Embættismaður færður til í starfi vegna ummæla í garð félags fanga og starfsmanna umboðsmanns Alþingis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. október 2016 19:00 Lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu hefur verið færður til í starfi vegna tölvupósts sem innihélt sterkar skoðanir á starfsmönnum umboðsmanns Alþingis og talsmönnum fanga. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf mannsins og lítur ráðuneytið málið alvarlegum augum.Sjá einnig: Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinuLögfræðingurinn sá um fangelsismál hjá Innanríkisráðuneytinu þegar tölvupósturinn var sendur í byrjun september. Pósturinn var ætlaður skrifstofustjóra ráðuneytisins varðandi fyrirhugað svar til Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga yfir reglum sem settar voru um bann við heimsóknum fanga á milli klefa. Formaður Afstöðu félags fanga fékk afrit af bréfinu fyrir mistök.Tölvupósturinn var sendur á formann Afstöðu fyrir mistökÍ tölvupóstinum segir lögfræðingurinn að hann sé orðinn „býsna þreyttur á umræddu máli. Mest langi hann til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta þá hanga.“ Þá sakar hann meðlimi félags fanga um ofbeldi í garð samfanga sinna. Aðalheiður Ámundadóttir, stjórnarmaður í Afstöðu, segir að í bréfinu komi fram mjög fordómafull viðhorf í garð félagsins og annarleg sjónarmið um starfsmenn umboðsmanns.„Við vorum bara gjörsamlega miður okkar. Stjórn þessa félags er að sinna mannréttindagæslu fyrir frelsissvipta einstaklinga og við höfum verið að vanda okkur gríðarlega mikið og reynt að gera hluti faglega. Svo verðum við þess áskynja með þessum hætti að háttsettir embættismenn sem fari með þennan málaflokk láti að því liggja með beinum hætti að það séu annarlegir hvatar að baki okkar hagsmunagæslu, að við séum að berja á föngum eins og kemur fram í bréfinu. Þetta var auðvitað bara svakalegt högg,“ segir Aðalheiður. Umræddur starfsmaður ráðuneytisins og ráðuneytið sjálft hafa beðið umboðsmann Alþingis og félag fanga afsökunar á tölvupóstinum. „Við fengum fund í ráðuneytinu og það voru sterk vilyrði fyrir því að það verði bætt mjög úr samskiptum við félagið. Ég er bara mjög vongóð að það eigi eftir að koma góðir hlutir út úr því,“ segir Aðalheiður. Á fundi ráðuneytissins og félagsmanna Afstöðu var þeim tilkynnt að starfsmaðurinn hafi verið færður til í starfi. Enginn í innanríkisráðuneytinu vildi veita viðtal vegna málsins en ráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem segir að „í umræddum tölvupósti sé að finna efni sem sé á allan hátt ófaglegt og fjarri því að fela í sér afstöðu ráðuneytisins. Um leið og viðtakendur tölvupóstsins hafi verið upplýstir um að pósturinn hafi verið sendur fyrir mistök hafi ráðuneytið og viðkomandi stafsmaður beðið viðkomandi afsökunar.“ Þá segir að ráðuneytið leggi áherslu á að í umfjöllun um málefni fanga séu vinnubrögð fagleg, málsmeðferð réttlát og jafnræði haft að leiðarljósi í þjónustu við þá sem leiti til ráðuneytissins. Þar af leiðandi hafi starfsmaðurinn verið fluttur til í starfi. Umboðasmaður Alþingis segist líta ummæla af þessu tagi alvarlegum augum. Hann hafi komið þeim sjónarmiðum á framfæri við ráðuneytið og það og starfsmaðurinn hafi beðist afsökunar gagnvart honum og starfsmönnum hans. Á þessu stigi telji hann ekki rétt að bregðast frekar við, meðal annars í ljósi þess að að það kunni að koma í hlut umboðsmanns að fjalla um kvartanir vegna málsins. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf lögfræðingsins í ráðuneytinu.Sjá einnig: Bréf lögfræðings innanríkisráðuneytisins gæti kostað milljón Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu hefur verið færður til í starfi vegna tölvupósts sem innihélt sterkar skoðanir á starfsmönnum umboðsmanns Alþingis og talsmönnum fanga. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf mannsins og lítur ráðuneytið málið alvarlegum augum.Sjá einnig: Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinuLögfræðingurinn sá um fangelsismál hjá Innanríkisráðuneytinu þegar tölvupósturinn var sendur í byrjun september. Pósturinn var ætlaður skrifstofustjóra ráðuneytisins varðandi fyrirhugað svar til Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga yfir reglum sem settar voru um bann við heimsóknum fanga á milli klefa. Formaður Afstöðu félags fanga fékk afrit af bréfinu fyrir mistök.Tölvupósturinn var sendur á formann Afstöðu fyrir mistökÍ tölvupóstinum segir lögfræðingurinn að hann sé orðinn „býsna þreyttur á umræddu máli. Mest langi hann til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta þá hanga.“ Þá sakar hann meðlimi félags fanga um ofbeldi í garð samfanga sinna. Aðalheiður Ámundadóttir, stjórnarmaður í Afstöðu, segir að í bréfinu komi fram mjög fordómafull viðhorf í garð félagsins og annarleg sjónarmið um starfsmenn umboðsmanns.„Við vorum bara gjörsamlega miður okkar. Stjórn þessa félags er að sinna mannréttindagæslu fyrir frelsissvipta einstaklinga og við höfum verið að vanda okkur gríðarlega mikið og reynt að gera hluti faglega. Svo verðum við þess áskynja með þessum hætti að háttsettir embættismenn sem fari með þennan málaflokk láti að því liggja með beinum hætti að það séu annarlegir hvatar að baki okkar hagsmunagæslu, að við séum að berja á föngum eins og kemur fram í bréfinu. Þetta var auðvitað bara svakalegt högg,“ segir Aðalheiður. Umræddur starfsmaður ráðuneytisins og ráðuneytið sjálft hafa beðið umboðsmann Alþingis og félag fanga afsökunar á tölvupóstinum. „Við fengum fund í ráðuneytinu og það voru sterk vilyrði fyrir því að það verði bætt mjög úr samskiptum við félagið. Ég er bara mjög vongóð að það eigi eftir að koma góðir hlutir út úr því,“ segir Aðalheiður. Á fundi ráðuneytissins og félagsmanna Afstöðu var þeim tilkynnt að starfsmaðurinn hafi verið færður til í starfi. Enginn í innanríkisráðuneytinu vildi veita viðtal vegna málsins en ráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem segir að „í umræddum tölvupósti sé að finna efni sem sé á allan hátt ófaglegt og fjarri því að fela í sér afstöðu ráðuneytisins. Um leið og viðtakendur tölvupóstsins hafi verið upplýstir um að pósturinn hafi verið sendur fyrir mistök hafi ráðuneytið og viðkomandi stafsmaður beðið viðkomandi afsökunar.“ Þá segir að ráðuneytið leggi áherslu á að í umfjöllun um málefni fanga séu vinnubrögð fagleg, málsmeðferð réttlát og jafnræði haft að leiðarljósi í þjónustu við þá sem leiti til ráðuneytissins. Þar af leiðandi hafi starfsmaðurinn verið fluttur til í starfi. Umboðasmaður Alþingis segist líta ummæla af þessu tagi alvarlegum augum. Hann hafi komið þeim sjónarmiðum á framfæri við ráðuneytið og það og starfsmaðurinn hafi beðist afsökunar gagnvart honum og starfsmönnum hans. Á þessu stigi telji hann ekki rétt að bregðast frekar við, meðal annars í ljósi þess að að það kunni að koma í hlut umboðsmanns að fjalla um kvartanir vegna málsins. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf lögfræðingsins í ráðuneytinu.Sjá einnig: Bréf lögfræðings innanríkisráðuneytisins gæti kostað milljón
Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira