Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinu 13. nóvember 2014 14:48 Hanna Björg fékk afsökunarbeiðni frá ráðuneytinu. Lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu var áminntur af ráðuneytisstjóra fyrir að brjóta siðareglur stjórnarráðsins. Lögfræðingurinn sendi tölvupóst úr pósthólfi ráðuneytisins á starfsmann Barnaverndarstofu, í september í fyrra. Í póstinum fjallar lögfræðingurinn um persónuleg mál fyrrum sambýliskonu vinar síns og deilur sem upp komu í kjölfar sambúðarslita þeirra. Konunni, sem heitir Hanna Björg Margrétardóttir, barst afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinu í júlí. Hún ákvað að deila sögu sinni á Facebook í gær. Í afsökunarbréfi innanríkisráðuneytisins segir meðal annars: „Ráðuneytinu þykir miður hafið þér orðið fyrir óþægindum vegna þessara mistaka.“ Þar segir einnig: „Efni tölvubréfsins er ráðuneytinu óviðkomandi.“ Hanna Björg er afar ósátt við þessi skrif mannsins en í bréfinu má finna ýmsar fullyrðingar um skapgerð hennar, sem hún er afar ósammála, auk skrifa um sambandsslit hennar og fyrrum sambýlismanns hennar. „Þessi póstur er uppfullur af tilhæfulausum aðdróttunum í garð minn sem og ósannindum sem bréfritari hefur eftir vini sínum,“ segir Hanna Björg og vísar þar í vinskap fyrrum sambýlismanns síns og lögfræðingsins sem ritaði bréfið. Málið teygir anga sína til stofnunar sem heyrir undir Barnaverndarstofu, en lögfræðingurinn kallar tvo starfsmenn þeirrar stofnunar „fugla“ í bréfinu.Sendi á lögfræðing Barnaverndarstofu Í bréfinu rekur lögfræðingurinn atburðarás sem hófst við sambandsslit Hönnu Bjargar og fyrrum sambýlismanns hennar. Hanna Björg fór af heimili þeirra í fimm daga og þegar hún kom þangað aftur til að sækja eigur sínar tók hún eftir því að búið var að skipta um skrá á útidyrahurðinni, þannig að hún komst ekki inn í íbúðina. Hún ákvað að brjóta rúðu til þess að komast inn í íbúðina en hringdi samstundis á lögreglu og sagði frá því hvað hún hafði gert. Lögreglumenn komu á staðinn innan skamms. „Frá þeirri stundu sem fyrrum sambýlismaður minn skipti um lás á heimili okkar hindraði hann aðgang minn að heimili mínu og lögmætum eigum,“ útskýrir Hanna Björg í samtali við Vísi og bætir við: „Að mínu mati skiptir það miklu máli fyrsta verk mitt eftir að ég braut rúðurnar var ekki að fara inn heldur að hringja á lögregluna. Það gerði ég vegna þess að mér var ógnað, hafði orðið fyrir vörslusviptingu og vildi eðlilega fá lögreglu á svæðið.“Kallaði starfsmenn „fugla“ Ein af ástæðum þess að lögfræðingur innanríkisráðuneytisins sendi bréf á kollega sinn hjá Barnaverndarstofu var sú að Hanna Björg starfaði hjá stofnun sem heyrði undir Barnaverndarstofu. Lögfræðingurinn setti út á að hún hafi beðið tvo vinnufélaga sína að koma eftir að hún hafði brotið rúðuna í íbúðinni. Þeir komu á staðinn skömmu eftir að lögreglan var farin. Hanna Björg, bað vinnufélaga sína að hjálpa sér að flytja eigur sínar úr íbúðinni. Þá var fyrrum sambýlismaður hennar kominn heim og meinaði mönnunum inngöngu í íbúðina. Í bréfi sínu gerir lögfræðingurinn athugasemdir við að vinnufélagar Hönnu hafi komið á vettvang á vinnutíma og setur út á að þeir hafi ekið bíl sem var í eigu stofnunarinnar sem þeir unnu hjá. Hanna Björg bendir aftur á móti á að lögfræðingurinn hafi sjálfur verið að ganga erinda vinar síns á sínum vinnutíma. „Hann sendir bréfið á sínum vinnutíma úr tölvu innanríkisráðuneytisins, þannig að hann ætti kannski að líta sér nær,“ segir hún. Í bréfi sínu segir lögfræðingurinn að vinnufélagar Hönnu Bjargar hafi sýnt ógnandi hegðun. „Ég var vissulega ekki á staðnum en vinur minn er mjög áreiðanlegur einstaklingur, reglusamur og pottþéttur. Mér finnst þessi hegðun mannanna, eins og vinur minn lýsir henni, vera ógnandi hegðun,“ segir hann. Í lok bréfsins bætir hann við: „Ég vildi bara láta þig vita varðandi þessa tvo fugla.“Rekur þeirra persónulegu samskipti Í bréfinu rekur lögfræðingurinn samskipti milli Hönnu Bjargar og fyrrum sambýlismanns síns. Hann fullyrðir ýmislegt um hennar skapgerð og hegðun, sem Hanna Björg furðar sig mjög á. Lögfræðingurinn tekur fram að Hanna Björg hafi starfað hjá stofnun sem heyrir undir Barnaverndarstofu og segir að hún hafi sýnt af sér „undarlega hegðun“ og orðið „óstjórnlega reið.“ „Ég skil ekki hvað hann er að tala um,“ segir Hanna Björg sem segir fyrstu viðbrögðin eftir að hún sá bréfið hafa verið skömm og niðurlægingu. „Ég stunda nám við Háskóla Íslands og lýk brátt mastersprófi í félagsráðgjöf. Í bréfinu ber lögfræðingurinn út ósannindi og róg um mig og segir orðrétt: „...hún hefur sýnt undarlega hegðun, orðið óstjórnlega reið o.s.frv.“. Ég er ekki með neina greiningu eða dóma á mér um meinta skapgerðarbresti. Lögfræðingurinn byggir þetta einungis á orðum vinar síns og vísar hann einungis til mannkosta vinar síns: „ég var vissulega ekki á staðnum en vinur minn er mjög áreiðanlegur einstaklingur, reglusamur og pottþéttur. Hún bætir við: „Það er ekki heppilegt fyrir starfsframa minn að lögfræðingur innanríkisráðuneytisins skuli lýsa mér með þessum hætti og senda yfirlýsingu um það á lögfræðing Barnaverndarstofu, þar sem því er dreift til fleiri aðila.“Ráðuneytið gerði munnlegar aðfinnslurHanna Björg fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinu; „Ráðuneytinu þykir miður hafið þér orðið fyrir óþægindum vegna þessara mistaka,“ var meðal þess sem stóð í því bréfinu. Þar segir einnig: „Til svars við erindi yðar tekur ráðuneytið fram að umrætt tölvubréf var ekki ritað á vegum ráðuneytisins. Farið hefur verið ítarlega yfir málið með sendanda tölvubréfsins. Um er að ræða einkabréf hans til kunningjakonu sinnar sem starfar sem lögfræðingur Barnaverndarstofu og gerði hann þau mistök að senda tölvubréfið á netfangi innanríkisráðuneytisins. Efni tölvubréfsins er ráðuneytinu óviðkomandi.“ Þar kemur einnig fram að gerðar hafi verið „munnlegar aðfinnslur við sendandann vegna þess að slíkt er ekki í samræmi við meðferð sambærilegra tilvika innan stjórnaarráðsins.“ Post by Hanna Björg Margrétardóttir. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu var áminntur af ráðuneytisstjóra fyrir að brjóta siðareglur stjórnarráðsins. Lögfræðingurinn sendi tölvupóst úr pósthólfi ráðuneytisins á starfsmann Barnaverndarstofu, í september í fyrra. Í póstinum fjallar lögfræðingurinn um persónuleg mál fyrrum sambýliskonu vinar síns og deilur sem upp komu í kjölfar sambúðarslita þeirra. Konunni, sem heitir Hanna Björg Margrétardóttir, barst afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinu í júlí. Hún ákvað að deila sögu sinni á Facebook í gær. Í afsökunarbréfi innanríkisráðuneytisins segir meðal annars: „Ráðuneytinu þykir miður hafið þér orðið fyrir óþægindum vegna þessara mistaka.“ Þar segir einnig: „Efni tölvubréfsins er ráðuneytinu óviðkomandi.“ Hanna Björg er afar ósátt við þessi skrif mannsins en í bréfinu má finna ýmsar fullyrðingar um skapgerð hennar, sem hún er afar ósammála, auk skrifa um sambandsslit hennar og fyrrum sambýlismanns hennar. „Þessi póstur er uppfullur af tilhæfulausum aðdróttunum í garð minn sem og ósannindum sem bréfritari hefur eftir vini sínum,“ segir Hanna Björg og vísar þar í vinskap fyrrum sambýlismanns síns og lögfræðingsins sem ritaði bréfið. Málið teygir anga sína til stofnunar sem heyrir undir Barnaverndarstofu, en lögfræðingurinn kallar tvo starfsmenn þeirrar stofnunar „fugla“ í bréfinu.Sendi á lögfræðing Barnaverndarstofu Í bréfinu rekur lögfræðingurinn atburðarás sem hófst við sambandsslit Hönnu Bjargar og fyrrum sambýlismanns hennar. Hanna Björg fór af heimili þeirra í fimm daga og þegar hún kom þangað aftur til að sækja eigur sínar tók hún eftir því að búið var að skipta um skrá á útidyrahurðinni, þannig að hún komst ekki inn í íbúðina. Hún ákvað að brjóta rúðu til þess að komast inn í íbúðina en hringdi samstundis á lögreglu og sagði frá því hvað hún hafði gert. Lögreglumenn komu á staðinn innan skamms. „Frá þeirri stundu sem fyrrum sambýlismaður minn skipti um lás á heimili okkar hindraði hann aðgang minn að heimili mínu og lögmætum eigum,“ útskýrir Hanna Björg í samtali við Vísi og bætir við: „Að mínu mati skiptir það miklu máli fyrsta verk mitt eftir að ég braut rúðurnar var ekki að fara inn heldur að hringja á lögregluna. Það gerði ég vegna þess að mér var ógnað, hafði orðið fyrir vörslusviptingu og vildi eðlilega fá lögreglu á svæðið.“Kallaði starfsmenn „fugla“ Ein af ástæðum þess að lögfræðingur innanríkisráðuneytisins sendi bréf á kollega sinn hjá Barnaverndarstofu var sú að Hanna Björg starfaði hjá stofnun sem heyrði undir Barnaverndarstofu. Lögfræðingurinn setti út á að hún hafi beðið tvo vinnufélaga sína að koma eftir að hún hafði brotið rúðuna í íbúðinni. Þeir komu á staðinn skömmu eftir að lögreglan var farin. Hanna Björg, bað vinnufélaga sína að hjálpa sér að flytja eigur sínar úr íbúðinni. Þá var fyrrum sambýlismaður hennar kominn heim og meinaði mönnunum inngöngu í íbúðina. Í bréfi sínu gerir lögfræðingurinn athugasemdir við að vinnufélagar Hönnu hafi komið á vettvang á vinnutíma og setur út á að þeir hafi ekið bíl sem var í eigu stofnunarinnar sem þeir unnu hjá. Hanna Björg bendir aftur á móti á að lögfræðingurinn hafi sjálfur verið að ganga erinda vinar síns á sínum vinnutíma. „Hann sendir bréfið á sínum vinnutíma úr tölvu innanríkisráðuneytisins, þannig að hann ætti kannski að líta sér nær,“ segir hún. Í bréfi sínu segir lögfræðingurinn að vinnufélagar Hönnu Bjargar hafi sýnt ógnandi hegðun. „Ég var vissulega ekki á staðnum en vinur minn er mjög áreiðanlegur einstaklingur, reglusamur og pottþéttur. Mér finnst þessi hegðun mannanna, eins og vinur minn lýsir henni, vera ógnandi hegðun,“ segir hann. Í lok bréfsins bætir hann við: „Ég vildi bara láta þig vita varðandi þessa tvo fugla.“Rekur þeirra persónulegu samskipti Í bréfinu rekur lögfræðingurinn samskipti milli Hönnu Bjargar og fyrrum sambýlismanns síns. Hann fullyrðir ýmislegt um hennar skapgerð og hegðun, sem Hanna Björg furðar sig mjög á. Lögfræðingurinn tekur fram að Hanna Björg hafi starfað hjá stofnun sem heyrir undir Barnaverndarstofu og segir að hún hafi sýnt af sér „undarlega hegðun“ og orðið „óstjórnlega reið.“ „Ég skil ekki hvað hann er að tala um,“ segir Hanna Björg sem segir fyrstu viðbrögðin eftir að hún sá bréfið hafa verið skömm og niðurlægingu. „Ég stunda nám við Háskóla Íslands og lýk brátt mastersprófi í félagsráðgjöf. Í bréfinu ber lögfræðingurinn út ósannindi og róg um mig og segir orðrétt: „...hún hefur sýnt undarlega hegðun, orðið óstjórnlega reið o.s.frv.“. Ég er ekki með neina greiningu eða dóma á mér um meinta skapgerðarbresti. Lögfræðingurinn byggir þetta einungis á orðum vinar síns og vísar hann einungis til mannkosta vinar síns: „ég var vissulega ekki á staðnum en vinur minn er mjög áreiðanlegur einstaklingur, reglusamur og pottþéttur. Hún bætir við: „Það er ekki heppilegt fyrir starfsframa minn að lögfræðingur innanríkisráðuneytisins skuli lýsa mér með þessum hætti og senda yfirlýsingu um það á lögfræðing Barnaverndarstofu, þar sem því er dreift til fleiri aðila.“Ráðuneytið gerði munnlegar aðfinnslurHanna Björg fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinu; „Ráðuneytinu þykir miður hafið þér orðið fyrir óþægindum vegna þessara mistaka,“ var meðal þess sem stóð í því bréfinu. Þar segir einnig: „Til svars við erindi yðar tekur ráðuneytið fram að umrætt tölvubréf var ekki ritað á vegum ráðuneytisins. Farið hefur verið ítarlega yfir málið með sendanda tölvubréfsins. Um er að ræða einkabréf hans til kunningjakonu sinnar sem starfar sem lögfræðingur Barnaverndarstofu og gerði hann þau mistök að senda tölvubréfið á netfangi innanríkisráðuneytisins. Efni tölvubréfsins er ráðuneytinu óviðkomandi.“ Þar kemur einnig fram að gerðar hafi verið „munnlegar aðfinnslur við sendandann vegna þess að slíkt er ekki í samræmi við meðferð sambærilegra tilvika innan stjórnaarráðsins.“ Post by Hanna Björg Margrétardóttir.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði