Hvar eru Skútustaðagígar? Kári Jónasson skrifar 21. október 2016 07:00 Já, hvar eru Skútustaðagígar spurði japanski svokallaði „leiðsögumaðurinn“ í anddyrinu á Sel hóteli við Mývatn á dögunum þegar ég var þar. Hann var þá nýbúinn að lóðsa hóp samlanda sinna, um 30 manns, inn í veitingasalinn að hádegishlaðborðinu. Hann var nú svolítið flóttalegur verð ég að segja þegar hann var þarna að spyrja til vegar, en fyrir þá sem ekki vita, þá eru Skútustaðagígar handan vegarins við hótelið. Svo spurði hann um hitt og þetta í Mývatnssveit, og ég heyrði ekki betur en hann ætlaði að ganga yfir í Dimmuborgir og þaðan upp í Námaskarð og að Hverarönd.Algjörlega skipulagslaust Þetta er svolítið lýsandi dæmi um hvernig ferðamennskan gengur fyrir sig á okkar ástkæra ylhýra landi í dag. Hingað velta inn hundruð þúsunda ferðamanna í hópum og fara um landið algjörlega skipulagslaust. Það getur hver sem er komið hingað með hóp og þóst vera leiðsögumaður, og enginn segir eitt eða neitt. Það getur verið mjög fróðlegt að heyra frásagnir rútubílstjóra sem fara með erlenda ferðamenn um landið án íslenskra leiðsögumanna. Þá eru gjarnan svokallaðir leiðsögumenn með, sem hafa kannski farið á hraðnámskeið erlendis um það hvað sé að sjá á hringferð um landið.Oft vitni að misjöfnu Rútubílstjórarnir eru þá oft vitni að ýmsu misjöfnu hjá þessum svokölluðu leiðsögumönnum og segja frá því að þeir taki t.d. feil á Skeiðarárjökli og Breiðamerkurjökli, en svo fer nú að kárna gamanið þegar ferðalöngum er tjáð þegar komið er inn fyrir Tíðaskarð í Kjós að þar blasi við Snæfellsjökull, eða að Líffræðihús Háskóla Íslands sé sagt Norræna húsið. Ásmundur Friðriksson alþingismaður og nokkrir samþingsmenn hans hafa gert veikburða tilraun til að koma skikki á þessi mál, en enn sem komið er hefur ekkert raunhæft gerst. Vilja menn þetta ástand áfram. Ég segi Nei með stórum staf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Kári Jónasson Mest lesið Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Já, hvar eru Skútustaðagígar spurði japanski svokallaði „leiðsögumaðurinn“ í anddyrinu á Sel hóteli við Mývatn á dögunum þegar ég var þar. Hann var þá nýbúinn að lóðsa hóp samlanda sinna, um 30 manns, inn í veitingasalinn að hádegishlaðborðinu. Hann var nú svolítið flóttalegur verð ég að segja þegar hann var þarna að spyrja til vegar, en fyrir þá sem ekki vita, þá eru Skútustaðagígar handan vegarins við hótelið. Svo spurði hann um hitt og þetta í Mývatnssveit, og ég heyrði ekki betur en hann ætlaði að ganga yfir í Dimmuborgir og þaðan upp í Námaskarð og að Hverarönd.Algjörlega skipulagslaust Þetta er svolítið lýsandi dæmi um hvernig ferðamennskan gengur fyrir sig á okkar ástkæra ylhýra landi í dag. Hingað velta inn hundruð þúsunda ferðamanna í hópum og fara um landið algjörlega skipulagslaust. Það getur hver sem er komið hingað með hóp og þóst vera leiðsögumaður, og enginn segir eitt eða neitt. Það getur verið mjög fróðlegt að heyra frásagnir rútubílstjóra sem fara með erlenda ferðamenn um landið án íslenskra leiðsögumanna. Þá eru gjarnan svokallaðir leiðsögumenn með, sem hafa kannski farið á hraðnámskeið erlendis um það hvað sé að sjá á hringferð um landið.Oft vitni að misjöfnu Rútubílstjórarnir eru þá oft vitni að ýmsu misjöfnu hjá þessum svokölluðu leiðsögumönnum og segja frá því að þeir taki t.d. feil á Skeiðarárjökli og Breiðamerkurjökli, en svo fer nú að kárna gamanið þegar ferðalöngum er tjáð þegar komið er inn fyrir Tíðaskarð í Kjós að þar blasi við Snæfellsjökull, eða að Líffræðihús Háskóla Íslands sé sagt Norræna húsið. Ásmundur Friðriksson alþingismaður og nokkrir samþingsmenn hans hafa gert veikburða tilraun til að koma skikki á þessi mál, en enn sem komið er hefur ekkert raunhæft gerst. Vilja menn þetta ástand áfram. Ég segi Nei með stórum staf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun