Páll, María og Georg skipuð í óháða rannsóknarnefnd vegna plastbarkamálsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2016 11:15 Nefndin mun rannsaka hvort að aðkoma íslenska stofnanna og starfsmanna þeirra að hinu svokallaða plastbarkamáli hafi verið athugaverð. Vísir/Getty Háskóli Íslands og Landspítali hafa skipað nefnd óháðra utanaðkomandi sérfræðinga til að rannsaka aðkomu stofnananna og starfsmanna þeirra að Plastbarkamálinu svokallaða.Gerðar hafa verið tvær óháðar rannsóknir á starfsemi ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Þróaði hann barkaígræðslu sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Hann græddi plastbarka í átta sjúklinga en sex þeirra eru látnir í dag og fátt sem bendir til þess að aðgerðin hafi haft nokkur áhrif. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Andemariam lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að henni komu tvær íslenskir læknar, Tómas og Óskar Einarsson. Nefndarmenn eru þrír. Í tilkynningu frá HÍ og LSH segir að þeir starfa allir utan Háskóla Íslands og Landspítalans og hafi víðtæka reynslu og þekkingu af vísindastarfi á sviði læknisfræði, lögfræði og siðfræði, auk reynslu af störfum í sérstökum rannsóknarnefndum.Páll Hreinsson varformaður Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008Vísir/VilhelmDr. Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn. Páll var áður dómari við Hæstarétt Íslands, formaður stjórnar Persónuverndar og prófessor við HÍ. Hann hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum á vettvangi hins opinbera. Páll var formaður rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008.María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum við réttargeðdeildina í Dikemark í Noregi. Auk geðlæknisstarfa er María með B.A. gráðu í heimspeki. Hún hefur unnið með ýmis mál innan læknisfræðilegrar siðfræði og framkvæmt réttargeðmat í fjölmörgum málum.Georg Bjarnason, krabbameinslæknir og vísindamaður við Sunnybrook-stofnunina í Toronto í Kanada. Georg er alþjóðlega virtur vísindamaður á sínu sviði og hefur mikla reynslu af krabbameinslækningum og vísindarannsóknum þeim tengdum. Rannsóknarnefndinni er ætlað að veita rökstutt álit á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á LSH í tengslum við málið hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla. Einnig er hlutverk nefndarinnar að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í ritun og birtingu greinar um efnið í vísindatímaritinu Lancet og fyrir málþingi sem var haldið í HÍ sumarið 2012. Hlutverk nefndarinnar er að rýna niðurstöður sænskra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið, ræða við skýrsluhöfunda og skoða sérstaklega aðkomu íslenskra stofnana og/eða starfsmanna þeirra að málinu. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Óháð nefnd rannsakar aðkomu Íslendinga að plastbarkamálinu Sjálfstæð og óháð ytri nefnd mun rannsaka hvort að aðkoma íslenskra stofnanna og starfsmanna þeirra að hinu svokallaða plastbarkamáli hafi verið athugaverð. 8. september 2016 18:29 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Sjá meira
Háskóli Íslands og Landspítali hafa skipað nefnd óháðra utanaðkomandi sérfræðinga til að rannsaka aðkomu stofnananna og starfsmanna þeirra að Plastbarkamálinu svokallaða.Gerðar hafa verið tvær óháðar rannsóknir á starfsemi ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Þróaði hann barkaígræðslu sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Hann græddi plastbarka í átta sjúklinga en sex þeirra eru látnir í dag og fátt sem bendir til þess að aðgerðin hafi haft nokkur áhrif. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Andemariam lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að henni komu tvær íslenskir læknar, Tómas og Óskar Einarsson. Nefndarmenn eru þrír. Í tilkynningu frá HÍ og LSH segir að þeir starfa allir utan Háskóla Íslands og Landspítalans og hafi víðtæka reynslu og þekkingu af vísindastarfi á sviði læknisfræði, lögfræði og siðfræði, auk reynslu af störfum í sérstökum rannsóknarnefndum.Páll Hreinsson varformaður Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008Vísir/VilhelmDr. Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn. Páll var áður dómari við Hæstarétt Íslands, formaður stjórnar Persónuverndar og prófessor við HÍ. Hann hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum á vettvangi hins opinbera. Páll var formaður rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008.María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum við réttargeðdeildina í Dikemark í Noregi. Auk geðlæknisstarfa er María með B.A. gráðu í heimspeki. Hún hefur unnið með ýmis mál innan læknisfræðilegrar siðfræði og framkvæmt réttargeðmat í fjölmörgum málum.Georg Bjarnason, krabbameinslæknir og vísindamaður við Sunnybrook-stofnunina í Toronto í Kanada. Georg er alþjóðlega virtur vísindamaður á sínu sviði og hefur mikla reynslu af krabbameinslækningum og vísindarannsóknum þeim tengdum. Rannsóknarnefndinni er ætlað að veita rökstutt álit á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á LSH í tengslum við málið hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla. Einnig er hlutverk nefndarinnar að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í ritun og birtingu greinar um efnið í vísindatímaritinu Lancet og fyrir málþingi sem var haldið í HÍ sumarið 2012. Hlutverk nefndarinnar er að rýna niðurstöður sænskra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið, ræða við skýrsluhöfunda og skoða sérstaklega aðkomu íslenskra stofnana og/eða starfsmanna þeirra að málinu.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Óháð nefnd rannsakar aðkomu Íslendinga að plastbarkamálinu Sjálfstæð og óháð ytri nefnd mun rannsaka hvort að aðkoma íslenskra stofnanna og starfsmanna þeirra að hinu svokallaða plastbarkamáli hafi verið athugaverð. 8. september 2016 18:29 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Sjá meira
Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56
Óháð nefnd rannsakar aðkomu Íslendinga að plastbarkamálinu Sjálfstæð og óháð ytri nefnd mun rannsaka hvort að aðkoma íslenskra stofnanna og starfsmanna þeirra að hinu svokallaða plastbarkamáli hafi verið athugaverð. 8. september 2016 18:29
Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07