Dagur um nýju bókina sína: Ekki hrein ævisaga en ekki íþróttabók heldur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2016 10:30 Dagur Sigurðsson. Vísir/Getty Þetta er stór dagur fyrir íslenska handboltaþjálfarann Dag Sigurðsson því nýja bókin hans kemur út í Þýskaland í dag. Árið 2016 hefur verið magnað hjá Degi sem gerði þýska handboltalandsliðið að Evrópumeisturum í janúar og vann síðan Ólympíubrons með liðinu í ágúst. Bókin hans Dags heitir „Feuer und Eis: Mit Leidenschaft zum Erfolg“ eða „Eldur og ís: Með ástríðu fyrir árangri.“ Dagur viðurkennir í viðtali við handball-world.com að titilinn sé skírskotun í hann sjálfan en Dagur nefnir Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, þegar hann er spurður út í titil bókarinnar. „Þetta kemur aðeins frá Íslandi en líka frá mér. Bob hefur stundum sagt það að ég sé stundum eins og ís og svo komi eldgos við og við. Þetta á því við mig því ég er oftast rólegur og yfirvegaður en get líka æst mig ef það þarf að leiðrétta eitthvað,“ segir Dagur en af hverju er hann að gefa út bók núna? „Þessa ákvörðun tók ég af því að það var mikill áhugi fyrir að heyra mína sögu. Ég var spenntur fyrir að skrifa svona bók. Þetta er ekki hreinræktuð ævisaga en þetta er ekki íþróttabók heldur. Þetta er einhverskonar blanda,“ sagði Dagur. Dagur segir að í bókinni megi finna góð ráð fyrir handboltaþjálfara og leikmenn líka. „Þetta er bók um mitt starf í handboltanum, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari. Ég er mjög tengdur íþróttinni og það er öll mín fjölskylda líka. Í bókinni tala ég líka um ástæðu þess að ég ákvað að verða handboltaþjálfari,“ sagði Dagur. Dagur hefur einnig náð góðum árangri í heimi viðskiptanna og hann kemur einnig inn á þann hluta lífs síns í bókinni. „Þjálfun og viðskipti eru lík að mörgu leyti eins og þegar kemur að því að búa til góðan liðsanda og byggja upp lið,“ sagði Dagur. Það er hægt að sjá og kaupa bókina hér. EM 2016 karla í handbolta EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Þetta er stór dagur fyrir íslenska handboltaþjálfarann Dag Sigurðsson því nýja bókin hans kemur út í Þýskaland í dag. Árið 2016 hefur verið magnað hjá Degi sem gerði þýska handboltalandsliðið að Evrópumeisturum í janúar og vann síðan Ólympíubrons með liðinu í ágúst. Bókin hans Dags heitir „Feuer und Eis: Mit Leidenschaft zum Erfolg“ eða „Eldur og ís: Með ástríðu fyrir árangri.“ Dagur viðurkennir í viðtali við handball-world.com að titilinn sé skírskotun í hann sjálfan en Dagur nefnir Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, þegar hann er spurður út í titil bókarinnar. „Þetta kemur aðeins frá Íslandi en líka frá mér. Bob hefur stundum sagt það að ég sé stundum eins og ís og svo komi eldgos við og við. Þetta á því við mig því ég er oftast rólegur og yfirvegaður en get líka æst mig ef það þarf að leiðrétta eitthvað,“ segir Dagur en af hverju er hann að gefa út bók núna? „Þessa ákvörðun tók ég af því að það var mikill áhugi fyrir að heyra mína sögu. Ég var spenntur fyrir að skrifa svona bók. Þetta er ekki hreinræktuð ævisaga en þetta er ekki íþróttabók heldur. Þetta er einhverskonar blanda,“ sagði Dagur. Dagur segir að í bókinni megi finna góð ráð fyrir handboltaþjálfara og leikmenn líka. „Þetta er bók um mitt starf í handboltanum, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari. Ég er mjög tengdur íþróttinni og það er öll mín fjölskylda líka. Í bókinni tala ég líka um ástæðu þess að ég ákvað að verða handboltaþjálfari,“ sagði Dagur. Dagur hefur einnig náð góðum árangri í heimi viðskiptanna og hann kemur einnig inn á þann hluta lífs síns í bókinni. „Þjálfun og viðskipti eru lík að mörgu leyti eins og þegar kemur að því að búa til góðan liðsanda og byggja upp lið,“ sagði Dagur. Það er hægt að sjá og kaupa bókina hér.
EM 2016 karla í handbolta EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira