Sammála um að bæta þurfi samgöngur í Suðurkjördæmi nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 18. október 2016 23:30 Oddvitar Suðurkjördæmis ræddu um málefni kjördæmisins í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Oddvitarnir koma úr þeim sjö flokkum sem mælast með fimm prósenta fylgi eða hærra. Oddvitarnir sem mættu í sjónvarpssal voru Páll Magnússon (D), Oddný G. Harðardóttir (S), Ari Trausti Guðmundsson (V), Jóna Sólveig Elínardóttir (C), Smári McCarthy (P), Páll Valur Björnsson (A) og Sigurður Ingi Jóhannsson (F). Fjölgun ferðafólks kallar á betri samgöngurOddvitar flokkanna voru sammála um að samgöngum í Suðurkjördæmi væri ábótavant. Tvöföldun Reykjanesbrautar væri löngu tímabær að þeirra mati sem og útrýming einbreiðra brúa. Tíð banaslys voru þeim ofarlega í huga. „Innviðabrestur er á samgöngum á þessu svæði en hann hefur komið hvað skýrast í ljós eftir að ferðamönnum fjölgaði,“sagði Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Tvöföldun vega og brúa eru þó ekki einu úrbæturnar sem þörf er á. „Við þurfum að horfa á tvöföldun vega en einnig annað, til dæmis að setja útsýnisútskot á vegum,“ sagði Jóna Sólveig Elínardóttir, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Hún bætti einnig við að æskilegt væri að breikka þjóðvegi, til dæmis vegna aukins fjölda hjólreiðamanna á vegum úti. Að mati Smára McCarthy, oddvita Pírata í Suðurkjördæmi, er einnig nauðsynlegt að efla almenningssamgöngur á Suðurlandi enda fjöldi fólks sem ferðast til Reykjavíkur dag hvern til þess að sækja vinnu eða skóla.Heilsugæsla vanrækt á kostnað spítala Oddvitar flokkanna voru sammála um að grípa þyrfti til aðgerða til þess að bæta heilbrigðismál í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, minntist á aukinn ferðamannastraum um kjördæmið en hún telur að hann hafi í för með sér aukið álag á heilbrigðisstofnanir þess. Páll Magnússon tók í sama streng. Ljóst var af umræðum oddvitanna að ný ríkisstjórn verði að treysta stoðir heilsugæslu á landinu og að málefni Landspítalans megi ekki skyggja á heilbrigðismál á öllu landinu. Stjórnarandstöðuflokkar ræddu um aðgerðaleysi af hálfu stjórnvalda í heilbrigðismálum og töldu að ágreiningsmál um útfærslu tefðu framkvæmdir. „Ég held að það sé lykilatriði fyrir íslenska þjóð að fara að girða sig í brók og velta því fyrir sér hvernig við ætlum að hafa heilbrigðiskerfið,“ sagði Páll Valur Björnsson oddviti Bjartrar Framtíðar. Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Oddvitar Suðurkjördæmis ræddu um málefni kjördæmisins í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Oddvitarnir koma úr þeim sjö flokkum sem mælast með fimm prósenta fylgi eða hærra. Oddvitarnir sem mættu í sjónvarpssal voru Páll Magnússon (D), Oddný G. Harðardóttir (S), Ari Trausti Guðmundsson (V), Jóna Sólveig Elínardóttir (C), Smári McCarthy (P), Páll Valur Björnsson (A) og Sigurður Ingi Jóhannsson (F). Fjölgun ferðafólks kallar á betri samgöngurOddvitar flokkanna voru sammála um að samgöngum í Suðurkjördæmi væri ábótavant. Tvöföldun Reykjanesbrautar væri löngu tímabær að þeirra mati sem og útrýming einbreiðra brúa. Tíð banaslys voru þeim ofarlega í huga. „Innviðabrestur er á samgöngum á þessu svæði en hann hefur komið hvað skýrast í ljós eftir að ferðamönnum fjölgaði,“sagði Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Tvöföldun vega og brúa eru þó ekki einu úrbæturnar sem þörf er á. „Við þurfum að horfa á tvöföldun vega en einnig annað, til dæmis að setja útsýnisútskot á vegum,“ sagði Jóna Sólveig Elínardóttir, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Hún bætti einnig við að æskilegt væri að breikka þjóðvegi, til dæmis vegna aukins fjölda hjólreiðamanna á vegum úti. Að mati Smára McCarthy, oddvita Pírata í Suðurkjördæmi, er einnig nauðsynlegt að efla almenningssamgöngur á Suðurlandi enda fjöldi fólks sem ferðast til Reykjavíkur dag hvern til þess að sækja vinnu eða skóla.Heilsugæsla vanrækt á kostnað spítala Oddvitar flokkanna voru sammála um að grípa þyrfti til aðgerða til þess að bæta heilbrigðismál í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, minntist á aukinn ferðamannastraum um kjördæmið en hún telur að hann hafi í för með sér aukið álag á heilbrigðisstofnanir þess. Páll Magnússon tók í sama streng. Ljóst var af umræðum oddvitanna að ný ríkisstjórn verði að treysta stoðir heilsugæslu á landinu og að málefni Landspítalans megi ekki skyggja á heilbrigðismál á öllu landinu. Stjórnarandstöðuflokkar ræddu um aðgerðaleysi af hálfu stjórnvalda í heilbrigðismálum og töldu að ágreiningsmál um útfærslu tefðu framkvæmdir. „Ég held að það sé lykilatriði fyrir íslenska þjóð að fara að girða sig í brók og velta því fyrir sér hvernig við ætlum að hafa heilbrigðiskerfið,“ sagði Páll Valur Björnsson oddviti Bjartrar Framtíðar.
Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira