Viðsnúningur í rekstri Dagur B. Eggertsson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Reykjavík er borg í örum vexti. Metár eru framundan í byggingu íbúða, atvinnustig hefur sjaldan verið jafn hátt og atvinnulífið sækir fram á fjölbreyttum sviðum ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og skapandi greina. Undanfarin ár hafa einkennst af umtalsverðum launahækkunum hjá sveitarfélögum en tekjur hafa hækkað hægar. Fjármál borgarinnar hafa því verið í járnum. Með sameiginlegu átaki, aðhaldi og hagræðingu, samhliða ákveðnum tekjuvexti, hefur nú tekist að leggja fram fjárhagsáætlun með afgangi án þess að hækka skatta. Það svigrúm sem hefur orðið til vegna rekstrarbatans verður nýtt til að hefja nýja sókn í skólamálum, fjölga búsetuúrræðum og til að bæta velferðarþjónustu í takt við auknar þjónustukröfur. Þannig er forgangsraðað í þágu grunnþjónustu. Í fjárfestingu ætlar borgin að sækja fram með rúma 14 milljarða til áframhaldandi uppbyggingar í Úlfarsárdal þar sem grunnskóli, menningarmiðstöð, bókasafn, sundlaug og íþróttaaðstaða rís. Skólarnir eru áberandi í fjárfestingaáætluninni þar sem við gerum ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum við viðbyggingar við Klettaskóla og Vesturbæjarskóla auk aukins viðhalds og þess að taka skólalóðirnar í borginni í gegn fyrir um 300 milljónir. Samhliða þessu verður farið í átak í malbikun gatna til að vinna upp niðurskurð Sjálfstæðisflokksins eftir hrun. Uppbygging íbúða í Reykjavík verður sífellt áþreifanlegri og umtalsverðir fjármunir fara í að styðja við þá uppbyggingu og styðja við þá leigjendur sem standa verst með sérstökum húsnæðisstuðningi. Samanlagt eru framlög Reykjavíkurborgar til húsnæðismála 3,6 milljarðar á næsta ári en á næstu fimm árum um 21 milljarður, sem á sér ekki hliðstæðu í sögu borgarinnar. Viðsnúningur í rekstri Reykjavíkurborgar er ekki síst verk öflugs starfsfólks og stjórnenda sem ég vil færa bestu þakkir. Mikilvægt er að starfsemin njóti líka afrakstursins, því víða er kallað eftir auknum fjármunum. Með skipulögðum vinnubrögðum og aga hefur tekist að tryggja traustan rekstur og í honum felast sóknarfæri til vaxtar og uppbyggingar. Borgin mun á næstu árum halda áfram að fjárfesta í menntun, velferð, öflugum innviðum og umfangsmikilli húsnæðisuppbyggingu um leið og ljóst er að áfram þarf að halda vel á spöðunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er borg í örum vexti. Metár eru framundan í byggingu íbúða, atvinnustig hefur sjaldan verið jafn hátt og atvinnulífið sækir fram á fjölbreyttum sviðum ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og skapandi greina. Undanfarin ár hafa einkennst af umtalsverðum launahækkunum hjá sveitarfélögum en tekjur hafa hækkað hægar. Fjármál borgarinnar hafa því verið í járnum. Með sameiginlegu átaki, aðhaldi og hagræðingu, samhliða ákveðnum tekjuvexti, hefur nú tekist að leggja fram fjárhagsáætlun með afgangi án þess að hækka skatta. Það svigrúm sem hefur orðið til vegna rekstrarbatans verður nýtt til að hefja nýja sókn í skólamálum, fjölga búsetuúrræðum og til að bæta velferðarþjónustu í takt við auknar þjónustukröfur. Þannig er forgangsraðað í þágu grunnþjónustu. Í fjárfestingu ætlar borgin að sækja fram með rúma 14 milljarða til áframhaldandi uppbyggingar í Úlfarsárdal þar sem grunnskóli, menningarmiðstöð, bókasafn, sundlaug og íþróttaaðstaða rís. Skólarnir eru áberandi í fjárfestingaáætluninni þar sem við gerum ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum við viðbyggingar við Klettaskóla og Vesturbæjarskóla auk aukins viðhalds og þess að taka skólalóðirnar í borginni í gegn fyrir um 300 milljónir. Samhliða þessu verður farið í átak í malbikun gatna til að vinna upp niðurskurð Sjálfstæðisflokksins eftir hrun. Uppbygging íbúða í Reykjavík verður sífellt áþreifanlegri og umtalsverðir fjármunir fara í að styðja við þá uppbyggingu og styðja við þá leigjendur sem standa verst með sérstökum húsnæðisstuðningi. Samanlagt eru framlög Reykjavíkurborgar til húsnæðismála 3,6 milljarðar á næsta ári en á næstu fimm árum um 21 milljarður, sem á sér ekki hliðstæðu í sögu borgarinnar. Viðsnúningur í rekstri Reykjavíkurborgar er ekki síst verk öflugs starfsfólks og stjórnenda sem ég vil færa bestu þakkir. Mikilvægt er að starfsemin njóti líka afrakstursins, því víða er kallað eftir auknum fjármunum. Með skipulögðum vinnubrögðum og aga hefur tekist að tryggja traustan rekstur og í honum felast sóknarfæri til vaxtar og uppbyggingar. Borgin mun á næstu árum halda áfram að fjárfesta í menntun, velferð, öflugum innviðum og umfangsmikilli húsnæðisuppbyggingu um leið og ljóst er að áfram þarf að halda vel á spöðunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun