„Nei takk“ Guðna við launahækkun vekur heimsathygli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2016 22:38 „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á Bessastöðum á miðvikudag. Vísir/Eyþór Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nýtti tækifærið á fundi með blaðamönnum í tengslum við veitingu á stjórnarmyndunarumboði til formanns Sjálfstæðisflokksins og svaraði spurningum um ákvörðun Kjararáðs að hækka laun æðstu embættismanna. Ákvörðunin hefur varla farið framhjá nokkrum landsmanni sem fylgist með fréttum en til stendur að hækka þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent svo dæmi sé tekið.Laun forseta Íslands hækka einnig umtalsvert, eða um 20 prósent. Samkvæmt úrskurði kjararáðs verða mánaðarlaun forseta Íslands nú tæpar þrjár milljónir. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á Bessastöðum á miðvikudag. Svar hans vakti mikla athygli hér á landi og varð sömuleiðis tilefni frétta í einhverjum erlendum miðlum. Iceland Magazine, sem skrifar fréttir á ensku og er í samstarfi við Vísi, fjallaði meðal annars um svar Guðna, og nú fjórum dögum síðar komst fréttin í efsta sæti á Reddit.1400 ummæli Jón Kaldal, blaðamaður og ritstjóri Iceland Magazine, fylgdist með því hvernig áhugi notenda Reddit jókst á fréttinni í dag. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa á sjöunda þúsund manns ýtt fréttinni upp listann og tæplega 1400 manns hafa skilið eftir ummæli við fréttina. Þetta eru aðeins þeir notendur sem hafa brugðist við fréttinni en ómögulegt er að segja hve margir eru, vegna þess hve fréttinn rataði hátt á Reddit, nú upplýstir um ákvörðun forseta Íslands að hafna launahækkun. Um 234 milljón manns sækja Reddit heim í hverjum mánuði en notendur, sem miðast við ólíka vafra eða tól sem notendur nota, eru um 542 milljónir á mánuði. Síðan er í 26. sæti yfir síður í heiminum sem fá flestar heimsóknir.Bingó! Iceland Magazine a toppnum á forsíðu Reddit #takkGuðni pic.twitter.com/7nRDyAJYj0— Jón Kaldal (@jonkaldal) November 5, 2016 Ummæli úr öllum áttumÝmis skemmtileg ummæli eru að finna við fréttina af Guðna og má sjá dæmi hér að neðan í lauslegri þýðingu Vísis. „Donald Trump hefur fullyrt að hann mun ekki einu sinni þiggja laun verði hann forseti Bandaríkjanna.“ „Flott hjá honum. Ég held að þetta sé gæi sem Ísland hefur þurft á að halda í töluverðan tíma eftir framkomu bankamanna. Nú geta þeir í það minnsta verið stoltir af sínum æðsta manni.“ „Þú getur keypt kippu af bjór fyrir þessa upphæð á Íslandi.“ „Ég er í lögfræði með syni Guðna. Hann er flottur strákur. Ég þekki ekki Guðna en hann er örugglega fínasti náungi.“ „Borgarstjórinn í Tampa er með um 150 þúsund dollara (16 milljónir króna) í árslaun sem er um helmingur af því sem forseti Íslands fær fyrir sína vinnu sem er aðallega að vera skraut. Flott hjá honum að hafna þessu en það er ekki eins og hann sé að deyja úr hungri.“ Donald Trump Kjararáð Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nýtti tækifærið á fundi með blaðamönnum í tengslum við veitingu á stjórnarmyndunarumboði til formanns Sjálfstæðisflokksins og svaraði spurningum um ákvörðun Kjararáðs að hækka laun æðstu embættismanna. Ákvörðunin hefur varla farið framhjá nokkrum landsmanni sem fylgist með fréttum en til stendur að hækka þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent svo dæmi sé tekið.Laun forseta Íslands hækka einnig umtalsvert, eða um 20 prósent. Samkvæmt úrskurði kjararáðs verða mánaðarlaun forseta Íslands nú tæpar þrjár milljónir. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á Bessastöðum á miðvikudag. Svar hans vakti mikla athygli hér á landi og varð sömuleiðis tilefni frétta í einhverjum erlendum miðlum. Iceland Magazine, sem skrifar fréttir á ensku og er í samstarfi við Vísi, fjallaði meðal annars um svar Guðna, og nú fjórum dögum síðar komst fréttin í efsta sæti á Reddit.1400 ummæli Jón Kaldal, blaðamaður og ritstjóri Iceland Magazine, fylgdist með því hvernig áhugi notenda Reddit jókst á fréttinni í dag. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa á sjöunda þúsund manns ýtt fréttinni upp listann og tæplega 1400 manns hafa skilið eftir ummæli við fréttina. Þetta eru aðeins þeir notendur sem hafa brugðist við fréttinni en ómögulegt er að segja hve margir eru, vegna þess hve fréttinn rataði hátt á Reddit, nú upplýstir um ákvörðun forseta Íslands að hafna launahækkun. Um 234 milljón manns sækja Reddit heim í hverjum mánuði en notendur, sem miðast við ólíka vafra eða tól sem notendur nota, eru um 542 milljónir á mánuði. Síðan er í 26. sæti yfir síður í heiminum sem fá flestar heimsóknir.Bingó! Iceland Magazine a toppnum á forsíðu Reddit #takkGuðni pic.twitter.com/7nRDyAJYj0— Jón Kaldal (@jonkaldal) November 5, 2016 Ummæli úr öllum áttumÝmis skemmtileg ummæli eru að finna við fréttina af Guðna og má sjá dæmi hér að neðan í lauslegri þýðingu Vísis. „Donald Trump hefur fullyrt að hann mun ekki einu sinni þiggja laun verði hann forseti Bandaríkjanna.“ „Flott hjá honum. Ég held að þetta sé gæi sem Ísland hefur þurft á að halda í töluverðan tíma eftir framkomu bankamanna. Nú geta þeir í það minnsta verið stoltir af sínum æðsta manni.“ „Þú getur keypt kippu af bjór fyrir þessa upphæð á Íslandi.“ „Ég er í lögfræði með syni Guðna. Hann er flottur strákur. Ég þekki ekki Guðna en hann er örugglega fínasti náungi.“ „Borgarstjórinn í Tampa er með um 150 þúsund dollara (16 milljónir króna) í árslaun sem er um helmingur af því sem forseti Íslands fær fyrir sína vinnu sem er aðallega að vera skraut. Flott hjá honum að hafna þessu en það er ekki eins og hann sé að deyja úr hungri.“
Donald Trump Kjararáð Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Sjá meira