Það varð alvarlegt bílslys! Guðlaugur Þór Þórðarson og Vilhjálmur Árnason skrifar 27. október 2016 07:00 Hver kannast ekki við fyrirsögn af þessum toga? Hún vekur ótta og kvíða hjá flestum og fólk veigrar sér við að lesa fréttina sem fylgir af ótta við að þekkja þann eða þá sem hún fjallar um. Váfréttir í þessum dúr eru því miður alltof algengar. Um 200 einstaklingar slasast alvarlega, eða láta lífið, á hverju einasta ári. Þetta eru slys sem skilja eftir sig mikinn harmleik í samfélaginu og skilja oft á tíðum ungt og efnilegt fólk eftir örkumla eða það kveður heiminn langt fyrir aldur fram. Þá leggja svona slys gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið og kosta samfélagið okkar um það bil 50 milljarða á ári. Eftir stendur því stóra spurningin, þarf þetta raunverulega að vera svona?Lausnirnar eru til staðar Við búum svo vel á Íslandi að eiga til mikið af gögnum um slys og ástæður þeirra, ástand vegakerfisins o.s.frv. Þá eru til alþjóðleg kerfi eins og Eurotrap, Vita og fleiri sem vinna með þau gögn sem við eigum. Með því að móta skýra stefnu og setja sér markmið er hægt að nýta þessi gögn til að útrýma umferðarslysum.Stefnum á 5 stjörnur Við eigum því að setja okkur þá stefnu að hér á landi verði 5 stjörnu bílar, 5 stjörnu ökumenn og 5 stjörnu vegakerfi. Öruggari bílar, svokallaðir 5 stjörnu bílar, eru komnir til sögunnar. Koma þeirra á markaðinn hefur orðið til þess að líkurnar á því að ökumenn og farþegar bifreiða lifi af umferðaróhöpp hafa aukist, auk þess sem hættan á að þeir slasist alvarlega hefur minnkað. Orsök rúmlega 90% umferðarslysa má rekja til mannlegra mistaka. Það er hægt að ná góðum árangri í að gera fólk að 5 stjörnu ökumönnum með auknu eftirliti lögreglu og öflugri umferðarfræðslu. Mikilvægt er þó að vegirnir séu einnig 5 stjörnu svo hægt sé draga úr mistökum ökumanna og lágmarka skaðann þegar þau eiga sér stað.Góðar fyrirmyndir Í dag eru þrjú lönd til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Svíþjóð hefur sett sér markmið um að 75% ferða verði á öruggum vegum árið 2020. Holland segir lágmark 3 stjörnur á helstu vegum fyrir 2020 og Nýja-Sjáland vill 4 stjörnur fyrir alla þjóðfélagslega mikilvæga vegi. Þess má geta að Alþjóðabankinn lánar ekki til vegaframkvæmda nema hönnun vegarins uppfylli 3 stjörnu markmið.Fækkum váfréttunum Við leggjum því til að í fyrsta áfanga verði byrjað á að bregðast við á slysamestu og áhættusömustu vegum landsins með nauðsynlegum endurbótum; að stefna verði sett um að allir vegir með umferð upp á 10.000 bíla eða meira á dag verði 5 stjörnu og að vegir með 5 til 10 þúsund bíla verði 4 stjörnu vegir. Þannig myndum við á skömmum tíma fækka alvarlegum umferðarslysum um helming. Leggjum okkar af mörkum til að draga úr váfréttunum og komum Íslandi á rétta leið í umferðaröryggi. Setjum X við D.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við fyrirsögn af þessum toga? Hún vekur ótta og kvíða hjá flestum og fólk veigrar sér við að lesa fréttina sem fylgir af ótta við að þekkja þann eða þá sem hún fjallar um. Váfréttir í þessum dúr eru því miður alltof algengar. Um 200 einstaklingar slasast alvarlega, eða láta lífið, á hverju einasta ári. Þetta eru slys sem skilja eftir sig mikinn harmleik í samfélaginu og skilja oft á tíðum ungt og efnilegt fólk eftir örkumla eða það kveður heiminn langt fyrir aldur fram. Þá leggja svona slys gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið og kosta samfélagið okkar um það bil 50 milljarða á ári. Eftir stendur því stóra spurningin, þarf þetta raunverulega að vera svona?Lausnirnar eru til staðar Við búum svo vel á Íslandi að eiga til mikið af gögnum um slys og ástæður þeirra, ástand vegakerfisins o.s.frv. Þá eru til alþjóðleg kerfi eins og Eurotrap, Vita og fleiri sem vinna með þau gögn sem við eigum. Með því að móta skýra stefnu og setja sér markmið er hægt að nýta þessi gögn til að útrýma umferðarslysum.Stefnum á 5 stjörnur Við eigum því að setja okkur þá stefnu að hér á landi verði 5 stjörnu bílar, 5 stjörnu ökumenn og 5 stjörnu vegakerfi. Öruggari bílar, svokallaðir 5 stjörnu bílar, eru komnir til sögunnar. Koma þeirra á markaðinn hefur orðið til þess að líkurnar á því að ökumenn og farþegar bifreiða lifi af umferðaróhöpp hafa aukist, auk þess sem hættan á að þeir slasist alvarlega hefur minnkað. Orsök rúmlega 90% umferðarslysa má rekja til mannlegra mistaka. Það er hægt að ná góðum árangri í að gera fólk að 5 stjörnu ökumönnum með auknu eftirliti lögreglu og öflugri umferðarfræðslu. Mikilvægt er þó að vegirnir séu einnig 5 stjörnu svo hægt sé draga úr mistökum ökumanna og lágmarka skaðann þegar þau eiga sér stað.Góðar fyrirmyndir Í dag eru þrjú lönd til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Svíþjóð hefur sett sér markmið um að 75% ferða verði á öruggum vegum árið 2020. Holland segir lágmark 3 stjörnur á helstu vegum fyrir 2020 og Nýja-Sjáland vill 4 stjörnur fyrir alla þjóðfélagslega mikilvæga vegi. Þess má geta að Alþjóðabankinn lánar ekki til vegaframkvæmda nema hönnun vegarins uppfylli 3 stjörnu markmið.Fækkum váfréttunum Við leggjum því til að í fyrsta áfanga verði byrjað á að bregðast við á slysamestu og áhættusömustu vegum landsins með nauðsynlegum endurbótum; að stefna verði sett um að allir vegir með umferð upp á 10.000 bíla eða meira á dag verði 5 stjörnu og að vegir með 5 til 10 þúsund bíla verði 4 stjörnu vegir. Þannig myndum við á skömmum tíma fækka alvarlegum umferðarslysum um helming. Leggjum okkar af mörkum til að draga úr váfréttunum og komum Íslandi á rétta leið í umferðaröryggi. Setjum X við D.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun