Himinlifandi með gistinguna hjá Guðna á Bessastöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2016 11:58 Bresku hjónin náðu ekki góðum samfelldum svefni á bílastæðinu þar sem nokkuð blés Friðrik Brekkan leiðsögumaður bankaði upp á hjá breskum hjónum á bílaplaninu við Bessastaðakirkju á föstudagsmorguninn. Klukkan var 9:15 og Friðrik spurði einfaldlega: „Var ég nokkuð að vekja ykkur?“ Ferðalangarnir svöruðu því til að þeir væru nývaknaðir en hjónin, sem voru um sextugt, sögðust alveg vera í skýjunum yfir að geta gist í húsbílnum sínum á svo fallegum stað, við heimili forsetans Guðna Th. Jóhannessonar, bæði óárreytt og ókeypis. Reyndar hafði blásið nokkuð hressilega á þau um nóttina svo að nætursvefninn hafði ekki verið alveg samfelldur. Þau væru engu að síður að hugsa um að gista eina nótt í viðbót á planinu. Friðrik vakti athygli á þessari uppákomu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar þar sem hann segist í raun hafa verið að hæðast að fólkinu, í hófi þó, og ekki skammað þau eða neitt slíkt. Ferðamennirnir sem voru á vegum Friðriks í rúnti um höfuðborgarsvæðið voru þó forvitin um myndatöku Friðriks sem smellti af. Bresku hjónin veltu fyrir sér að gista aðra nótt á planinu. Ekki liggur fyrir hvort þau hafi gert það eða ekki. Gerviupptökuvélar og skilti Friðrik sem er eldri en tvævetur í ferðabransanum er þeirrar skoðunar að þarna sé of langt gengið. „Þetta er yfirgengileg frekja. Það vita allir að þetta er forsetaembætti, fánanum flaggað og allt,“ segir Friðrik. Hann sjái hluti sem megi betur fara daglega í starfi sínu en upp úr standi fólk á húsbílum, sérstaklega á svonefndum camperbílum, sem leggi hingað og þangað ókeypis en nýti sér þjónustu tjaldsvæða á sama tíma. Hann hafi sjálfur orðið vitni að því á Lýsuhóli á Snæfellsnesi þegar fólk á slíkum bílum ók inn á tjaldsvæðið, nýtti sér sturtu og salernisaðstöðu auk þess að vaska upp í leiðinni. Svo var ekið á brot og lagt annars staðar, þar sem ekki þarf að borga fyrir gistingu. Umsjónarfólkið á Lýsuhóli hafi sagst ekki hafa mannskap til að fylgjast með öllum sem komi inn og út.Friðrik segir eina lausn þá að setja upp skilti sem minni fólk á að bannað sé að gista yfir nótt á viðkomandi stöðum, svo sem á bílastæðinu við Bessastaði. Þá megi vel koma upp gerviupptökuvélum á tjaldstæðum þar sem væri skilti fyrir neðan þar sem fólk sé minnt á að greiða fyrir þjónustu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Friðrik Brekkan leiðsögumaður bankaði upp á hjá breskum hjónum á bílaplaninu við Bessastaðakirkju á föstudagsmorguninn. Klukkan var 9:15 og Friðrik spurði einfaldlega: „Var ég nokkuð að vekja ykkur?“ Ferðalangarnir svöruðu því til að þeir væru nývaknaðir en hjónin, sem voru um sextugt, sögðust alveg vera í skýjunum yfir að geta gist í húsbílnum sínum á svo fallegum stað, við heimili forsetans Guðna Th. Jóhannessonar, bæði óárreytt og ókeypis. Reyndar hafði blásið nokkuð hressilega á þau um nóttina svo að nætursvefninn hafði ekki verið alveg samfelldur. Þau væru engu að síður að hugsa um að gista eina nótt í viðbót á planinu. Friðrik vakti athygli á þessari uppákomu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar þar sem hann segist í raun hafa verið að hæðast að fólkinu, í hófi þó, og ekki skammað þau eða neitt slíkt. Ferðamennirnir sem voru á vegum Friðriks í rúnti um höfuðborgarsvæðið voru þó forvitin um myndatöku Friðriks sem smellti af. Bresku hjónin veltu fyrir sér að gista aðra nótt á planinu. Ekki liggur fyrir hvort þau hafi gert það eða ekki. Gerviupptökuvélar og skilti Friðrik sem er eldri en tvævetur í ferðabransanum er þeirrar skoðunar að þarna sé of langt gengið. „Þetta er yfirgengileg frekja. Það vita allir að þetta er forsetaembætti, fánanum flaggað og allt,“ segir Friðrik. Hann sjái hluti sem megi betur fara daglega í starfi sínu en upp úr standi fólk á húsbílum, sérstaklega á svonefndum camperbílum, sem leggi hingað og þangað ókeypis en nýti sér þjónustu tjaldsvæða á sama tíma. Hann hafi sjálfur orðið vitni að því á Lýsuhóli á Snæfellsnesi þegar fólk á slíkum bílum ók inn á tjaldsvæðið, nýtti sér sturtu og salernisaðstöðu auk þess að vaska upp í leiðinni. Svo var ekið á brot og lagt annars staðar, þar sem ekki þarf að borga fyrir gistingu. Umsjónarfólkið á Lýsuhóli hafi sagst ekki hafa mannskap til að fylgjast með öllum sem komi inn og út.Friðrik segir eina lausn þá að setja upp skilti sem minni fólk á að bannað sé að gista yfir nótt á viðkomandi stöðum, svo sem á bílastæðinu við Bessastaði. Þá megi vel koma upp gerviupptökuvélum á tjaldstæðum þar sem væri skilti fyrir neðan þar sem fólk sé minnt á að greiða fyrir þjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira