Við lifum á merkilegum tímum Hildur Þórisdóttir skrifar 24. október 2016 00:00 Við lifum á merkilegum tímum. Tímum sem geta varðað leiðina til framtíðar þar sem við munum upplifa raunverulegar kerfisbreytingar. Það er sú draumsýn sem ég og margir aðrir hafa um þessar mundir. Samfélag þar sem við öll njótum góðs af auðlindunum okkar, en ekki bara sumir. Þar sem eldri borgarar, öryrkjar og barnafjölskyldur búa ekki við skort heldur lífsins gæði sem allir eiga rétt á. Við eigum nefnilega nóg til fyrir alla. Þessi draumsýn felur í sér að allir hafi aðgang að námi. Líka þeir sem eru orðnir eldri en 25 ára og hafa af einhverjum ástæðum helst úr menntaskólalestinni. Við förum nefnilega ekki öll sömu leið í lífinu og það er líka í góðu lagi. Lífið er nefnilega ekki einsleitt heldur allskonar og það er okkar skylda sem samfélags að það sé svigrúm til staðar fyrir þá sem vilja afla sér menntunar seinna á lífsleiðinni. Við græðum nefnilega öll á því að fólk fái að blómstra og nýta hæfileika sína á sínum eigin forsendum en ekki innan hins þrönga regluverks sem stjórnsýslan á það til að skapa. Sviðsmyndin sem mig dreymir um felur líka í sér að barnafjölskyldur hafi það gott í 12 mánaða fæðingarorlofinu sínu með nýfædda fjölskyldumeðliminum. Fyrstu ár barna eru nefnilega svo gríðarlega mikilvæg fyrir framtíð þeirra og þá getur skipt sköpum hvort mamma og pabbi þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í fæðingarorlofinu eða vera svefnlaus yfir því hvernig þau eiga að brúa bilið þegar 9 mánaða orlofinu lýkur. Staðreyndin er nefnilega sú að við hlúum alls ekki nægilega vel að barnafjölskyldum sem hefur leitt af sér mun lægri fæðingartíðni og þá dapurlegu staðreynd að feður taka sér í mun minni mæli fæðingarorlof vegna þeirrar miklu tekjuskerðingar sem það hefur í för með sér. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvaða áhrif það hefur á launamun kynjanna og jafnréttisbaráttuna á vinnumarkaði sem enn á langt í land. Samt er komið árið 2016. Mig dreymir um heilbrigðiskerfi þar sem er hlúð að frábæra heilbrigðisstarfsfólkinu okkar sem vinnur kraftaverk á degi hverjum. Að við höldum okkar besta fagfólki vegna þess að launin og vinnuaðstæðurnar eru fyllilega samkeppnishæfar við það sem best gerist í kringum okkur. Að sjúklingar fái lífsnauðsynlega þjónustu án þess að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur. Að þjónusta sálfræðinga sé sjálfsagður hluti heilsugæslunnar en ekki munaður þeirri efnameiri eins og staðan er í dag. Við höfum séð það lengi annars staðar á Norðurlöndunum að þetta er hægt. Og við getum þetta líka. En til þess að svo megi verða þurfum við að forgangsraða upp á nýtt og sjá til þess að þjóðin öll njóti arðs af hinum miklu auðlindum sem Ísland á. Við eigum nefnilega nóg til fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á merkilegum tímum. Tímum sem geta varðað leiðina til framtíðar þar sem við munum upplifa raunverulegar kerfisbreytingar. Það er sú draumsýn sem ég og margir aðrir hafa um þessar mundir. Samfélag þar sem við öll njótum góðs af auðlindunum okkar, en ekki bara sumir. Þar sem eldri borgarar, öryrkjar og barnafjölskyldur búa ekki við skort heldur lífsins gæði sem allir eiga rétt á. Við eigum nefnilega nóg til fyrir alla. Þessi draumsýn felur í sér að allir hafi aðgang að námi. Líka þeir sem eru orðnir eldri en 25 ára og hafa af einhverjum ástæðum helst úr menntaskólalestinni. Við förum nefnilega ekki öll sömu leið í lífinu og það er líka í góðu lagi. Lífið er nefnilega ekki einsleitt heldur allskonar og það er okkar skylda sem samfélags að það sé svigrúm til staðar fyrir þá sem vilja afla sér menntunar seinna á lífsleiðinni. Við græðum nefnilega öll á því að fólk fái að blómstra og nýta hæfileika sína á sínum eigin forsendum en ekki innan hins þrönga regluverks sem stjórnsýslan á það til að skapa. Sviðsmyndin sem mig dreymir um felur líka í sér að barnafjölskyldur hafi það gott í 12 mánaða fæðingarorlofinu sínu með nýfædda fjölskyldumeðliminum. Fyrstu ár barna eru nefnilega svo gríðarlega mikilvæg fyrir framtíð þeirra og þá getur skipt sköpum hvort mamma og pabbi þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í fæðingarorlofinu eða vera svefnlaus yfir því hvernig þau eiga að brúa bilið þegar 9 mánaða orlofinu lýkur. Staðreyndin er nefnilega sú að við hlúum alls ekki nægilega vel að barnafjölskyldum sem hefur leitt af sér mun lægri fæðingartíðni og þá dapurlegu staðreynd að feður taka sér í mun minni mæli fæðingarorlof vegna þeirrar miklu tekjuskerðingar sem það hefur í för með sér. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvaða áhrif það hefur á launamun kynjanna og jafnréttisbaráttuna á vinnumarkaði sem enn á langt í land. Samt er komið árið 2016. Mig dreymir um heilbrigðiskerfi þar sem er hlúð að frábæra heilbrigðisstarfsfólkinu okkar sem vinnur kraftaverk á degi hverjum. Að við höldum okkar besta fagfólki vegna þess að launin og vinnuaðstæðurnar eru fyllilega samkeppnishæfar við það sem best gerist í kringum okkur. Að sjúklingar fái lífsnauðsynlega þjónustu án þess að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur. Að þjónusta sálfræðinga sé sjálfsagður hluti heilsugæslunnar en ekki munaður þeirri efnameiri eins og staðan er í dag. Við höfum séð það lengi annars staðar á Norðurlöndunum að þetta er hægt. Og við getum þetta líka. En til þess að svo megi verða þurfum við að forgangsraða upp á nýtt og sjá til þess að þjóðin öll njóti arðs af hinum miklu auðlindum sem Ísland á. Við eigum nefnilega nóg til fyrir alla.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun