Kosið um gott líf á laugardaginn Almar Guðmundsson skrifar 27. október 2016 00:00 Alþingiskosningar marka ákveðin tímamót fyrir okkur öll. Með nýjum stjórnvöldum koma nýjar áherslur sem í mörgum tilfellum varða mjög hagsmuni íslenskra fyrirtækja. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að hagsmunir fyrirtækja í landinu eru ekki sérhagsmunir þeirra heldur er um að ræða sameiginlega hagsmuni okkar allra enda er öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst af miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Í aðdraganda kosninganna nú hafa Samtök iðnaðarins lagt fram sex málefni í umræðuna undir yfirskriftinni Kjósum gott líf. Við viljum með því vekja athygli á mikilvægi þessara málefna og teljum það vera hag okkar allra að efnahagslegur stöðugleiki, húsnæðismál, menntamál, samgöngur og innviðir, orka og umhverfi og nýsköpun fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Málefnin voru lögð fram með þá von að frambjóðendur allra flokka mundu leggja við hlustir. Það er ekki þannig, eins og sumir virðast telja, að hagsmunasamtök eins og Samtök iðnaðarins berjist af alefli við stjórnvöld á hverjum tíma við að þvinga fram áherslur sínar. Þvert á móti. Uppspretta góðra hugmynda, löggjafar og reglugerða byggir oftar en ekki á heilbrigðum samskiptum og skoðanaskiptum stjórnvalda og hagsmunaaðila. Það er t.d. staðreynd að í allmörgum tilvikum myndast nokkuð breið pólitísk samstaða um mál og flokkslínur eru ekki alltaf greinanlegar. Hægt er að nefna ótal verkefni sem vandséð er að hefðu orðið að veruleika nema fyrir þær sakir að um sameiginlegan skilning stjórnvalda og atvinnulífs á mikilvægi þeirra var að ræða sem í grunninn hafa sama markmið. Nefna má miklar umbætur í starfsskilyrðum nýsköpunar, breytt útlendingalöggjöf, skattaumhverfi fyrir gagnaver, breytingar á byggingareglugerð, hækkun endurgreiðslu í kvikmyndagerð og forritunarkennslu grunnskólanemenda með Microbit smátölvunum. Svo ekki sé minnst á afnám gjaldeyrishafta sem er risavaxið mál sem varðar alla landsmenn. Allt eru þetta verkefni sem hafa jákvæð áhrif á starfsskilyrðin og unnust mörg hver í samstarfi stjórnvalda og hagsmunaaðila. En það eru líka mikilvæg verkefni sem ekki hafa fengið framgang eins og frekari lækkun tryggingargjalds, rammaáætlun sem tekur ekki tillit til áhrifaþátta sem geta skipt sköpum, búvörusamningar sem skapa innlendum iðnfyrirtækjum ósanngjarna samkeppnisstöðu og skoðun á nýjum fjarskiptastreng. Tímamótin eru handan við hornið þar sem aðeins örfáir dagar eru til kosninga. Ný stjórnvöld sem taka við að kosningum loknum hafa það nokkuð í hendi sér hver samkeppnishæfni Íslands verður á næstu árum. Samtök iðnaðarins vilja eiga gott samstarf við þá sem taka við stjórnartaumunum og alla þá sem setjast á þing. Við erum reiðubúin að leggja okkar af mörkum til að samkeppnishæfnin verði efld til að skapa gott líf fyrir alla landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar marka ákveðin tímamót fyrir okkur öll. Með nýjum stjórnvöldum koma nýjar áherslur sem í mörgum tilfellum varða mjög hagsmuni íslenskra fyrirtækja. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að hagsmunir fyrirtækja í landinu eru ekki sérhagsmunir þeirra heldur er um að ræða sameiginlega hagsmuni okkar allra enda er öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst af miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Í aðdraganda kosninganna nú hafa Samtök iðnaðarins lagt fram sex málefni í umræðuna undir yfirskriftinni Kjósum gott líf. Við viljum með því vekja athygli á mikilvægi þessara málefna og teljum það vera hag okkar allra að efnahagslegur stöðugleiki, húsnæðismál, menntamál, samgöngur og innviðir, orka og umhverfi og nýsköpun fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Málefnin voru lögð fram með þá von að frambjóðendur allra flokka mundu leggja við hlustir. Það er ekki þannig, eins og sumir virðast telja, að hagsmunasamtök eins og Samtök iðnaðarins berjist af alefli við stjórnvöld á hverjum tíma við að þvinga fram áherslur sínar. Þvert á móti. Uppspretta góðra hugmynda, löggjafar og reglugerða byggir oftar en ekki á heilbrigðum samskiptum og skoðanaskiptum stjórnvalda og hagsmunaaðila. Það er t.d. staðreynd að í allmörgum tilvikum myndast nokkuð breið pólitísk samstaða um mál og flokkslínur eru ekki alltaf greinanlegar. Hægt er að nefna ótal verkefni sem vandséð er að hefðu orðið að veruleika nema fyrir þær sakir að um sameiginlegan skilning stjórnvalda og atvinnulífs á mikilvægi þeirra var að ræða sem í grunninn hafa sama markmið. Nefna má miklar umbætur í starfsskilyrðum nýsköpunar, breytt útlendingalöggjöf, skattaumhverfi fyrir gagnaver, breytingar á byggingareglugerð, hækkun endurgreiðslu í kvikmyndagerð og forritunarkennslu grunnskólanemenda með Microbit smátölvunum. Svo ekki sé minnst á afnám gjaldeyrishafta sem er risavaxið mál sem varðar alla landsmenn. Allt eru þetta verkefni sem hafa jákvæð áhrif á starfsskilyrðin og unnust mörg hver í samstarfi stjórnvalda og hagsmunaaðila. En það eru líka mikilvæg verkefni sem ekki hafa fengið framgang eins og frekari lækkun tryggingargjalds, rammaáætlun sem tekur ekki tillit til áhrifaþátta sem geta skipt sköpum, búvörusamningar sem skapa innlendum iðnfyrirtækjum ósanngjarna samkeppnisstöðu og skoðun á nýjum fjarskiptastreng. Tímamótin eru handan við hornið þar sem aðeins örfáir dagar eru til kosninga. Ný stjórnvöld sem taka við að kosningum loknum hafa það nokkuð í hendi sér hver samkeppnishæfni Íslands verður á næstu árum. Samtök iðnaðarins vilja eiga gott samstarf við þá sem taka við stjórnartaumunum og alla þá sem setjast á þing. Við erum reiðubúin að leggja okkar af mörkum til að samkeppnishæfnin verði efld til að skapa gott líf fyrir alla landsmenn.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun