Sammála um að bæta þurfi samgöngur í Suðurkjördæmi nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 18. október 2016 23:30 Oddvitar Suðurkjördæmis ræddu um málefni kjördæmisins í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Oddvitarnir koma úr þeim sjö flokkum sem mælast með fimm prósenta fylgi eða hærra. Oddvitarnir sem mættu í sjónvarpssal voru Páll Magnússon (D), Oddný G. Harðardóttir (S), Ari Trausti Guðmundsson (V), Jóna Sólveig Elínardóttir (C), Smári McCarthy (P), Páll Valur Björnsson (A) og Sigurður Ingi Jóhannsson (F). Fjölgun ferðafólks kallar á betri samgöngurOddvitar flokkanna voru sammála um að samgöngum í Suðurkjördæmi væri ábótavant. Tvöföldun Reykjanesbrautar væri löngu tímabær að þeirra mati sem og útrýming einbreiðra brúa. Tíð banaslys voru þeim ofarlega í huga. „Innviðabrestur er á samgöngum á þessu svæði en hann hefur komið hvað skýrast í ljós eftir að ferðamönnum fjölgaði,“sagði Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Tvöföldun vega og brúa eru þó ekki einu úrbæturnar sem þörf er á. „Við þurfum að horfa á tvöföldun vega en einnig annað, til dæmis að setja útsýnisútskot á vegum,“ sagði Jóna Sólveig Elínardóttir, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Hún bætti einnig við að æskilegt væri að breikka þjóðvegi, til dæmis vegna aukins fjölda hjólreiðamanna á vegum úti. Að mati Smára McCarthy, oddvita Pírata í Suðurkjördæmi, er einnig nauðsynlegt að efla almenningssamgöngur á Suðurlandi enda fjöldi fólks sem ferðast til Reykjavíkur dag hvern til þess að sækja vinnu eða skóla.Heilsugæsla vanrækt á kostnað spítala Oddvitar flokkanna voru sammála um að grípa þyrfti til aðgerða til þess að bæta heilbrigðismál í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, minntist á aukinn ferðamannastraum um kjördæmið en hún telur að hann hafi í för með sér aukið álag á heilbrigðisstofnanir þess. Páll Magnússon tók í sama streng. Ljóst var af umræðum oddvitanna að ný ríkisstjórn verði að treysta stoðir heilsugæslu á landinu og að málefni Landspítalans megi ekki skyggja á heilbrigðismál á öllu landinu. Stjórnarandstöðuflokkar ræddu um aðgerðaleysi af hálfu stjórnvalda í heilbrigðismálum og töldu að ágreiningsmál um útfærslu tefðu framkvæmdir. „Ég held að það sé lykilatriði fyrir íslenska þjóð að fara að girða sig í brók og velta því fyrir sér hvernig við ætlum að hafa heilbrigðiskerfið,“ sagði Páll Valur Björnsson oddviti Bjartrar Framtíðar. Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Oddvitar Suðurkjördæmis ræddu um málefni kjördæmisins í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Oddvitarnir koma úr þeim sjö flokkum sem mælast með fimm prósenta fylgi eða hærra. Oddvitarnir sem mættu í sjónvarpssal voru Páll Magnússon (D), Oddný G. Harðardóttir (S), Ari Trausti Guðmundsson (V), Jóna Sólveig Elínardóttir (C), Smári McCarthy (P), Páll Valur Björnsson (A) og Sigurður Ingi Jóhannsson (F). Fjölgun ferðafólks kallar á betri samgöngurOddvitar flokkanna voru sammála um að samgöngum í Suðurkjördæmi væri ábótavant. Tvöföldun Reykjanesbrautar væri löngu tímabær að þeirra mati sem og útrýming einbreiðra brúa. Tíð banaslys voru þeim ofarlega í huga. „Innviðabrestur er á samgöngum á þessu svæði en hann hefur komið hvað skýrast í ljós eftir að ferðamönnum fjölgaði,“sagði Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Tvöföldun vega og brúa eru þó ekki einu úrbæturnar sem þörf er á. „Við þurfum að horfa á tvöföldun vega en einnig annað, til dæmis að setja útsýnisútskot á vegum,“ sagði Jóna Sólveig Elínardóttir, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Hún bætti einnig við að æskilegt væri að breikka þjóðvegi, til dæmis vegna aukins fjölda hjólreiðamanna á vegum úti. Að mati Smára McCarthy, oddvita Pírata í Suðurkjördæmi, er einnig nauðsynlegt að efla almenningssamgöngur á Suðurlandi enda fjöldi fólks sem ferðast til Reykjavíkur dag hvern til þess að sækja vinnu eða skóla.Heilsugæsla vanrækt á kostnað spítala Oddvitar flokkanna voru sammála um að grípa þyrfti til aðgerða til þess að bæta heilbrigðismál í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, minntist á aukinn ferðamannastraum um kjördæmið en hún telur að hann hafi í för með sér aukið álag á heilbrigðisstofnanir þess. Páll Magnússon tók í sama streng. Ljóst var af umræðum oddvitanna að ný ríkisstjórn verði að treysta stoðir heilsugæslu á landinu og að málefni Landspítalans megi ekki skyggja á heilbrigðismál á öllu landinu. Stjórnarandstöðuflokkar ræddu um aðgerðaleysi af hálfu stjórnvalda í heilbrigðismálum og töldu að ágreiningsmál um útfærslu tefðu framkvæmdir. „Ég held að það sé lykilatriði fyrir íslenska þjóð að fara að girða sig í brók og velta því fyrir sér hvernig við ætlum að hafa heilbrigðiskerfið,“ sagði Páll Valur Björnsson oddviti Bjartrar Framtíðar.
Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira