Látum spárnar rætast! Eiríkur Þór Theodórsson skrifar 26. október 2016 09:00 Nú styttist í að landsmenn fái ómetanlegt tækifæri til að kjósa sér nýja ríkisstjórn. Væntanlega verða þessar kosningar mjög sögulegar, alla vega gefa þær kjósendum möguleika á að gera þær það. Í skoðanakönnunum kemur fram mikill vilji fólks til að breyta núverandi stjórnarháttum og fólk hafnar rótgrónum flokkum. Miklar breytingar eru að verða á fylgi ýmissa stjórnmálaflokka og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn missa stöðugt fylgi. Allt stefnir í að Píratar vinni stórsigur í komandi kosningum. Þeir hafa margfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og haldið traustu fylgi í langan tíma. Þessar ótrúlegu skoðanakannanir og sviptingar á fylgi í íslenskri pólitík segja manni að kjósendur vilji breytingar og að þeir vilji sjá aðra og nýja flokka í meirihluta. En mun þetta fylgi í könnunum skila sér á kjörstað? Sjálfur hefur undirritaður nokkrar áhyggjur af kosningaþáttöku fólks í þessum Alþingiskosningum, sérstaklega þátttöku yngra fólksins. Kosningaþáttaka hefur dalað síðan 1991, en þá var hún 87,6% og þótt hún sé enn ein sú mesta í Evrópu var hún 6% minni í kosningum 2013 eða 81,5% . Einnig er þáttaka fólks undir þrítugu áhyggjuefni. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, 2014, voru einungis tæp 50% kjósenda undir þrítugu sem mættu á kjörstað. Í rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, gerð eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar, kemur fram að helstu ástæður þess að ungt fólk kjósi ekki, er að það „nennti ekki að kjósa“. Það er verulegt áhyggjuefni að ungt fólk hafi svo lítinn áhuga á kosningum að það hreinlega ,„nenni ekki að kjósa.“ Auðvitað er einnig kosið um málefni ungs fólks í þessum kosningum og sú stefna sem verður tekin á þingi hefur gríðarleg áhrif á stöðu ungs fólks til framtíðar. Við þurfum að endurbyggja traust almennings á Alþingi og störfum þess og undirritaður telur að aukið traust muni nást með nýju fólki, nýjum hugsunarhætti og gagnsærri stjórnsýslu. Undirritaður vonar að störf Pírata og nýjar hugmyndir er varða unga fólkið hafi aukið áhuga og þáttöku ungs fólks í stjórnmálum og óhjákvæmilega muni það leiða til þess að fleiri „nenni að kjósa.“ Undirritaður hvetur ungt fólk til að nýta sér rétt sinn og mæta til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar ef fólk hefur ekki tök á að mæta á kjörstað næsta laugardag. Nú er nefnilega komin ný ástæða til að nýta kosningaréttinn og hafa áhrif á framtíðina með því að velja P fyrir PÍRATA.Eiríkur Þór Theodórsson, frambjóðandi í 3. sæti Pírata í norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Nú styttist í að landsmenn fái ómetanlegt tækifæri til að kjósa sér nýja ríkisstjórn. Væntanlega verða þessar kosningar mjög sögulegar, alla vega gefa þær kjósendum möguleika á að gera þær það. Í skoðanakönnunum kemur fram mikill vilji fólks til að breyta núverandi stjórnarháttum og fólk hafnar rótgrónum flokkum. Miklar breytingar eru að verða á fylgi ýmissa stjórnmálaflokka og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn missa stöðugt fylgi. Allt stefnir í að Píratar vinni stórsigur í komandi kosningum. Þeir hafa margfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og haldið traustu fylgi í langan tíma. Þessar ótrúlegu skoðanakannanir og sviptingar á fylgi í íslenskri pólitík segja manni að kjósendur vilji breytingar og að þeir vilji sjá aðra og nýja flokka í meirihluta. En mun þetta fylgi í könnunum skila sér á kjörstað? Sjálfur hefur undirritaður nokkrar áhyggjur af kosningaþáttöku fólks í þessum Alþingiskosningum, sérstaklega þátttöku yngra fólksins. Kosningaþáttaka hefur dalað síðan 1991, en þá var hún 87,6% og þótt hún sé enn ein sú mesta í Evrópu var hún 6% minni í kosningum 2013 eða 81,5% . Einnig er þáttaka fólks undir þrítugu áhyggjuefni. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, 2014, voru einungis tæp 50% kjósenda undir þrítugu sem mættu á kjörstað. Í rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, gerð eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar, kemur fram að helstu ástæður þess að ungt fólk kjósi ekki, er að það „nennti ekki að kjósa“. Það er verulegt áhyggjuefni að ungt fólk hafi svo lítinn áhuga á kosningum að það hreinlega ,„nenni ekki að kjósa.“ Auðvitað er einnig kosið um málefni ungs fólks í þessum kosningum og sú stefna sem verður tekin á þingi hefur gríðarleg áhrif á stöðu ungs fólks til framtíðar. Við þurfum að endurbyggja traust almennings á Alþingi og störfum þess og undirritaður telur að aukið traust muni nást með nýju fólki, nýjum hugsunarhætti og gagnsærri stjórnsýslu. Undirritaður vonar að störf Pírata og nýjar hugmyndir er varða unga fólkið hafi aukið áhuga og þáttöku ungs fólks í stjórnmálum og óhjákvæmilega muni það leiða til þess að fleiri „nenni að kjósa.“ Undirritaður hvetur ungt fólk til að nýta sér rétt sinn og mæta til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar ef fólk hefur ekki tök á að mæta á kjörstað næsta laugardag. Nú er nefnilega komin ný ástæða til að nýta kosningaréttinn og hafa áhrif á framtíðina með því að velja P fyrir PÍRATA.Eiríkur Þór Theodórsson, frambjóðandi í 3. sæti Pírata í norðvesturkjördæmi
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar