordicphotos/afp Á næstu árum og áratugum er útlit fyrir að mikill fjöldi starfa muni breytast allverulega sökum aukinnar vélvæðingar. Nú þegar má sjá sjálfkeyrandi bíla og notkun véla við framleiðslu hefur vaxið jafnt og þétt. Mögulegt er að heilu starfsgreinarnar leggist niður á meðan aðrar breytist minna. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík og tölvunarfræðingur, segir að þróunin á Íslandi verði í takt við það sem muni gerast annars staðar í heiminum. Störf muni breytast heilmikið með tilkomu nýrrar tækni. „Það sem er í raun og veru að gerast er það sem margir kalla fjórðu iðnbyltinguna. Þá mun tækni sem byggist á gervigreind, sjálfvirkni, tengingu og tölvustýringu breyta heilmiklu í kringum okkur,“ segir Ari. Hann segir að við breytinguna muni sum störf hverfa, þá sérstaklega störf sem grundvallast á endurtekningum. Hins vegar muni ný störf myndast í staðinn. „Það verða sérstaklega tækifæri fyrir nýjar leiðir í framleiðslu, skapandi greinum og þjónustu, til að mynda heilbrigðisþjónustu.“ Ari segir að breytingarnar muni gagnast Íslendingum mjög vel og verði alls ekki dómsdagsbreytingar. Þvert á móti liggi mikil tækifæri í vélvæðingu starfa.Ari Kristinn Jónsson, rektor HR.Sveigjanleiki nauðsynlegur „Til þess að Ísland geti nýtt sér þessi tækifæri þurfum við að vera mjög vel undirbúin,“ segir Ari. Hann segir menntun þurfa að vera góða og að færni í samfélaginu þurfi að vera mikil til þess að nýta tæknina til fullnustu. Þar skipti sköpum að háskólar séu vel í stakk búnir, bæði að því er varðar fjármögnun og sveigjanleika þeirra. Svo þurfi rétta viðhorfið. „Viðhorfið á ekki að vera að læsa úti breytingarnar heldur að taka frumkvæði, vera sveigjanleg og nýta okkur þær til að gera Ísland að betri stað á grunni þeirrar sérstöðu og þeirra gæða sem við höfum.“ Einn mögulegur þáttur umrædds sveigjanleika er borgaralaun. Tæknifrömuðurinn Elon Musk, eigandi Tesla, SpaceX og fleiri fyrirtækja í tæknigeiranum, velti þessari hugmynd fyrir sér á dögunum í viðtali við CNBC. „Það eru frekar góðar líkur á að samfélagið taki upp borgaralaun eða eitthvað í þá áttina vegna vélvæðingar starfa. Ég er ekki viss um hvað annað væri hægt í stöðunni,“ sagði Musk. Nauðsynlegt sé að sjá um þá verkamenn sem missa störf sín í hendur vélmenna og gervigreindar. „Fólk mun þá hafa meiri tíma til þess að einbeita sér að áhugaverðari málum.“ Ari ætlar ekki að segja til um hvort borgaralaun séu rétta leiðin en segir samfélagið þó þurfa að vera undirbúið fyrir breytingarnar. „Það er mikilvægt að hafa í huga að við þurfum að vera sveigjanleg í því hvernig við nálgumst hlutina og vera opin fyrir nýjum leiðum,“ segir Ari. Hann segir að þó ekki sé ástæða til þess að ætla að störfum fækki heilt yfir breytist þau. Það krefjist sveigjanleika. „Störf geta horfið og svo líður ákveðinn tími áður en ný störf eru orðin til. Fólk getur líka þurft á endurþjálfun og endurmenntun að halda til að takast á við ný störf,“ segir Ari.Elon Musk, tæknifrömuður.nordicphotos/gettyEkki einangrað við verksmiðjur „Ég held að öll störf muni breytast mjög mikið. Breytingarnar eru ekki einangraðar við verksmiðjustörf,“ segir Ari. Sem dæmi um störf sem vélar geti tekið yfir nefnir hann sjálfkeyrandi bíla. „Það að koma tæki á milli staða krefst í sjálfu sér ekki innsæis mannsins.“ Hins vegar áætlar hann að í mörgum starfsgreinum muni störf ekki hverfa heldur breytast. „Menn fari að vinna með vélunum og leysa úr þegar eitthvað kemur upp á. Svo eru alls konar störf sem krefjast samskipta og sköpunargáfu, vélarnar taka það aldrei af okkur.“ Ari segir enga ástæðu til að ætla að breytingarnar verði einangraðar við ákveðnar starfsstéttir. Menntafólk sé ekki undanskilið breytingunum. Þá segir hann að erfitt verði að spá um tímasetningar byltingarinnar. „Allt sem þarf til að gera þetta er að verða tilbúið. Það er á lokametrunum í þróun. Það sem þarf að gerast er hins vegar þessi umbreyting líkt og gerðist með snjallsíma. Tæknin sem þurfti til þess að framleiða snjallsíma var til en svo varð allt í einu þessi umbreyting þegar allir þurftu að skipta yfir. Hver sá tímapunktur verður er erfitt að segja til um,“ segir Ari.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Á næstu árum og áratugum er útlit fyrir að mikill fjöldi starfa muni breytast allverulega sökum aukinnar vélvæðingar. Nú þegar má sjá sjálfkeyrandi bíla og notkun véla við framleiðslu hefur vaxið jafnt og þétt. Mögulegt er að heilu starfsgreinarnar leggist niður á meðan aðrar breytist minna. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík og tölvunarfræðingur, segir að þróunin á Íslandi verði í takt við það sem muni gerast annars staðar í heiminum. Störf muni breytast heilmikið með tilkomu nýrrar tækni. „Það sem er í raun og veru að gerast er það sem margir kalla fjórðu iðnbyltinguna. Þá mun tækni sem byggist á gervigreind, sjálfvirkni, tengingu og tölvustýringu breyta heilmiklu í kringum okkur,“ segir Ari. Hann segir að við breytinguna muni sum störf hverfa, þá sérstaklega störf sem grundvallast á endurtekningum. Hins vegar muni ný störf myndast í staðinn. „Það verða sérstaklega tækifæri fyrir nýjar leiðir í framleiðslu, skapandi greinum og þjónustu, til að mynda heilbrigðisþjónustu.“ Ari segir að breytingarnar muni gagnast Íslendingum mjög vel og verði alls ekki dómsdagsbreytingar. Þvert á móti liggi mikil tækifæri í vélvæðingu starfa.Ari Kristinn Jónsson, rektor HR.Sveigjanleiki nauðsynlegur „Til þess að Ísland geti nýtt sér þessi tækifæri þurfum við að vera mjög vel undirbúin,“ segir Ari. Hann segir menntun þurfa að vera góða og að færni í samfélaginu þurfi að vera mikil til þess að nýta tæknina til fullnustu. Þar skipti sköpum að háskólar séu vel í stakk búnir, bæði að því er varðar fjármögnun og sveigjanleika þeirra. Svo þurfi rétta viðhorfið. „Viðhorfið á ekki að vera að læsa úti breytingarnar heldur að taka frumkvæði, vera sveigjanleg og nýta okkur þær til að gera Ísland að betri stað á grunni þeirrar sérstöðu og þeirra gæða sem við höfum.“ Einn mögulegur þáttur umrædds sveigjanleika er borgaralaun. Tæknifrömuðurinn Elon Musk, eigandi Tesla, SpaceX og fleiri fyrirtækja í tæknigeiranum, velti þessari hugmynd fyrir sér á dögunum í viðtali við CNBC. „Það eru frekar góðar líkur á að samfélagið taki upp borgaralaun eða eitthvað í þá áttina vegna vélvæðingar starfa. Ég er ekki viss um hvað annað væri hægt í stöðunni,“ sagði Musk. Nauðsynlegt sé að sjá um þá verkamenn sem missa störf sín í hendur vélmenna og gervigreindar. „Fólk mun þá hafa meiri tíma til þess að einbeita sér að áhugaverðari málum.“ Ari ætlar ekki að segja til um hvort borgaralaun séu rétta leiðin en segir samfélagið þó þurfa að vera undirbúið fyrir breytingarnar. „Það er mikilvægt að hafa í huga að við þurfum að vera sveigjanleg í því hvernig við nálgumst hlutina og vera opin fyrir nýjum leiðum,“ segir Ari. Hann segir að þó ekki sé ástæða til þess að ætla að störfum fækki heilt yfir breytist þau. Það krefjist sveigjanleika. „Störf geta horfið og svo líður ákveðinn tími áður en ný störf eru orðin til. Fólk getur líka þurft á endurþjálfun og endurmenntun að halda til að takast á við ný störf,“ segir Ari.Elon Musk, tæknifrömuður.nordicphotos/gettyEkki einangrað við verksmiðjur „Ég held að öll störf muni breytast mjög mikið. Breytingarnar eru ekki einangraðar við verksmiðjustörf,“ segir Ari. Sem dæmi um störf sem vélar geti tekið yfir nefnir hann sjálfkeyrandi bíla. „Það að koma tæki á milli staða krefst í sjálfu sér ekki innsæis mannsins.“ Hins vegar áætlar hann að í mörgum starfsgreinum muni störf ekki hverfa heldur breytast. „Menn fari að vinna með vélunum og leysa úr þegar eitthvað kemur upp á. Svo eru alls konar störf sem krefjast samskipta og sköpunargáfu, vélarnar taka það aldrei af okkur.“ Ari segir enga ástæðu til að ætla að breytingarnar verði einangraðar við ákveðnar starfsstéttir. Menntafólk sé ekki undanskilið breytingunum. Þá segir hann að erfitt verði að spá um tímasetningar byltingarinnar. „Allt sem þarf til að gera þetta er að verða tilbúið. Það er á lokametrunum í þróun. Það sem þarf að gerast er hins vegar þessi umbreyting líkt og gerðist með snjallsíma. Tæknin sem þurfti til þess að framleiða snjallsíma var til en svo varð allt í einu þessi umbreyting þegar allir þurftu að skipta yfir. Hver sá tímapunktur verður er erfitt að segja til um,“ segir Ari.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira