Framsýni eða skammsýni í menntamálum? Páll Rafnar Þorsteinsson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 18. október 2016 07:00 Í liðinni viku birtu sjö rektorar íslenskra háskóla opið bréf þar sem þeir vara við þeirri stefnumótun sem birtist í Fjármálaáætlun hins opinbera fyrir árin 2017–2021. Þar kemur fram að íslenskir háskólar eru verulega undirfjármagnaðir og fá helmingi lægra framlag á hvern nemanda en háskólar annars staðar á Norðurlöndum.Fjárframlög til háskólanna of lág Hátt menntunarstig er undirstaða efnahagslegrar velsældar, stuðlar að stjórnmálalegum stöðugleika og eflir lýðræðisvitund. Menntun leiðir til nýsköpunar og almennrar velferðar í samfélaginu. Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að byggja skapandi atvinnulíf með hugviti og þekkingu. Með því móti aukum við framleiðni, sköpum eftirsóknarverð störf og mótum samfélag sem laðar að sér hæfileikaríka einstaklinga. Þess vegna er óviðunandi að Ísland skuli standa Norðurlandaþjóðunum og öðrum OECD-ríkjum eins langt að baki og raun ber vitni þegar litið er til fjármögnunar háskóla, til rannsókna og þróunar. Það er ávísun á veikari samkeppnisstöðu til langframa. Við störfum í háskólasamfélaginu og höfum kynnst því frá fyrstu hendi hvernig íslenskir háskólar hafa mátt búa við fjársvelti og hafa raunar gert lengi. Þessi staðreynd ber vott um skammsýni stjórnvalda. Þrátt fyrir góðan árangur háskólanna miðað við aðstæður þá þurfa þeir einfaldlega meiri stuðning til þess að geta staðið undir þeim kröfum sem við gerum til þeirra í framtíðinni. Til þess þurfum við á stjórnvöldum að halda sem standa með háskólunum. Það er áhyggjuefni að þrátt fyrir þessa dökku mynd og skammarlegu útkomu í alþjóðlegum samanburði á fjárframlögum til háskólamenntunar skuli núverandi ríkisstjórn ekki sýna ástandinu nokkurn skilning í fjárhagsáætlun til næstu fimm ára. Á sama tíma hreykir ríkisstjórnin sér af góðu efnahagsástandi. Í þessu kristallast pólitísk afstaða ríkisstjórnarinnar til menntunar.Fjárfesting í framtíðinni Við trúum því að aukin fjárframlög til menntunar séu fjárfesting til framtíðar í þágu samfélagsins alls. Við trúum því að við munum styrkja stöðu okkar með því að efla menntastofnanir og skapa aðstæður fyrir framsækið rannsóknastarf. Viðreisn vill auka samvinnu háskóla, rannsóknarstofnana og atvinnulífs þannig að til verði frjór jarðvegur fyrir nýsköpunarstarf. Sterkir skólar og framsýnt atvinnulíf þjóna saman hagsmunum samfélagsins. Í anda þessarar hugmyndafræði viljum við efla innlenda samkeppnissjóði. Jafnframt viljum við stuðla að aukinni sókn í erlenda rannsóknasjóði og þar með aukna þátttöku í alþjóðlegu vísindastarfi. Óvíða er alþjóðlegt samstarf jafn mikilvægt og á sviði menntunar og vísinda. Þess vegna er brýnt að tryggja aðgang íslenskra fræðimanna að hinum alþjóðlega fræðaheimi. Þetta á ekki síst við um evrópskt samstarf, sem hefur reynst íslensku vísindasamfélagi ómetanlegt á umliðnum árum og áratugum. Viðreisn hefur sett það markmið að Ísland nái meðaltali OECD-ríkja hvað varðar fjárfestingu í háskólamenntun strax á næsta kjörtímabili. Jafnframt stendur vilji okkar til þess að því að Íslendingar standi frændum sínum annars staðar á Norðurlöndunum jafnfætis í þessum efnum árið 2022. Háskólar verða að geta horft fram á veginn. Þeir verða að vera framsýnir. Þeir eiga ekki að þurfa að takast á herðar sífellt viðameiri verkefni en hafa ávallt úr jafn litlu að moða. Þeir eiga ekki að þola það að stjórnvöld hugsi með sér „þetta reddast”. Háskólar Íslands mega ekki verða skammsýninni að bráð. Það er þörf á stjórnmálaafli sem vill efla háskólana. Það er þörf á Viðreisn háskólanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku birtu sjö rektorar íslenskra háskóla opið bréf þar sem þeir vara við þeirri stefnumótun sem birtist í Fjármálaáætlun hins opinbera fyrir árin 2017–2021. Þar kemur fram að íslenskir háskólar eru verulega undirfjármagnaðir og fá helmingi lægra framlag á hvern nemanda en háskólar annars staðar á Norðurlöndum.Fjárframlög til háskólanna of lág Hátt menntunarstig er undirstaða efnahagslegrar velsældar, stuðlar að stjórnmálalegum stöðugleika og eflir lýðræðisvitund. Menntun leiðir til nýsköpunar og almennrar velferðar í samfélaginu. Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að byggja skapandi atvinnulíf með hugviti og þekkingu. Með því móti aukum við framleiðni, sköpum eftirsóknarverð störf og mótum samfélag sem laðar að sér hæfileikaríka einstaklinga. Þess vegna er óviðunandi að Ísland skuli standa Norðurlandaþjóðunum og öðrum OECD-ríkjum eins langt að baki og raun ber vitni þegar litið er til fjármögnunar háskóla, til rannsókna og þróunar. Það er ávísun á veikari samkeppnisstöðu til langframa. Við störfum í háskólasamfélaginu og höfum kynnst því frá fyrstu hendi hvernig íslenskir háskólar hafa mátt búa við fjársvelti og hafa raunar gert lengi. Þessi staðreynd ber vott um skammsýni stjórnvalda. Þrátt fyrir góðan árangur háskólanna miðað við aðstæður þá þurfa þeir einfaldlega meiri stuðning til þess að geta staðið undir þeim kröfum sem við gerum til þeirra í framtíðinni. Til þess þurfum við á stjórnvöldum að halda sem standa með háskólunum. Það er áhyggjuefni að þrátt fyrir þessa dökku mynd og skammarlegu útkomu í alþjóðlegum samanburði á fjárframlögum til háskólamenntunar skuli núverandi ríkisstjórn ekki sýna ástandinu nokkurn skilning í fjárhagsáætlun til næstu fimm ára. Á sama tíma hreykir ríkisstjórnin sér af góðu efnahagsástandi. Í þessu kristallast pólitísk afstaða ríkisstjórnarinnar til menntunar.Fjárfesting í framtíðinni Við trúum því að aukin fjárframlög til menntunar séu fjárfesting til framtíðar í þágu samfélagsins alls. Við trúum því að við munum styrkja stöðu okkar með því að efla menntastofnanir og skapa aðstæður fyrir framsækið rannsóknastarf. Viðreisn vill auka samvinnu háskóla, rannsóknarstofnana og atvinnulífs þannig að til verði frjór jarðvegur fyrir nýsköpunarstarf. Sterkir skólar og framsýnt atvinnulíf þjóna saman hagsmunum samfélagsins. Í anda þessarar hugmyndafræði viljum við efla innlenda samkeppnissjóði. Jafnframt viljum við stuðla að aukinni sókn í erlenda rannsóknasjóði og þar með aukna þátttöku í alþjóðlegu vísindastarfi. Óvíða er alþjóðlegt samstarf jafn mikilvægt og á sviði menntunar og vísinda. Þess vegna er brýnt að tryggja aðgang íslenskra fræðimanna að hinum alþjóðlega fræðaheimi. Þetta á ekki síst við um evrópskt samstarf, sem hefur reynst íslensku vísindasamfélagi ómetanlegt á umliðnum árum og áratugum. Viðreisn hefur sett það markmið að Ísland nái meðaltali OECD-ríkja hvað varðar fjárfestingu í háskólamenntun strax á næsta kjörtímabili. Jafnframt stendur vilji okkar til þess að því að Íslendingar standi frændum sínum annars staðar á Norðurlöndunum jafnfætis í þessum efnum árið 2022. Háskólar verða að geta horft fram á veginn. Þeir verða að vera framsýnir. Þeir eiga ekki að þurfa að takast á herðar sífellt viðameiri verkefni en hafa ávallt úr jafn litlu að moða. Þeir eiga ekki að þola það að stjórnvöld hugsi með sér „þetta reddast”. Háskólar Íslands mega ekki verða skammsýninni að bráð. Það er þörf á stjórnmálaafli sem vill efla háskólana. Það er þörf á Viðreisn háskólanna.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun