Atkvæðið mitt og atkvæðið þitt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2016 07:00 Það er grundvallarréttur fólks í lýðræðisríki að geta gengið til kosninga og að allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hverjir og hvers konar stjórnvöld komast til valda. Allt frá því þéttbýli fór að myndast á Íslandi hefur því verið mismunað með hlutfallslega minna atkvæðavægi en í dreifbýli. Fjöldi þingmanna á hvern íbúa hefur því lengi verið mismikill milli kjördæma og þess vegna hafa áhrif kjósenda í kosningum verið mismikil eftir því hvar þeir búa. Nú má þessi munur því vera allt að tvöfaldur; íbúar í Norðvesturkjördæmi geta haft um tvöfalt fleiri þingmenn á hvern íbúa heldur en íbúar í Suðvesturkjördæmi og hefur hver íbúi því um tvöfalt meiri áhrif á úthlutun þingsæta á Alþingi. Við í Viðreisn teljum það forgangsatriði að stjórnarskránni verði breytt til þess að tryggja að atkvæðisréttur allra landsmanna verði jafn, óháð búsetu þeirra. Fötluð kona í Hafnarfirði á að hafa sama rétt og trillukarl fyrir austan, fyrirtækjaeigandi fyrir vestan á að hafa sama atkvæðisrétt og kennari í Kópavoginum. Jafnréttið er ósköp einfalt. Andstæðingum þessa brýna lýðræðismáls hefur oft og tíðum tekist að gera þetta að baráttu höfuðborgarsvæðis gegn landsbyggðinni. Sú barátta á að vera óþörf. Þingmenn Alþingis eiga að bera hag landsins alls fyrir brjósti og öllum ætti að vera ljóst að sterkt höfuðborgarsvæði þarf á sterkri landsbyggð að halda. Skipting og forgangsröðun verkefna ríkisins þarf að vera tekin á jafnræðisgrundvelli, með þarfir allra kjördæma að leiðarljósi og sífelldum áminningum um að ekkert þeirra megi sitja eftir við útdeilingu sameiginlegra gæða. Við megum ekki vera hrædd við kerfisbreytingar. Íhaldssemin hefur ávallt passað og mun áfram passa upp á sig og sína. Því kerfisbreytingar eru ógnun við valdhafa er sækja völd sín til slíks ójafnræðis sem felst í misvægi atkvæðisréttar. Viðreisn er ekki þannig flokkur og því munum við einhenda okkur í kerfisbreytingar sem auka réttlæti og jafnrétti á Íslandi, öllum til hagsbóta.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það er grundvallarréttur fólks í lýðræðisríki að geta gengið til kosninga og að allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hverjir og hvers konar stjórnvöld komast til valda. Allt frá því þéttbýli fór að myndast á Íslandi hefur því verið mismunað með hlutfallslega minna atkvæðavægi en í dreifbýli. Fjöldi þingmanna á hvern íbúa hefur því lengi verið mismikill milli kjördæma og þess vegna hafa áhrif kjósenda í kosningum verið mismikil eftir því hvar þeir búa. Nú má þessi munur því vera allt að tvöfaldur; íbúar í Norðvesturkjördæmi geta haft um tvöfalt fleiri þingmenn á hvern íbúa heldur en íbúar í Suðvesturkjördæmi og hefur hver íbúi því um tvöfalt meiri áhrif á úthlutun þingsæta á Alþingi. Við í Viðreisn teljum það forgangsatriði að stjórnarskránni verði breytt til þess að tryggja að atkvæðisréttur allra landsmanna verði jafn, óháð búsetu þeirra. Fötluð kona í Hafnarfirði á að hafa sama rétt og trillukarl fyrir austan, fyrirtækjaeigandi fyrir vestan á að hafa sama atkvæðisrétt og kennari í Kópavoginum. Jafnréttið er ósköp einfalt. Andstæðingum þessa brýna lýðræðismáls hefur oft og tíðum tekist að gera þetta að baráttu höfuðborgarsvæðis gegn landsbyggðinni. Sú barátta á að vera óþörf. Þingmenn Alþingis eiga að bera hag landsins alls fyrir brjósti og öllum ætti að vera ljóst að sterkt höfuðborgarsvæði þarf á sterkri landsbyggð að halda. Skipting og forgangsröðun verkefna ríkisins þarf að vera tekin á jafnræðisgrundvelli, með þarfir allra kjördæma að leiðarljósi og sífelldum áminningum um að ekkert þeirra megi sitja eftir við útdeilingu sameiginlegra gæða. Við megum ekki vera hrædd við kerfisbreytingar. Íhaldssemin hefur ávallt passað og mun áfram passa upp á sig og sína. Því kerfisbreytingar eru ógnun við valdhafa er sækja völd sín til slíks ójafnræðis sem felst í misvægi atkvæðisréttar. Viðreisn er ekki þannig flokkur og því munum við einhenda okkur í kerfisbreytingar sem auka réttlæti og jafnrétti á Íslandi, öllum til hagsbóta.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun