Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2016 19:00 Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. Íslenska liðið lenti í C-riðlinum með Frakklandi, Sviss og Austurríki en fyrsti leikur stelpnanna er á móti Frakklandi. Margrét Lára og Hallbera voru spenntar þegar þær fylgdust með drættinum í húsakynnum 365 miðla í dag en dregið var í Rotterdam. „Það var við því að búast að þetta yrði erfiður riðill. Við höfum farið á tvö Evrópumót og fengið erfiða riðla í bæði skiptin. Við tökum þessu bara fagnandi og undirbúum okkur vel,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Hverjir eru möguleikar íslenska liðsins í þessum riðli? „Þeir eru alveg ágætir. Við spiluðum við Sviss í síðustu undankeppni HM og það gekk ekki nógu vel. Ég held að það sé fínt að vera búnar að spila við þær og þekkjum þær því ágætlega,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í viðtali við Gaupa. „Frakkarnir eru ógnarsterkir og líklegir sigurvegarar í riðlinum en það verða líka fleiri lið sem komast áfram,“ sagði Hallbera. Sér Margrét Lára fyrir sér að íslenska liðið komist í undanúrslitin? „Já, klárlega. Ég sé samt fyrst og fremst fyrir mér að við ætlum að komast upp úr þessum riðli og svo tökum við bara stöðuna eftir það. Þetta er mjög erfiður riðill og Sviss er það lið úr öðrum styrkleikaflokki sem við hefðum helst vilja forðast. Við eigum líka harma að hefna gegn þeim eftir að hafa tapað tvisvar illa fyrir þeim. Nú ætlum við okkur að vinna þær þegar mest á reynir,“ sagði Margrét Lára. „Ég held að allir í liðinu séu að stefna í sömu átt. Við ætlum að koma okkur í besta form sem völ er á. Svo veit ég að því að KSÍ hefur staðið vel við bakið á okkur og við fáum fullt af æfingaleikjum og verðum mikið saman. Ég held að við komum í toppmálum til leiks,“ sagði Hallbera. Það er hægt að sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Sjá meira
Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. Íslenska liðið lenti í C-riðlinum með Frakklandi, Sviss og Austurríki en fyrsti leikur stelpnanna er á móti Frakklandi. Margrét Lára og Hallbera voru spenntar þegar þær fylgdust með drættinum í húsakynnum 365 miðla í dag en dregið var í Rotterdam. „Það var við því að búast að þetta yrði erfiður riðill. Við höfum farið á tvö Evrópumót og fengið erfiða riðla í bæði skiptin. Við tökum þessu bara fagnandi og undirbúum okkur vel,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Hverjir eru möguleikar íslenska liðsins í þessum riðli? „Þeir eru alveg ágætir. Við spiluðum við Sviss í síðustu undankeppni HM og það gekk ekki nógu vel. Ég held að það sé fínt að vera búnar að spila við þær og þekkjum þær því ágætlega,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í viðtali við Gaupa. „Frakkarnir eru ógnarsterkir og líklegir sigurvegarar í riðlinum en það verða líka fleiri lið sem komast áfram,“ sagði Hallbera. Sér Margrét Lára fyrir sér að íslenska liðið komist í undanúrslitin? „Já, klárlega. Ég sé samt fyrst og fremst fyrir mér að við ætlum að komast upp úr þessum riðli og svo tökum við bara stöðuna eftir það. Þetta er mjög erfiður riðill og Sviss er það lið úr öðrum styrkleikaflokki sem við hefðum helst vilja forðast. Við eigum líka harma að hefna gegn þeim eftir að hafa tapað tvisvar illa fyrir þeim. Nú ætlum við okkur að vinna þær þegar mest á reynir,“ sagði Margrét Lára. „Ég held að allir í liðinu séu að stefna í sömu átt. Við ætlum að koma okkur í besta form sem völ er á. Svo veit ég að því að KSÍ hefur staðið vel við bakið á okkur og við fáum fullt af æfingaleikjum og verðum mikið saman. Ég held að við komum í toppmálum til leiks,“ sagði Hallbera. Það er hægt að sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Sjá meira