Teitur er tilbúinn Aron Leví Beck skrifar 17. október 2016 16:20 Neytendasamtökin kjósa sér nýjan formann um næstu helgi eða laugardaginn 22. október. Þá kemur í ljós hver fær það mikilvæga hlutverk að vera talsmaður neytenda í landinu. Það er ferlega mikilvægt verkefni því þó við séum öll neytendur – og þannig stærsti hagsmunahópur í landinu – þá erum neytendur oft dreifðir og óskipulagðir. Neytendasamtökin þurfa því að vera öflug og formaður þeirra duglegur, drífandi og óragur við að taka slaginn. Formaðurinn gefur nefnilega tóninn fyrir allt starf samtakanna og ef hann er sterkur – þá eru samtökin sterk. Það er af þessari ástæðu sem ég styð Teit Atlason sem næsta formann. Teitur hefur sýnt það og sannað sem varaformaður Neytendasamtakana síðustu ár að hann er rétti maðurinn til að vera talsmaður neytenda á Íslandi. Í hverju málinu af öðru hefur hann stigið fram og varið hagsmuni almennings, spurt óþægilegra en nauðsynlegra spurninga, veitt fyrirtækjum eðlilegt aðhald og barist gegn okri og svindli hvar sem það birtist. Teitur talar um málin eins og þau eru og er ekkert að sykurhúða hlutina þegar þeir eru ekki í lagi. Mér fannst til dæmis frábært hvernig hann beitti sér í Borgunarmálinu og um málefni Auðkennis, í umræðunni um umhverfisvænar merkingar (sem voru hvorki fugl né fiskur) og nú síðast hvernig erlendir ferðamenn eru stundum snuðaðir, sem bitnar á endanum á okkur öllum. Í öllum þessu málum sýndi Teitur frumkvæði, baráttuþrek og síðast en ekki síst djörfung því það er ekki allra að skora voldug öfl og fjársterk fyrirtæki á hólm. En talsmaður neytenda má aldrei vera hræddur – ef eitthvað er þá eiga þeir sem eru að svína á neytendum að vera hræddir við hann! Í öllum þessum málum og mörgum fleirum hefur Teitur sýnt að hann er rétti maðurinn í starfið. Og ég held að Neytendasamtökin séu líka tilbúin til að stíga betur upp og berjast enn betur fyrir málefnum neytenda. Þau þurfa að gera það því það víða er pottur brotinn og það þarf alltaf að vera á verði og sækja fram með hagsmuni neytenda. Það gerir það enginn nema við sjálf. Núverandi formaður og allur sá fjöldi fólks sem hefur starfað í neytendamálum á undanförnum árum og áratugum hefur staðið sig vel og margir sigrar hafa unnist. En það má og þarf að gera enn betur. Nýir samskiptamiðlar fela í sér alls konar tækifæri til þess, en það er ekki nóg að hafa tæki og tól, það þarf líka að beita þeim. Til þess þurfum við líka ferska og kjarkaða forystumenn, með góða dómgreind og skýra rödd. Teitur er tilbúinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Neytendasamtökin kjósa sér nýjan formann um næstu helgi eða laugardaginn 22. október. Þá kemur í ljós hver fær það mikilvæga hlutverk að vera talsmaður neytenda í landinu. Það er ferlega mikilvægt verkefni því þó við séum öll neytendur – og þannig stærsti hagsmunahópur í landinu – þá erum neytendur oft dreifðir og óskipulagðir. Neytendasamtökin þurfa því að vera öflug og formaður þeirra duglegur, drífandi og óragur við að taka slaginn. Formaðurinn gefur nefnilega tóninn fyrir allt starf samtakanna og ef hann er sterkur – þá eru samtökin sterk. Það er af þessari ástæðu sem ég styð Teit Atlason sem næsta formann. Teitur hefur sýnt það og sannað sem varaformaður Neytendasamtakana síðustu ár að hann er rétti maðurinn til að vera talsmaður neytenda á Íslandi. Í hverju málinu af öðru hefur hann stigið fram og varið hagsmuni almennings, spurt óþægilegra en nauðsynlegra spurninga, veitt fyrirtækjum eðlilegt aðhald og barist gegn okri og svindli hvar sem það birtist. Teitur talar um málin eins og þau eru og er ekkert að sykurhúða hlutina þegar þeir eru ekki í lagi. Mér fannst til dæmis frábært hvernig hann beitti sér í Borgunarmálinu og um málefni Auðkennis, í umræðunni um umhverfisvænar merkingar (sem voru hvorki fugl né fiskur) og nú síðast hvernig erlendir ferðamenn eru stundum snuðaðir, sem bitnar á endanum á okkur öllum. Í öllum þessu málum sýndi Teitur frumkvæði, baráttuþrek og síðast en ekki síst djörfung því það er ekki allra að skora voldug öfl og fjársterk fyrirtæki á hólm. En talsmaður neytenda má aldrei vera hræddur – ef eitthvað er þá eiga þeir sem eru að svína á neytendum að vera hræddir við hann! Í öllum þessum málum og mörgum fleirum hefur Teitur sýnt að hann er rétti maðurinn í starfið. Og ég held að Neytendasamtökin séu líka tilbúin til að stíga betur upp og berjast enn betur fyrir málefnum neytenda. Þau þurfa að gera það því það víða er pottur brotinn og það þarf alltaf að vera á verði og sækja fram með hagsmuni neytenda. Það gerir það enginn nema við sjálf. Núverandi formaður og allur sá fjöldi fólks sem hefur starfað í neytendamálum á undanförnum árum og áratugum hefur staðið sig vel og margir sigrar hafa unnist. En það má og þarf að gera enn betur. Nýir samskiptamiðlar fela í sér alls konar tækifæri til þess, en það er ekki nóg að hafa tæki og tól, það þarf líka að beita þeim. Til þess þurfum við líka ferska og kjarkaða forystumenn, með góða dómgreind og skýra rödd. Teitur er tilbúinn.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun