Ísland sem fyrsti valkostur Þorsteinn Víglundsson skrifar 24. október 2016 11:20 Á rúmum sex árum hafa sex þúsund fleiri íslenskir ríkisborgarar flust frá landinu en til þess. Það er mikill missir fyrir okkar fámenna samfélag. Um 65% brottfluttra eru á aldrinum 20-40 ára. Ungt og vel menntað fólk sem kýs að leita tækifæra utan landsteinanna. Það er ekkert að því að fólk sæki sér reynslu og menntun erlendis, en ef við ætlum að vera samkeppnishæf við aðrar þjóðir til langframa, verðum við að tryggja að ungt, vel menntað fólk kjósi að snúa heim á ný. Að geta boðið upp á samkeppnishæf lífskjör og atvinnutækifæri við hæfi er stærsta áskorun íslenskra stjórnmála í dag. Í kosningabaráttunni hefur okkur hjá Viðreisn verið umhugað um vaxtamál. Hvers vegna? Vegna þess að vextir ráða svo miklu um lífskjör okkar. Vegna þess að það er blóðugt að þurfa að eyða háum fjárhæðum í vexti, ef við gætum varið peningunum í eitthvað sem skapar okkur betra líf. Vextir hafa um áratuga skeið verið mun hærri hér en í nágrannalöndum okkar, gengið verið mun óstöðugra og verðbólga mun meiri. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þetta, hafa stjórnmálamenn haft lítið til málanna að leggja annað en að auka niðurgreiðslur vaxtakostnaðar og gefa fólki kost á að nýta eigin lífeyrissparnað til húsnæðiskaupa eða niðurgreiðslu á fasteignalána. Á mannamáli erum við sjálf látin niðurgreiða vaxtakostnað okkar í gegnum skattkerfið og með sparifé okkar. Það eru ekki slíkir plástrar sem við þurfum á að halda. Við þurfum raunverulegar lausnir til að lækka hér vexti og ná gengisstöðugleika. Það er nefnilega ekkert náttúrulögmál að vextir þurfi að vera miklu hærri hér en í nágrannalöndunum. Fyrir fjölskyldu með 20 milljóna króna húsnæðislán samsvarar það 79.500 króna launahækkun á mánuði ef okkur tekst að minnka vaxtamun við nágrannalönd okkar um 3%. Í þessu felst raunveruleg kjarabót. Greiðslubyrðin verður léttari og lífsgæðin meiri þar sem þessir fjármunir nýtast í annað. Atvinnutækifæri framtíðarinnar liggja í þekkingariðnaði. Sprotar sem þar eru að hasla sér völl þurfa stöðugt rekstrarumhverfi, samkeppnishæf lánskjör og ekki hvað síst stöðugt gengi. Slíkt umhverfi var fyrir hendi þegar Össur og Marel uxu úr grasi á tíunda áratug síðustu aldar. Óstöðugleiki undanfarinna tveggja áratuga hefur staðið kröftugri uppbyggingu þekkingariðnaðar fyrir þrifum. Á undanförnum fimm árum hafa útflutningstekjur þessa geira aðeins aukist um 5 milljarða á sama tíma og ferðaþjónustan hefur blómstrað. Þar eru hins vegar fyrst og fremst að verða til þjónustustörf sem ekki krefjast mikillar menntunar. Ef við ætlum að skapa hér störf fyrir vel menntað fólk í þekkingariðnaði verðum við að laga rekstrarumhverfið. Þess vegna leggur Viðreisn til róttæka endurskoðun á gengismálum þar sem tekin er upp fastgengisstefna með myntráði. Það er raunveruleg breyting, sem skilar okkur öllum miklum ávinningi, í stað þess sjónarspils að færa fé úr öðrum vasa okkar í hinn og telja okkur trú um að það létti okkur lífið. Gerum Ísland að fyrsta vali fólks til búsetu og uppbyggingar nýrra tækifæra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Á rúmum sex árum hafa sex þúsund fleiri íslenskir ríkisborgarar flust frá landinu en til þess. Það er mikill missir fyrir okkar fámenna samfélag. Um 65% brottfluttra eru á aldrinum 20-40 ára. Ungt og vel menntað fólk sem kýs að leita tækifæra utan landsteinanna. Það er ekkert að því að fólk sæki sér reynslu og menntun erlendis, en ef við ætlum að vera samkeppnishæf við aðrar þjóðir til langframa, verðum við að tryggja að ungt, vel menntað fólk kjósi að snúa heim á ný. Að geta boðið upp á samkeppnishæf lífskjör og atvinnutækifæri við hæfi er stærsta áskorun íslenskra stjórnmála í dag. Í kosningabaráttunni hefur okkur hjá Viðreisn verið umhugað um vaxtamál. Hvers vegna? Vegna þess að vextir ráða svo miklu um lífskjör okkar. Vegna þess að það er blóðugt að þurfa að eyða háum fjárhæðum í vexti, ef við gætum varið peningunum í eitthvað sem skapar okkur betra líf. Vextir hafa um áratuga skeið verið mun hærri hér en í nágrannalöndum okkar, gengið verið mun óstöðugra og verðbólga mun meiri. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þetta, hafa stjórnmálamenn haft lítið til málanna að leggja annað en að auka niðurgreiðslur vaxtakostnaðar og gefa fólki kost á að nýta eigin lífeyrissparnað til húsnæðiskaupa eða niðurgreiðslu á fasteignalána. Á mannamáli erum við sjálf látin niðurgreiða vaxtakostnað okkar í gegnum skattkerfið og með sparifé okkar. Það eru ekki slíkir plástrar sem við þurfum á að halda. Við þurfum raunverulegar lausnir til að lækka hér vexti og ná gengisstöðugleika. Það er nefnilega ekkert náttúrulögmál að vextir þurfi að vera miklu hærri hér en í nágrannalöndunum. Fyrir fjölskyldu með 20 milljóna króna húsnæðislán samsvarar það 79.500 króna launahækkun á mánuði ef okkur tekst að minnka vaxtamun við nágrannalönd okkar um 3%. Í þessu felst raunveruleg kjarabót. Greiðslubyrðin verður léttari og lífsgæðin meiri þar sem þessir fjármunir nýtast í annað. Atvinnutækifæri framtíðarinnar liggja í þekkingariðnaði. Sprotar sem þar eru að hasla sér völl þurfa stöðugt rekstrarumhverfi, samkeppnishæf lánskjör og ekki hvað síst stöðugt gengi. Slíkt umhverfi var fyrir hendi þegar Össur og Marel uxu úr grasi á tíunda áratug síðustu aldar. Óstöðugleiki undanfarinna tveggja áratuga hefur staðið kröftugri uppbyggingu þekkingariðnaðar fyrir þrifum. Á undanförnum fimm árum hafa útflutningstekjur þessa geira aðeins aukist um 5 milljarða á sama tíma og ferðaþjónustan hefur blómstrað. Þar eru hins vegar fyrst og fremst að verða til þjónustustörf sem ekki krefjast mikillar menntunar. Ef við ætlum að skapa hér störf fyrir vel menntað fólk í þekkingariðnaði verðum við að laga rekstrarumhverfið. Þess vegna leggur Viðreisn til róttæka endurskoðun á gengismálum þar sem tekin er upp fastgengisstefna með myntráði. Það er raunveruleg breyting, sem skilar okkur öllum miklum ávinningi, í stað þess sjónarspils að færa fé úr öðrum vasa okkar í hinn og telja okkur trú um að það létti okkur lífið. Gerum Ísland að fyrsta vali fólks til búsetu og uppbyggingar nýrra tækifæra.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar