Þúsundir grunnskólakennara hafa hætt og farið í önnur störf Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. nóvember 2016 06:00 Mikill fjöldi kennara var viðstaddur í gær þegar Dagur B. Eggertsson tók á móti áskorun frá sjötíu prósent kennara á landinu vísir/eyþór „Við vissum að þetta væri mikill vandi og að aðsóknin væri minni í kennaranámið,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, um fækkun nýnema í grunnskólakennaranámi. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fjöldi nýnema sem voru innritaðir í B.Ed. grunnskólakennaranám í ár er einungis þriðjungur af því sem var fyrir áratug. Árið 2006 voru þeir 244 en í ár voru þeir 79. Rétt er að taka fram að þessar tölur miða við Háskóla Íslands, en Háskólinn á Akureyri útskrifar bæði grunnskólakennara og leikskólakennara. Ekki fengust svör frá HA um þróun fjölda nýnema síðasta áratuginn þegar eftir því var leitað.Skúli HelgasonSkúli segir að það sé ekki síður áhyggjuefni hve margir kennarar séu í samfélaginu sem hafi ákveðið að nýta menntun sína í eitthvað allt annað en kennslu. „Þetta eru næstum því 5.000 manns um allt land, sem eru með kennsluréttindi en eru af einhverjum ástæðum að vinna við einhver önnur störf.“ Skúli segir að ráðist hafi verið í átak til þess að gera bæði störf grunnskólakennara og leikskólakennara eftirsóknarverðari og líka starfsmanna á frístundaheimilum. „Frístundin hefur verið í átaki alveg síðan í sumar. Það hafa verið auglýsingar á samskiptamiðlunum, það hafa verið plakatadreifingar í háskólunum og einhverju leyti framhaldsskólunum. Svo hefur verið mjög mikill maður-á-mann-hernaður á nemendur fyrr og nú í tómstundafræðum,“ segir Skúli og bætir við að leikskólinn hafi fylgt þessu eftir með auglýsingum sem eru farnar í gang. „Þannig að það eru allar klær úti,“ segir hann. Reykjavík er svo að fara af stað með víðtækt samstarf, bæði við Félag grunnskólakennara og Félag leikskólakennara, Háskóla Íslands, menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga um að greina stöðuna. „Þar sem við förum í gegnum þetta mál, hvernig stendur á því að það eru svona fáir sem sækjast eftir því að fara í námið, hvaða leiðir koma til greina til að fjölga þeim sem fara í námið, fjölga þeim sem ílengjast í starfi líka og hvernig við getum bætt starfsumhverfið,“ segir Skúli. Hann segist vonast til þess að tillögur um aðgerðir muni líta dagsins ljós í febrúar. Skúli segir launin skipta máli, en það sé augljóslega fleira sem spili inn í. „Við gerðum stóra samninga 2014, um 30 prósenta meðalhækkun grunnlauna á einu bretti. Ég held að flestir geti verið sammála um að það er býsna stórt skref en það dugði bara ekki til,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins: „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum“ Tæplega sjötíu prósent grunnskólakennara landsins hafa skrifað undir áskorun til sveitarstjórna. 7. nóvember 2016 19:22 Aðsókn nýnema í kennaranám hrunin Þrefalt færri skráðu sig í grunnskólakennaranám í haust en fyrir tíu árum og tvöfalt færri en fyrir fimm árum. Á sama tíma hætta þrefalt fleiri kennarar en hefja nám, segir Ágúst Tómasson í Vogaskóla. Leiðbeinendur komi i stað ken 7. nóvember 2016 07:00 Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara Grunnskólakennarar ræddu í vikunni að leggja niður störf. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna ýfir upp óánægju með kjörin. Hafa tvisvar fellt kjarasamninga. Launin eru það sem helst steytir á en einnig vinnutími og vinnuumhverfi. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
„Við vissum að þetta væri mikill vandi og að aðsóknin væri minni í kennaranámið,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, um fækkun nýnema í grunnskólakennaranámi. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fjöldi nýnema sem voru innritaðir í B.Ed. grunnskólakennaranám í ár er einungis þriðjungur af því sem var fyrir áratug. Árið 2006 voru þeir 244 en í ár voru þeir 79. Rétt er að taka fram að þessar tölur miða við Háskóla Íslands, en Háskólinn á Akureyri útskrifar bæði grunnskólakennara og leikskólakennara. Ekki fengust svör frá HA um þróun fjölda nýnema síðasta áratuginn þegar eftir því var leitað.Skúli HelgasonSkúli segir að það sé ekki síður áhyggjuefni hve margir kennarar séu í samfélaginu sem hafi ákveðið að nýta menntun sína í eitthvað allt annað en kennslu. „Þetta eru næstum því 5.000 manns um allt land, sem eru með kennsluréttindi en eru af einhverjum ástæðum að vinna við einhver önnur störf.“ Skúli segir að ráðist hafi verið í átak til þess að gera bæði störf grunnskólakennara og leikskólakennara eftirsóknarverðari og líka starfsmanna á frístundaheimilum. „Frístundin hefur verið í átaki alveg síðan í sumar. Það hafa verið auglýsingar á samskiptamiðlunum, það hafa verið plakatadreifingar í háskólunum og einhverju leyti framhaldsskólunum. Svo hefur verið mjög mikill maður-á-mann-hernaður á nemendur fyrr og nú í tómstundafræðum,“ segir Skúli og bætir við að leikskólinn hafi fylgt þessu eftir með auglýsingum sem eru farnar í gang. „Þannig að það eru allar klær úti,“ segir hann. Reykjavík er svo að fara af stað með víðtækt samstarf, bæði við Félag grunnskólakennara og Félag leikskólakennara, Háskóla Íslands, menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga um að greina stöðuna. „Þar sem við förum í gegnum þetta mál, hvernig stendur á því að það eru svona fáir sem sækjast eftir því að fara í námið, hvaða leiðir koma til greina til að fjölga þeim sem fara í námið, fjölga þeim sem ílengjast í starfi líka og hvernig við getum bætt starfsumhverfið,“ segir Skúli. Hann segist vonast til þess að tillögur um aðgerðir muni líta dagsins ljós í febrúar. Skúli segir launin skipta máli, en það sé augljóslega fleira sem spili inn í. „Við gerðum stóra samninga 2014, um 30 prósenta meðalhækkun grunnlauna á einu bretti. Ég held að flestir geti verið sammála um að það er býsna stórt skref en það dugði bara ekki til,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins: „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum“ Tæplega sjötíu prósent grunnskólakennara landsins hafa skrifað undir áskorun til sveitarstjórna. 7. nóvember 2016 19:22 Aðsókn nýnema í kennaranám hrunin Þrefalt færri skráðu sig í grunnskólakennaranám í haust en fyrir tíu árum og tvöfalt færri en fyrir fimm árum. Á sama tíma hætta þrefalt fleiri kennarar en hefja nám, segir Ágúst Tómasson í Vogaskóla. Leiðbeinendur komi i stað ken 7. nóvember 2016 07:00 Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara Grunnskólakennarar ræddu í vikunni að leggja niður störf. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna ýfir upp óánægju með kjörin. Hafa tvisvar fellt kjarasamninga. Launin eru það sem helst steytir á en einnig vinnutími og vinnuumhverfi. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins: „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum“ Tæplega sjötíu prósent grunnskólakennara landsins hafa skrifað undir áskorun til sveitarstjórna. 7. nóvember 2016 19:22
Aðsókn nýnema í kennaranám hrunin Þrefalt færri skráðu sig í grunnskólakennaranám í haust en fyrir tíu árum og tvöfalt færri en fyrir fimm árum. Á sama tíma hætta þrefalt fleiri kennarar en hefja nám, segir Ágúst Tómasson í Vogaskóla. Leiðbeinendur komi i stað ken 7. nóvember 2016 07:00
Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara Grunnskólakennarar ræddu í vikunni að leggja niður störf. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna ýfir upp óánægju með kjörin. Hafa tvisvar fellt kjarasamninga. Launin eru það sem helst steytir á en einnig vinnutími og vinnuumhverfi. 5. nóvember 2016 07:00