Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 11:59 Helgi Sigurðsson gerðist aðstoðarmaður Milosar Milojevic á miðju sumri í fyrra en kveður nú Víkina fyrir Árbæinn. vísir/ernir „Ég er rosalega stoltur af því að Fylkir treysti mér fyrir þessu verkefni,“ segir Helgi Sigurðsson í samtali við Vísi en hann var í morgun ráðinn þjálfari Árbæjarliðsins til næstu þriggja ára eins og Vísir greindi frá. Fylkir féll úr Pepsi-deildinni í haust eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild. Helgi segir að tveir dagar séu síðan Fylkismenn höfðu fyrst samband en þeir virtust heillast af því sem Víkingurinn sagði á símafundi þar sem hann var staddur erlendis. „Maður var með nokkra menn á línunni. Ég sagði mínar skoðanir og hvað ég vildi gera,“ segir Helgi sem hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Víkingi og Fram undanfarin ár. „Ég er metnaðarfullur maður og það minnkaði ekkert eftir árangurinn í sumar með þriðja flokkinn,“ segir Helgi sem gerði 3. flokk Víkings að Íslandsmeisturum. „Ég var aðstoðarþjálfari hjá Ólafi Þórðarsyni og núna síðast með Milos undanfarið eitt og hálft ár. Mig var farið að kitla í að taka næsta skref í þessu og standa á eigin fótum.“Áður komið liðum upp Helgi þekkir það ágætlega að koma liðum upp úr næst efstu deild en það gerði hann sem leikmaður Fram árið 2006 og Víkings 2010. Nú þarf hann að koma Fylkismönnum upp af hliðarlínunni. „Fyrst og fremst er markmiðið að koma Fylki aftur upp í Pepsi-deildina. Félagið er 50 ára á næsta ári og því mun ég gera allt sem ég get til að gera sumarið skemmtilegt,“ segir Helgi. „Númer eitt, tvö og þrjú þarf maður að hafa gott lið til þess að ná árangri og þetta Fylkislið er gott. Þarna eru spennandi leikmenn með mikla reynslu sem hafa spilað lengi saman. Ef ég næ að búa til gott lið upp úr þessum hópi verðum við til alls líklegir.“ Helgi er staddur erlendis með fjölskyldunni í sumarfríi eftir langt og strangt sumar í Víkinni en lítið verður úr fríinu núna þar sem hann þarf að fara að skoða leikmannamálin. „Það verður eitthvað lítið úr þessu fríi. Maður getur samt alltaf verið í fríi en maður fær ekki alltaf svona tækifæri. Ég á skilningsríka fjölskyldu þannig þetta verður allt í lagi,“ segir Helgi Sigurðsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
„Ég er rosalega stoltur af því að Fylkir treysti mér fyrir þessu verkefni,“ segir Helgi Sigurðsson í samtali við Vísi en hann var í morgun ráðinn þjálfari Árbæjarliðsins til næstu þriggja ára eins og Vísir greindi frá. Fylkir féll úr Pepsi-deildinni í haust eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild. Helgi segir að tveir dagar séu síðan Fylkismenn höfðu fyrst samband en þeir virtust heillast af því sem Víkingurinn sagði á símafundi þar sem hann var staddur erlendis. „Maður var með nokkra menn á línunni. Ég sagði mínar skoðanir og hvað ég vildi gera,“ segir Helgi sem hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Víkingi og Fram undanfarin ár. „Ég er metnaðarfullur maður og það minnkaði ekkert eftir árangurinn í sumar með þriðja flokkinn,“ segir Helgi sem gerði 3. flokk Víkings að Íslandsmeisturum. „Ég var aðstoðarþjálfari hjá Ólafi Þórðarsyni og núna síðast með Milos undanfarið eitt og hálft ár. Mig var farið að kitla í að taka næsta skref í þessu og standa á eigin fótum.“Áður komið liðum upp Helgi þekkir það ágætlega að koma liðum upp úr næst efstu deild en það gerði hann sem leikmaður Fram árið 2006 og Víkings 2010. Nú þarf hann að koma Fylkismönnum upp af hliðarlínunni. „Fyrst og fremst er markmiðið að koma Fylki aftur upp í Pepsi-deildina. Félagið er 50 ára á næsta ári og því mun ég gera allt sem ég get til að gera sumarið skemmtilegt,“ segir Helgi. „Númer eitt, tvö og þrjú þarf maður að hafa gott lið til þess að ná árangri og þetta Fylkislið er gott. Þarna eru spennandi leikmenn með mikla reynslu sem hafa spilað lengi saman. Ef ég næ að búa til gott lið upp úr þessum hópi verðum við til alls líklegir.“ Helgi er staddur erlendis með fjölskyldunni í sumarfríi eftir langt og strangt sumar í Víkinni en lítið verður úr fríinu núna þar sem hann þarf að fara að skoða leikmannamálin. „Það verður eitthvað lítið úr þessu fríi. Maður getur samt alltaf verið í fríi en maður fær ekki alltaf svona tækifæri. Ég á skilningsríka fjölskyldu þannig þetta verður allt í lagi,“ segir Helgi Sigurðsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45