Airwaves sem aldrei fyrr Jakob Frímann Magnússon skrifar 9. nóvember 2016 07:00 Að baki er hin árvissa Iceland Airwaves tónlistarhátíð, nú fjölmennari og margþættari en nokkru sinni fyrr. Hátíðin skartaði 270 tónlistarviðburðum á 14 tónleikastöðum auk 830 viðburða á „off–venue“ dagskrá. Þá eru ótaldir ýmsir tengdir viðburðir, fundir og fyrirlestrar auk fjölmargra tónleika á Airwaves-miðborgarvökunni sl. föstudag er verslanir miðborgarinnar voru opnar fram eftir og buðu upp á lifandi tónlist, léttar veitingar o.fl. Það eru því um 1.200 viðburðir að baki á sex dögum sem hlýtur að teljast Íslandsmet í tónleikamaraþoni. Á sjötta þúsund erlendra gesta sótti hátíðina að þessu sinni en greiðandi hátíðargestir á aðaldagskrá voru alls nærri tíu þúsundum. Gestir á „off-venue“ dagskrám hafa að líkindum ekki verið færri en 40.000. Um menningarlegan og efnahagslegan ávinning alls þessa þarf ekki að fjölyrða.Fjölþætting Allmargir sérviðburðir voru haldnir í þessari sömu viku, flestir tengdir tónlist, hlutverki hennar og útbreiðslu: Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, stýrði áhugaverðum panel og umræðum í Hörpu um Tónlistarborgir þar sem fulltrúar Seattle, Chicago, Berlínar, Reykjavíkur og Lundúna voru meðal þátttakenda. ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, stóð fyrir fjölþættum málstofum, m.a. um rapp og hip-hop, leiðir til að koma kvikmyndatónlist á framfæri, um alþjóðleg almannatengsl, markaðssóknir á breska og þýska tónlistarmarkaði og skipulagði að auki „speed-dating“ fundi íslenskra listamanna með erlendum umboðsaðilum, tónleikahöldurum og útgefendum. NORDEX – Samstarfsvettvangur norrænu tónlistarútflutningsmiðstöðvanna, efndi til kynningarfunda um starfsemi sína, þ.m.t. Nordic Playlist -NPL- o.fl. og þýska vegglistateymið URBAN NATION efndi til fjölmargra Wall Poetry-viðburða, en þessi hópur á heiður af mörgum af best heppnuðu vegglistaverkum Reykjavíkurborgar og starfar náið með vegglista- og tónlistarfólki víða um heim.Björk og Bessi Þá ber að geta sérstaklega sýningarinnar Digital Björk í Hörpunni sem hófst á Airwaves og stendur til 9. desember, en Björk var einmitt aðalnúmerið á Iceland Airwaves þetta árið. Forseti Íslands hélt síðan sérstaka Airwaves-móttöku á Bessastöðum fyrir lykilfólk úr alþjóðlega tónlistargeiranum. Móttakan mæltist afar vel fyrir og speglar í senn menningar- og viðskiptalegt mikilvægi Iceland Airwaves.KEXP á KEX Á KEX hostelinu við Skúlagötu hefur á undanförnum árum verið efnt til samstarfs við hina útbreiddu útvarpsstöð KEXP í Seattle um beinar fjölþjóðlegar útsendingar. Þetta hefur gert KEX hostel að einum eftirsóttasta tónleikastað Airwaves-vikunnar, enda fylgjast tugþúsundir með lifandi streymi stöðvarinnar og milljónir að auki þegar litið er til endurflutnings. Umrædd stöð hefur átt stóran þátt í að breiða út fagnaðarerindi íslenskrar tónlistar á undanförnum árum og á vissulega sinn þátt í þeirri ánægjulegu staðreynd að tónleikar íslenskra listamanna á erlendri grundu eru nú ekki færri en 1.400 á ári hverju! Að þessu sinni voru fjölmargir íslenskir listamenn í brennidepli KEXP-stöðvarinnar á Airwaves ásamt alþjóðlegum listamönnum á borð við Kronos kvartettinn og Digable Planets. Aðrar alþjóðlegar útvarpsstöðvar munu nú renna hýru auga til markaðssókna á Iceland Airwaves. Ljóst er að þessi hátíð hefur fyrir löngu skipað sér í röð fremstu og áhrifamestu tónlistarhátíða heims, jafnhliða því að vera álitlegur búhnykkur fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki og einstaklinga, þ.m.t. þá er starfa við tónlist. Vert er að óska þeim til hamingju sem haft hafa veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd Iceland Airwaves 2016. Þakkað skal og öllum þeim listamönnum og öðrum sem lögðu sitt af mörkum. Til mikils var unnið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Að baki er hin árvissa Iceland Airwaves tónlistarhátíð, nú fjölmennari og margþættari en nokkru sinni fyrr. Hátíðin skartaði 270 tónlistarviðburðum á 14 tónleikastöðum auk 830 viðburða á „off–venue“ dagskrá. Þá eru ótaldir ýmsir tengdir viðburðir, fundir og fyrirlestrar auk fjölmargra tónleika á Airwaves-miðborgarvökunni sl. föstudag er verslanir miðborgarinnar voru opnar fram eftir og buðu upp á lifandi tónlist, léttar veitingar o.fl. Það eru því um 1.200 viðburðir að baki á sex dögum sem hlýtur að teljast Íslandsmet í tónleikamaraþoni. Á sjötta þúsund erlendra gesta sótti hátíðina að þessu sinni en greiðandi hátíðargestir á aðaldagskrá voru alls nærri tíu þúsundum. Gestir á „off-venue“ dagskrám hafa að líkindum ekki verið færri en 40.000. Um menningarlegan og efnahagslegan ávinning alls þessa þarf ekki að fjölyrða.Fjölþætting Allmargir sérviðburðir voru haldnir í þessari sömu viku, flestir tengdir tónlist, hlutverki hennar og útbreiðslu: Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, stýrði áhugaverðum panel og umræðum í Hörpu um Tónlistarborgir þar sem fulltrúar Seattle, Chicago, Berlínar, Reykjavíkur og Lundúna voru meðal þátttakenda. ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, stóð fyrir fjölþættum málstofum, m.a. um rapp og hip-hop, leiðir til að koma kvikmyndatónlist á framfæri, um alþjóðleg almannatengsl, markaðssóknir á breska og þýska tónlistarmarkaði og skipulagði að auki „speed-dating“ fundi íslenskra listamanna með erlendum umboðsaðilum, tónleikahöldurum og útgefendum. NORDEX – Samstarfsvettvangur norrænu tónlistarútflutningsmiðstöðvanna, efndi til kynningarfunda um starfsemi sína, þ.m.t. Nordic Playlist -NPL- o.fl. og þýska vegglistateymið URBAN NATION efndi til fjölmargra Wall Poetry-viðburða, en þessi hópur á heiður af mörgum af best heppnuðu vegglistaverkum Reykjavíkurborgar og starfar náið með vegglista- og tónlistarfólki víða um heim.Björk og Bessi Þá ber að geta sérstaklega sýningarinnar Digital Björk í Hörpunni sem hófst á Airwaves og stendur til 9. desember, en Björk var einmitt aðalnúmerið á Iceland Airwaves þetta árið. Forseti Íslands hélt síðan sérstaka Airwaves-móttöku á Bessastöðum fyrir lykilfólk úr alþjóðlega tónlistargeiranum. Móttakan mæltist afar vel fyrir og speglar í senn menningar- og viðskiptalegt mikilvægi Iceland Airwaves.KEXP á KEX Á KEX hostelinu við Skúlagötu hefur á undanförnum árum verið efnt til samstarfs við hina útbreiddu útvarpsstöð KEXP í Seattle um beinar fjölþjóðlegar útsendingar. Þetta hefur gert KEX hostel að einum eftirsóttasta tónleikastað Airwaves-vikunnar, enda fylgjast tugþúsundir með lifandi streymi stöðvarinnar og milljónir að auki þegar litið er til endurflutnings. Umrædd stöð hefur átt stóran þátt í að breiða út fagnaðarerindi íslenskrar tónlistar á undanförnum árum og á vissulega sinn þátt í þeirri ánægjulegu staðreynd að tónleikar íslenskra listamanna á erlendri grundu eru nú ekki færri en 1.400 á ári hverju! Að þessu sinni voru fjölmargir íslenskir listamenn í brennidepli KEXP-stöðvarinnar á Airwaves ásamt alþjóðlegum listamönnum á borð við Kronos kvartettinn og Digable Planets. Aðrar alþjóðlegar útvarpsstöðvar munu nú renna hýru auga til markaðssókna á Iceland Airwaves. Ljóst er að þessi hátíð hefur fyrir löngu skipað sér í röð fremstu og áhrifamestu tónlistarhátíða heims, jafnhliða því að vera álitlegur búhnykkur fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki og einstaklinga, þ.m.t. þá er starfa við tónlist. Vert er að óska þeim til hamingju sem haft hafa veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd Iceland Airwaves 2016. Þakkað skal og öllum þeim listamönnum og öðrum sem lögðu sitt af mörkum. Til mikils var unnið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun