Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 10:45 Helgi Sigurðsson kveður uppeldisfélagið á nýjan leik og heldur í Árbæinn. Helgi Sigurðsson er næsti þjálfari Fylkis en gengið verður frá ráðningu hans í dag eða í síðasta lagi á morgun, samkvæmt heimildum Vísis. Hann fer í Árbæinn frá Víkingi þar sem hann hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks og yngri flokka þjálfari undanfarin misseri. Helgi tekur við starfinu af Hermanni Hreiðarssyni sem lét af störfum eftir að Fylkir féll úr Pepsi-deildinni í haust. Árbæjarliðið var búið að vera í 16 ár samfellt í efstu deild, næst lengst allra á eftir KR. Fylkir hafnaði í ellefta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið féll eftir tap gegn KR í lokaumferðinni. Þetta verður í fyrsta sinn Helgi starfar sem aðalþjálfari, en hann hefur tvívegis verið aðstoðarþjálfari Víkings, bæði undir stjórn Ólafs Þórðarsonar og Milosar Milojevic, og einnig aðstoðarþjálfari Fram. Helgi kom aftur í Víkina frá Fram fyrir tveimur árum og varð aðstoðarþjálfari Milosar í fyrra þegar Ólafur var látinn fara. Helgi er margreyndur atvinnu- og landsliðsmaður en hann spilaði í Danmörku og Grikklandi og á að baki 62 landsleiki fyrir Ísland. Hann varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Víkingi árið 1991 og aftur með Val árið 2007. Hann hefur auk þess spilað með Fram og Aftureldingu hér á landi. Víkingar munu nú þurfa að leita að nýjum aðstoðarþjálfara fyrir Milos Milojevic en undir stjórn hans og Helga bættu Víkingar stigamet sitt í efstu deild í sumar. Víkingar höfnuðu í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með 32 stig, þrettán stigum meira en Fylkismenn sem féllu og spila í Inkasso-deildinni að ári.Uppfært 11:03: Fylkir hefur staðfest frétt Vísis. Helgi Sigurðsson hefur verið ráðinn til þriggja ára. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Helgi Sigurðsson er næsti þjálfari Fylkis en gengið verður frá ráðningu hans í dag eða í síðasta lagi á morgun, samkvæmt heimildum Vísis. Hann fer í Árbæinn frá Víkingi þar sem hann hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks og yngri flokka þjálfari undanfarin misseri. Helgi tekur við starfinu af Hermanni Hreiðarssyni sem lét af störfum eftir að Fylkir féll úr Pepsi-deildinni í haust. Árbæjarliðið var búið að vera í 16 ár samfellt í efstu deild, næst lengst allra á eftir KR. Fylkir hafnaði í ellefta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið féll eftir tap gegn KR í lokaumferðinni. Þetta verður í fyrsta sinn Helgi starfar sem aðalþjálfari, en hann hefur tvívegis verið aðstoðarþjálfari Víkings, bæði undir stjórn Ólafs Þórðarsonar og Milosar Milojevic, og einnig aðstoðarþjálfari Fram. Helgi kom aftur í Víkina frá Fram fyrir tveimur árum og varð aðstoðarþjálfari Milosar í fyrra þegar Ólafur var látinn fara. Helgi er margreyndur atvinnu- og landsliðsmaður en hann spilaði í Danmörku og Grikklandi og á að baki 62 landsleiki fyrir Ísland. Hann varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Víkingi árið 1991 og aftur með Val árið 2007. Hann hefur auk þess spilað með Fram og Aftureldingu hér á landi. Víkingar munu nú þurfa að leita að nýjum aðstoðarþjálfara fyrir Milos Milojevic en undir stjórn hans og Helga bættu Víkingar stigamet sitt í efstu deild í sumar. Víkingar höfnuðu í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með 32 stig, þrettán stigum meira en Fylkismenn sem féllu og spila í Inkasso-deildinni að ári.Uppfært 11:03: Fylkir hefur staðfest frétt Vísis. Helgi Sigurðsson hefur verið ráðinn til þriggja ára.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira