„Var Panama-lekinn kannski okkur að kenna líka?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2016 12:37 Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki sáttir með að vera kennt um að mál fengi ekki framgang á þingi. Vísir/Anton/Ernir „Var Panama-lekinn kannski okkur að kenna líka? Það virðist vera sem svo að allt sem hafi misfarist sé okkur að kenna,“ sagði Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata á þingi í dag. Tilefnið voru ummæli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem hafði kennt stjórnarandstöðunni um að illa gengi að klára mikilvæg mál. „Það er með ólíkindum að hafa orðið vitni að því hvernig stjórnarandstaðan hefur lagst gegn mjög stórum hagsmunamálum alveg sérstaklega hér í lok þings,“ sagði Jón og nefndi jöfnun lífeyrisréttinda, frumvarp um raflínur til að Bakka, frumvarpið um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem dæmi um málefni sem stjórnarandstaðan hefði staðið í vegi fyrir að næðu í gegn. Þessu voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki sammála og kom Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í ræðustól en hafði þó ekki mörg orð um ræðu Jóns. „Þetta er svo mikið leikrit að mér blöskrar. Ég vona að fólk sjái í gegnum þetta,“ sagði Halldóra. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaðir Bjartrar framtíðar, var ekki sátt við ummæli Jóns og sagði að hvorki hann né aðrir þingmenn vissu hvernig hún myndi haga atkvæði sínu í Bakkamálinu, hefði það komið til þings en ríkisstjórnin dró frumvarp sitt um raflínur að Bakka til baka í dag. Þá sagði hún fráleitt að halda því fram að stjórnarandstaðan hafi staðið í vegi fyrir jöfnun lífeyrisréttinda. „Það er með ólíkindum að heyra því haldið fram að stjórnarandstaðan hafi staðið í vegi fyrir því máli. Ég held að stjórnarandstaðan hafi verið meira áfram um að klára það mál en fulltrúar meirihlutans,“ sagði Brynhildur. Alþingi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
„Var Panama-lekinn kannski okkur að kenna líka? Það virðist vera sem svo að allt sem hafi misfarist sé okkur að kenna,“ sagði Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata á þingi í dag. Tilefnið voru ummæli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem hafði kennt stjórnarandstöðunni um að illa gengi að klára mikilvæg mál. „Það er með ólíkindum að hafa orðið vitni að því hvernig stjórnarandstaðan hefur lagst gegn mjög stórum hagsmunamálum alveg sérstaklega hér í lok þings,“ sagði Jón og nefndi jöfnun lífeyrisréttinda, frumvarp um raflínur til að Bakka, frumvarpið um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem dæmi um málefni sem stjórnarandstaðan hefði staðið í vegi fyrir að næðu í gegn. Þessu voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki sammála og kom Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í ræðustól en hafði þó ekki mörg orð um ræðu Jóns. „Þetta er svo mikið leikrit að mér blöskrar. Ég vona að fólk sjái í gegnum þetta,“ sagði Halldóra. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaðir Bjartrar framtíðar, var ekki sátt við ummæli Jóns og sagði að hvorki hann né aðrir þingmenn vissu hvernig hún myndi haga atkvæði sínu í Bakkamálinu, hefði það komið til þings en ríkisstjórnin dró frumvarp sitt um raflínur að Bakka til baka í dag. Þá sagði hún fráleitt að halda því fram að stjórnarandstaðan hafi staðið í vegi fyrir jöfnun lífeyrisréttinda. „Það er með ólíkindum að heyra því haldið fram að stjórnarandstaðan hafi staðið í vegi fyrir því máli. Ég held að stjórnarandstaðan hafi verið meira áfram um að klára það mál en fulltrúar meirihlutans,“ sagði Brynhildur.
Alþingi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira