Körfubolti

LeBron komst upp fyrir Hakeem í sigri | Myndbönd

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ótrúlegur, meðal stiga- og stoðsendingahæstu leikmannanna í sögu NBA-deildarinnar.
Ótrúlegur, meðal stiga- og stoðsendingahæstu leikmannanna í sögu NBA-deildarinnar. Vísir/getty
LeBron James komst inn á listann yfir tíu stigahæstu leikmennina í sögu NBA-deildarinnar í naumum 102-101 sigri Cleveland Cavaliers á Philadelphia 76ers í nótt.

LeBron og félagar hafa byrjað tímabilið vel og hafa unnið alla sex leikina til þessa en þessi 31 árs gamli körfuboltamaður heldur áfram að rífa í sig sögubækurnar.

Er hann kominn með 26.970 stig í 10. sæti listans og komst um leið upp fyrir drauminn sjálfann, Hakeem Olajuwon, en myndband af körfunni má sjá hér fyrir neðan.

Gera má ráð fyrir að hann lyfti sér upp fyrir Elvin Hayes (27.313) og Moses Malone (27.409) á þessu tímabili upp í áttunda sæti.

Í San Antonio fengu heimamenn óvæntan skell gegn Los Angeles Clippers 92-116 en þetta er stærsti sigur Clippers á Spurs í sögu félagsins.

Gestirnir frá Los Angeles voru með 73 stig í hálfleik og nýttu sér vel þreytu leikmanna Spurs sem hafa leikið 7 leiki eftir aðeins tólf daga, þar af fjóra á útivelli.

Þá komst Oklahoma City Thunder aftur á sigurbraut gegn Minnesota Timberwolves og Indiana Pacers vann öruggan sigur á Chicago Bulls þrátt fyrir að Paul George hafi verið sendur í sturtu snemma leiks.

Úrslit kvöldsins:

Oklahoma City Thunder 112-92 Minnesota Timberwolves

Philadelphia 76ers 101-102 Cleveland Cavaliers

Orlando Magic 88-86 Washington Wizards

Detroit Pistons 103-86 Denver Nuggets

Indiana Pacers 111-94 Chicago Bulls

Atlanta Hawks 112-97 Houston Rockets

Milwaukee Bucks 117-91 Sacramento Kings

San Antonio Spurs 92-116 Los Angeles Clippers

LeBron kemst yfir Hakeem: Bestu tilþrif kvöldsins: Westbrook með ótrúlega troðslu gegn Timberwolves: Heppinn stuðningsmaður hittir úr miðjuskotinu og vinnur tvær milljónir króna:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×