Demókratar skoða samstarf við nýjan Bandaríkjaforseta Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Hillary Clinton segist helst hafa viljað hnipra sig saman með góða bók og aldrei þurfa að fara út úr húsi aftur. Nordicphotos/AFP Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings eru að skoða möguleikana á því að starfa með Donald Trump, nýkjörnum forseta, frekar en að fara í hart gegn honum í hverju einasta máli. Bandaríska dagblaðið The New York Times skýrir frá þessu og segir þessa aðferðafræði þingmannanna koma á óvart. Hugmyndin er sú að Demókratar leggi á komandi kjörtímabili áherslu á ýmis þau mál sem Trump hefur sjálfur sagt mikilvæg en stangast verulega á við stefnu Repúblikanaflokksins. Strax á næstu vikum muni þeir kynna áherslumál sem þeir telja að muni falla Trump í geð og eigi jafnframt að höfða til hinna hvítu kjósenda úr verkamannastétt sem Trump sótti mikilvægasta fylgi sitt til. Þar verði ekki síst efnahagsmálin höfð í forgangi. Demókrataflokkurinn er í miklu uppnámi vegna úrslitanna í forseta- og þingkosningunum í síðustu viku, þar sem Repúblikanar fengu meirihluta í báðum deildum þingsins ásamt því að Trump vann sigur í forsetakosningunum. „Það er viðurkennt að það væri mikil skammsýni að kenna bréfi frá FBI um þetta tap eða hvaða ríki Hillary heimsótti,“ hefur The New York Times eftir Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmanni Demókrataflokksins frá Minnesota. Flokkurinn þarf nú að ákveða hvaða afstöðu eigi að taka gagnvart Trump í stjórnarandstöðunni, og þar vilja margir fara í hart gegn Trump í hverju málinu á fætur öðru. Þessi hópur Demókrata, sem The New York Times vitnar til, vill hins vegar fara allt aðra leið. Með því að vinna náið með Trump sé hugsanlega mögulegt að reka fleyg á milli hans og Repúblikanaflokksins. Hillary Clinton tjáði sig á miðvikudag í fyrsta sinn opinberlega frá því hún viðurkenndi tap sitt í forsetakosningunum. Hún sagði sér hafa liðið hræðilega eftir að úrslitin lágu fyrir. Hún hafi helst viljað „hnipra sig saman með góða bók og aldrei þurfa að fara út út húsi framar“. Þetta sagði hún á góðgerðarsamkomu fyrir börn, en hvatti fólk jafnframt til að gefast ekki upp og halda áfram að berjast. „Ég veit að mörg ykkar eru óskaplega vonsvikin vegna kosningaúrslitanna. Ég er það líka, meira en ég fæ með orðum lýst,“ sagði hún. „Ég veit að undanfarna viku hafa margir spurt sjálfa sig hvort Bandaríkin séu enn það land sem við héldum að þau væru.“ Hins vegar eigi fólk ekki að missa trúna á Bandaríkin: „Bandaríkin eiga það skilið. Börnin okkar eiga það skilið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings eru að skoða möguleikana á því að starfa með Donald Trump, nýkjörnum forseta, frekar en að fara í hart gegn honum í hverju einasta máli. Bandaríska dagblaðið The New York Times skýrir frá þessu og segir þessa aðferðafræði þingmannanna koma á óvart. Hugmyndin er sú að Demókratar leggi á komandi kjörtímabili áherslu á ýmis þau mál sem Trump hefur sjálfur sagt mikilvæg en stangast verulega á við stefnu Repúblikanaflokksins. Strax á næstu vikum muni þeir kynna áherslumál sem þeir telja að muni falla Trump í geð og eigi jafnframt að höfða til hinna hvítu kjósenda úr verkamannastétt sem Trump sótti mikilvægasta fylgi sitt til. Þar verði ekki síst efnahagsmálin höfð í forgangi. Demókrataflokkurinn er í miklu uppnámi vegna úrslitanna í forseta- og þingkosningunum í síðustu viku, þar sem Repúblikanar fengu meirihluta í báðum deildum þingsins ásamt því að Trump vann sigur í forsetakosningunum. „Það er viðurkennt að það væri mikil skammsýni að kenna bréfi frá FBI um þetta tap eða hvaða ríki Hillary heimsótti,“ hefur The New York Times eftir Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmanni Demókrataflokksins frá Minnesota. Flokkurinn þarf nú að ákveða hvaða afstöðu eigi að taka gagnvart Trump í stjórnarandstöðunni, og þar vilja margir fara í hart gegn Trump í hverju málinu á fætur öðru. Þessi hópur Demókrata, sem The New York Times vitnar til, vill hins vegar fara allt aðra leið. Með því að vinna náið með Trump sé hugsanlega mögulegt að reka fleyg á milli hans og Repúblikanaflokksins. Hillary Clinton tjáði sig á miðvikudag í fyrsta sinn opinberlega frá því hún viðurkenndi tap sitt í forsetakosningunum. Hún sagði sér hafa liðið hræðilega eftir að úrslitin lágu fyrir. Hún hafi helst viljað „hnipra sig saman með góða bók og aldrei þurfa að fara út út húsi framar“. Þetta sagði hún á góðgerðarsamkomu fyrir börn, en hvatti fólk jafnframt til að gefast ekki upp og halda áfram að berjast. „Ég veit að mörg ykkar eru óskaplega vonsvikin vegna kosningaúrslitanna. Ég er það líka, meira en ég fæ með orðum lýst,“ sagði hún. „Ég veit að undanfarna viku hafa margir spurt sjálfa sig hvort Bandaríkin séu enn það land sem við héldum að þau væru.“ Hins vegar eigi fólk ekki að missa trúna á Bandaríkin: „Bandaríkin eiga það skilið. Börnin okkar eiga það skilið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira