Himinlifandi með gistinguna hjá Guðna á Bessastöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2016 11:58 Bresku hjónin náðu ekki góðum samfelldum svefni á bílastæðinu þar sem nokkuð blés Friðrik Brekkan leiðsögumaður bankaði upp á hjá breskum hjónum á bílaplaninu við Bessastaðakirkju á föstudagsmorguninn. Klukkan var 9:15 og Friðrik spurði einfaldlega: „Var ég nokkuð að vekja ykkur?“ Ferðalangarnir svöruðu því til að þeir væru nývaknaðir en hjónin, sem voru um sextugt, sögðust alveg vera í skýjunum yfir að geta gist í húsbílnum sínum á svo fallegum stað, við heimili forsetans Guðna Th. Jóhannessonar, bæði óárreytt og ókeypis. Reyndar hafði blásið nokkuð hressilega á þau um nóttina svo að nætursvefninn hafði ekki verið alveg samfelldur. Þau væru engu að síður að hugsa um að gista eina nótt í viðbót á planinu. Friðrik vakti athygli á þessari uppákomu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar þar sem hann segist í raun hafa verið að hæðast að fólkinu, í hófi þó, og ekki skammað þau eða neitt slíkt. Ferðamennirnir sem voru á vegum Friðriks í rúnti um höfuðborgarsvæðið voru þó forvitin um myndatöku Friðriks sem smellti af. Bresku hjónin veltu fyrir sér að gista aðra nótt á planinu. Ekki liggur fyrir hvort þau hafi gert það eða ekki. Gerviupptökuvélar og skilti Friðrik sem er eldri en tvævetur í ferðabransanum er þeirrar skoðunar að þarna sé of langt gengið. „Þetta er yfirgengileg frekja. Það vita allir að þetta er forsetaembætti, fánanum flaggað og allt,“ segir Friðrik. Hann sjái hluti sem megi betur fara daglega í starfi sínu en upp úr standi fólk á húsbílum, sérstaklega á svonefndum camperbílum, sem leggi hingað og þangað ókeypis en nýti sér þjónustu tjaldsvæða á sama tíma. Hann hafi sjálfur orðið vitni að því á Lýsuhóli á Snæfellsnesi þegar fólk á slíkum bílum ók inn á tjaldsvæðið, nýtti sér sturtu og salernisaðstöðu auk þess að vaska upp í leiðinni. Svo var ekið á brot og lagt annars staðar, þar sem ekki þarf að borga fyrir gistingu. Umsjónarfólkið á Lýsuhóli hafi sagst ekki hafa mannskap til að fylgjast með öllum sem komi inn og út.Friðrik segir eina lausn þá að setja upp skilti sem minni fólk á að bannað sé að gista yfir nótt á viðkomandi stöðum, svo sem á bílastæðinu við Bessastaði. Þá megi vel koma upp gerviupptökuvélum á tjaldstæðum þar sem væri skilti fyrir neðan þar sem fólk sé minnt á að greiða fyrir þjónustu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Friðrik Brekkan leiðsögumaður bankaði upp á hjá breskum hjónum á bílaplaninu við Bessastaðakirkju á föstudagsmorguninn. Klukkan var 9:15 og Friðrik spurði einfaldlega: „Var ég nokkuð að vekja ykkur?“ Ferðalangarnir svöruðu því til að þeir væru nývaknaðir en hjónin, sem voru um sextugt, sögðust alveg vera í skýjunum yfir að geta gist í húsbílnum sínum á svo fallegum stað, við heimili forsetans Guðna Th. Jóhannessonar, bæði óárreytt og ókeypis. Reyndar hafði blásið nokkuð hressilega á þau um nóttina svo að nætursvefninn hafði ekki verið alveg samfelldur. Þau væru engu að síður að hugsa um að gista eina nótt í viðbót á planinu. Friðrik vakti athygli á þessari uppákomu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar þar sem hann segist í raun hafa verið að hæðast að fólkinu, í hófi þó, og ekki skammað þau eða neitt slíkt. Ferðamennirnir sem voru á vegum Friðriks í rúnti um höfuðborgarsvæðið voru þó forvitin um myndatöku Friðriks sem smellti af. Bresku hjónin veltu fyrir sér að gista aðra nótt á planinu. Ekki liggur fyrir hvort þau hafi gert það eða ekki. Gerviupptökuvélar og skilti Friðrik sem er eldri en tvævetur í ferðabransanum er þeirrar skoðunar að þarna sé of langt gengið. „Þetta er yfirgengileg frekja. Það vita allir að þetta er forsetaembætti, fánanum flaggað og allt,“ segir Friðrik. Hann sjái hluti sem megi betur fara daglega í starfi sínu en upp úr standi fólk á húsbílum, sérstaklega á svonefndum camperbílum, sem leggi hingað og þangað ókeypis en nýti sér þjónustu tjaldsvæða á sama tíma. Hann hafi sjálfur orðið vitni að því á Lýsuhóli á Snæfellsnesi þegar fólk á slíkum bílum ók inn á tjaldsvæðið, nýtti sér sturtu og salernisaðstöðu auk þess að vaska upp í leiðinni. Svo var ekið á brot og lagt annars staðar, þar sem ekki þarf að borga fyrir gistingu. Umsjónarfólkið á Lýsuhóli hafi sagst ekki hafa mannskap til að fylgjast með öllum sem komi inn og út.Friðrik segir eina lausn þá að setja upp skilti sem minni fólk á að bannað sé að gista yfir nótt á viðkomandi stöðum, svo sem á bílastæðinu við Bessastaði. Þá megi vel koma upp gerviupptökuvélum á tjaldstæðum þar sem væri skilti fyrir neðan þar sem fólk sé minnt á að greiða fyrir þjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira