Demókratar skoða samstarf við nýjan Bandaríkjaforseta Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Hillary Clinton segist helst hafa viljað hnipra sig saman með góða bók og aldrei þurfa að fara út úr húsi aftur. Nordicphotos/AFP Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings eru að skoða möguleikana á því að starfa með Donald Trump, nýkjörnum forseta, frekar en að fara í hart gegn honum í hverju einasta máli. Bandaríska dagblaðið The New York Times skýrir frá þessu og segir þessa aðferðafræði þingmannanna koma á óvart. Hugmyndin er sú að Demókratar leggi á komandi kjörtímabili áherslu á ýmis þau mál sem Trump hefur sjálfur sagt mikilvæg en stangast verulega á við stefnu Repúblikanaflokksins. Strax á næstu vikum muni þeir kynna áherslumál sem þeir telja að muni falla Trump í geð og eigi jafnframt að höfða til hinna hvítu kjósenda úr verkamannastétt sem Trump sótti mikilvægasta fylgi sitt til. Þar verði ekki síst efnahagsmálin höfð í forgangi. Demókrataflokkurinn er í miklu uppnámi vegna úrslitanna í forseta- og þingkosningunum í síðustu viku, þar sem Repúblikanar fengu meirihluta í báðum deildum þingsins ásamt því að Trump vann sigur í forsetakosningunum. „Það er viðurkennt að það væri mikil skammsýni að kenna bréfi frá FBI um þetta tap eða hvaða ríki Hillary heimsótti,“ hefur The New York Times eftir Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmanni Demókrataflokksins frá Minnesota. Flokkurinn þarf nú að ákveða hvaða afstöðu eigi að taka gagnvart Trump í stjórnarandstöðunni, og þar vilja margir fara í hart gegn Trump í hverju málinu á fætur öðru. Þessi hópur Demókrata, sem The New York Times vitnar til, vill hins vegar fara allt aðra leið. Með því að vinna náið með Trump sé hugsanlega mögulegt að reka fleyg á milli hans og Repúblikanaflokksins. Hillary Clinton tjáði sig á miðvikudag í fyrsta sinn opinberlega frá því hún viðurkenndi tap sitt í forsetakosningunum. Hún sagði sér hafa liðið hræðilega eftir að úrslitin lágu fyrir. Hún hafi helst viljað „hnipra sig saman með góða bók og aldrei þurfa að fara út út húsi framar“. Þetta sagði hún á góðgerðarsamkomu fyrir börn, en hvatti fólk jafnframt til að gefast ekki upp og halda áfram að berjast. „Ég veit að mörg ykkar eru óskaplega vonsvikin vegna kosningaúrslitanna. Ég er það líka, meira en ég fæ með orðum lýst,“ sagði hún. „Ég veit að undanfarna viku hafa margir spurt sjálfa sig hvort Bandaríkin séu enn það land sem við héldum að þau væru.“ Hins vegar eigi fólk ekki að missa trúna á Bandaríkin: „Bandaríkin eiga það skilið. Börnin okkar eiga það skilið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings eru að skoða möguleikana á því að starfa með Donald Trump, nýkjörnum forseta, frekar en að fara í hart gegn honum í hverju einasta máli. Bandaríska dagblaðið The New York Times skýrir frá þessu og segir þessa aðferðafræði þingmannanna koma á óvart. Hugmyndin er sú að Demókratar leggi á komandi kjörtímabili áherslu á ýmis þau mál sem Trump hefur sjálfur sagt mikilvæg en stangast verulega á við stefnu Repúblikanaflokksins. Strax á næstu vikum muni þeir kynna áherslumál sem þeir telja að muni falla Trump í geð og eigi jafnframt að höfða til hinna hvítu kjósenda úr verkamannastétt sem Trump sótti mikilvægasta fylgi sitt til. Þar verði ekki síst efnahagsmálin höfð í forgangi. Demókrataflokkurinn er í miklu uppnámi vegna úrslitanna í forseta- og þingkosningunum í síðustu viku, þar sem Repúblikanar fengu meirihluta í báðum deildum þingsins ásamt því að Trump vann sigur í forsetakosningunum. „Það er viðurkennt að það væri mikil skammsýni að kenna bréfi frá FBI um þetta tap eða hvaða ríki Hillary heimsótti,“ hefur The New York Times eftir Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmanni Demókrataflokksins frá Minnesota. Flokkurinn þarf nú að ákveða hvaða afstöðu eigi að taka gagnvart Trump í stjórnarandstöðunni, og þar vilja margir fara í hart gegn Trump í hverju málinu á fætur öðru. Þessi hópur Demókrata, sem The New York Times vitnar til, vill hins vegar fara allt aðra leið. Með því að vinna náið með Trump sé hugsanlega mögulegt að reka fleyg á milli hans og Repúblikanaflokksins. Hillary Clinton tjáði sig á miðvikudag í fyrsta sinn opinberlega frá því hún viðurkenndi tap sitt í forsetakosningunum. Hún sagði sér hafa liðið hræðilega eftir að úrslitin lágu fyrir. Hún hafi helst viljað „hnipra sig saman með góða bók og aldrei þurfa að fara út út húsi framar“. Þetta sagði hún á góðgerðarsamkomu fyrir börn, en hvatti fólk jafnframt til að gefast ekki upp og halda áfram að berjast. „Ég veit að mörg ykkar eru óskaplega vonsvikin vegna kosningaúrslitanna. Ég er það líka, meira en ég fæ með orðum lýst,“ sagði hún. „Ég veit að undanfarna viku hafa margir spurt sjálfa sig hvort Bandaríkin séu enn það land sem við héldum að þau væru.“ Hins vegar eigi fólk ekki að missa trúna á Bandaríkin: „Bandaríkin eiga það skilið. Börnin okkar eiga það skilið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira