SHÍ – „Sex á móti ellefu“ Kristófer Már Maronsson skrifar 21. október 2016 09:00 Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Menntun þróast með okkur. Ef við erum dugleg að sinna henni þá blómstrar hún eins og hófsóley við lygnan læk. Ef við leyfum námsbókunum að safna ryki þá nær þekkingin aldrei að festa rætur sínar. Menntun okkar hrörnar. Einn daginn sitjum við eldhúsborðið, og ætlum að ræða um nám okkar, en munum einungis eftir því að við lærðum það. Ekkert er eftir nema minningin um gleymda þekkingu. Það gengur ekki að skilja menntun eftir í hirðuleysi. Hún þróast, svo lengi sem hlúð er að henni og fólk menntar sig. Sú menntun sem við hljótum er síðan m.a. undirstaða heilbrigðiskerfisins, nýsköpunar, tækniþróunar og verðmætasköpunar í samfélaginu. Góð menntun einstaklinga er grunnforsenda fyrir hagsæld og það þekkingarsamfélag sem við búum við i dag. En til þess að hægt sé að mennta fólk þarf að fjárfesta í menntun. Það þarf öfluga háskóla sem styðja og fræða öfluga nemendur. Skólarnir eru til staðar, en þeir þurfa að kljást við mikla undirfjármögnun. Þeir eru að bogna, en við viljum ekki að þeir bresti. Lítum nánar á vandann. Ríkið borgar misháar fjárhæðir fyrir mismunandi tegundir af menntun, sem er mjög eðlilegt. Sum menntun þarfnast meiri búnaðar og vettvangsreynslu en annað nám. Staðan er samt orðin virkilega slæm. Meðalframlag íslenska ríkisins á hvern ársnema í háskóla er tæplega 1,3 milljónir króna. Ísland er þar langt á eftir nágrannaþjóðum sínum því framlagið nemur rúmlega 2,2 milljónum að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum. Reikniflokkarnir svokölluðu sem eru notaðir til þess að borga háskólunum fyrir nám eru snargallaðir og þá verður að endurskoða strax. Á myndinni má sjá reikniflokkana - hversu mikið er borgað fyrir hvern ársnema (hverjar 60 ECTS einingar). Benda má á að sálfræði er t.d. flokkuð í nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað hliðstætt nám. Sálfræði á auðvitað að vera í sama flokki og hjúkrunarnám og hliðstætt nám sem felst m.a. í þjálfun við meðhöndlun sjúklinga, líkt og sálfræðin er á norðurlöndunum. Til að útskýra mismunandi fjárhæðir á einfaldan máta þá má segja að því lægri sem fjárhæðirnar eru, því stærri kennsluhópum er gert ráð fyrir á hvern kennara, mismunandi tækjabúnaði og kennsluaðferðum. Sem dæmi, á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og sambærilegs náms þá er gert ráð fyrir um 24 nemendum á hvern kennara. Það er þó ekki raunin en flestir kennarar eru með mun stærri hópa, allt að 500 manns. Hvernig á kennari að kenna 500 manns öðruvísi en með einföldum fyrirlestri? Fyrirlestraformið er barn síns tíma og í dag er kennsla við bestu háskóla heims á þann hátt að nemendur taka mun meiri þátt í kennslustundinni. Reikniflokkarnir eru ekki eingöngu snargallaðir, heldur eru þeir að hamla kennsluþróun og samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs er markmiðið að styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal annarra norrænna ríkja árið 2020. Ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 sýnir hins vegar að engan veginn er komið til móts við ofangreint markmið. Að meðaltali þurfa tveir nemendur á Íslandi að sætta sig við að vera jafngildir einum nemanda á norðurlöndunum. Við viljum standa öðrum norrænum þjóðum jafnfætis, en erum einungis hálfdrættingar þeirra. Hvert væri gengi íslenskrar knattspyrnu ef hún stæði í sömu sporum og íslenskt háskólakerfi. Við myndum heyja við norðurlöndin 90 mínútna orrustu á knattspyrnuvellinum, sex á móti ellefu - hvernig færi sá leikur? Ef fram fer sem horfir þá mun Ísland halda áfram að dragast aftur úr. Ef við miðum við stöðu mála í dag, þá eru meiri líkur á að þrír eða fjórir íslenskir leikmenn keppi gegn fullmönnuðu liði norðurlanda, heldur en að það bætist í. Kannski endar markmaðurinn einn eftir. Það er spurning hversu mikils er hægt að ætlast til af Hannesi einum. Ef þú telur að háskólanemendur á Íslandi eigi ekki að sitja eftir. Ef þú telur að við eigum ekki að vera hálfdrættingur annarra norðurlanda. Ef þú vilt láta verkin tala þá bendi ég þér á að skrifa undir á haskolarnir.is og skora á verðandi alþingismenn að bregðast við strax. Uppfyllum þau markmið sem sett hafa verið og setjum framtíð Íslands á oddinn. Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Tengdar fréttir LHÍ - "Feitur þeytingur“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 19. október 2016 09:00 SFHR - „Fjárfestum í menntun“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 20. október 2016 09:00 Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Menntun þróast með okkur. Ef við erum dugleg að sinna henni þá blómstrar hún eins og hófsóley við lygnan læk. Ef við leyfum námsbókunum að safna ryki þá nær þekkingin aldrei að festa rætur sínar. Menntun okkar hrörnar. Einn daginn sitjum við eldhúsborðið, og ætlum að ræða um nám okkar, en munum einungis eftir því að við lærðum það. Ekkert er eftir nema minningin um gleymda þekkingu. Það gengur ekki að skilja menntun eftir í hirðuleysi. Hún þróast, svo lengi sem hlúð er að henni og fólk menntar sig. Sú menntun sem við hljótum er síðan m.a. undirstaða heilbrigðiskerfisins, nýsköpunar, tækniþróunar og verðmætasköpunar í samfélaginu. Góð menntun einstaklinga er grunnforsenda fyrir hagsæld og það þekkingarsamfélag sem við búum við i dag. En til þess að hægt sé að mennta fólk þarf að fjárfesta í menntun. Það þarf öfluga háskóla sem styðja og fræða öfluga nemendur. Skólarnir eru til staðar, en þeir þurfa að kljást við mikla undirfjármögnun. Þeir eru að bogna, en við viljum ekki að þeir bresti. Lítum nánar á vandann. Ríkið borgar misháar fjárhæðir fyrir mismunandi tegundir af menntun, sem er mjög eðlilegt. Sum menntun þarfnast meiri búnaðar og vettvangsreynslu en annað nám. Staðan er samt orðin virkilega slæm. Meðalframlag íslenska ríkisins á hvern ársnema í háskóla er tæplega 1,3 milljónir króna. Ísland er þar langt á eftir nágrannaþjóðum sínum því framlagið nemur rúmlega 2,2 milljónum að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum. Reikniflokkarnir svokölluðu sem eru notaðir til þess að borga háskólunum fyrir nám eru snargallaðir og þá verður að endurskoða strax. Á myndinni má sjá reikniflokkana - hversu mikið er borgað fyrir hvern ársnema (hverjar 60 ECTS einingar). Benda má á að sálfræði er t.d. flokkuð í nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað hliðstætt nám. Sálfræði á auðvitað að vera í sama flokki og hjúkrunarnám og hliðstætt nám sem felst m.a. í þjálfun við meðhöndlun sjúklinga, líkt og sálfræðin er á norðurlöndunum. Til að útskýra mismunandi fjárhæðir á einfaldan máta þá má segja að því lægri sem fjárhæðirnar eru, því stærri kennsluhópum er gert ráð fyrir á hvern kennara, mismunandi tækjabúnaði og kennsluaðferðum. Sem dæmi, á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og sambærilegs náms þá er gert ráð fyrir um 24 nemendum á hvern kennara. Það er þó ekki raunin en flestir kennarar eru með mun stærri hópa, allt að 500 manns. Hvernig á kennari að kenna 500 manns öðruvísi en með einföldum fyrirlestri? Fyrirlestraformið er barn síns tíma og í dag er kennsla við bestu háskóla heims á þann hátt að nemendur taka mun meiri þátt í kennslustundinni. Reikniflokkarnir eru ekki eingöngu snargallaðir, heldur eru þeir að hamla kennsluþróun og samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs er markmiðið að styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal annarra norrænna ríkja árið 2020. Ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 sýnir hins vegar að engan veginn er komið til móts við ofangreint markmið. Að meðaltali þurfa tveir nemendur á Íslandi að sætta sig við að vera jafngildir einum nemanda á norðurlöndunum. Við viljum standa öðrum norrænum þjóðum jafnfætis, en erum einungis hálfdrættingar þeirra. Hvert væri gengi íslenskrar knattspyrnu ef hún stæði í sömu sporum og íslenskt háskólakerfi. Við myndum heyja við norðurlöndin 90 mínútna orrustu á knattspyrnuvellinum, sex á móti ellefu - hvernig færi sá leikur? Ef fram fer sem horfir þá mun Ísland halda áfram að dragast aftur úr. Ef við miðum við stöðu mála í dag, þá eru meiri líkur á að þrír eða fjórir íslenskir leikmenn keppi gegn fullmönnuðu liði norðurlanda, heldur en að það bætist í. Kannski endar markmaðurinn einn eftir. Það er spurning hversu mikils er hægt að ætlast til af Hannesi einum. Ef þú telur að háskólanemendur á Íslandi eigi ekki að sitja eftir. Ef þú telur að við eigum ekki að vera hálfdrættingur annarra norðurlanda. Ef þú vilt láta verkin tala þá bendi ég þér á að skrifa undir á haskolarnir.is og skora á verðandi alþingismenn að bregðast við strax. Uppfyllum þau markmið sem sett hafa verið og setjum framtíð Íslands á oddinn. Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture
LHÍ - "Feitur þeytingur“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 19. október 2016 09:00
SFHR - „Fjárfestum í menntun“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 20. október 2016 09:00
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun