Upp í þriggja daga bið eftir innlögn á bráðamóttöku Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2016 21:00 Síðasta árið hefur oft verið fjallað um vanda Landspítala við að útskrifa sjúklinga sem veldur því að erfitt er að skapa pláss fyrir nýja sjúklinga. Vandinn kemur til vegna þess að ekki eru pláss á hjúkrunarheimilum og endurhæfingardeildum. Á föstudag fékk Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans bréf frá tuttugu og tveimur sérfræðilæknum á bráðadeild landspítalans. Í bréfinu lýsa læknarnir yfir neyðarástandi á bráðamótttökunni þar sem deildin sé yfirfull af sjúklingum sem ættu með réttu að fara á aðrar deildir. Á meðan geti þeir ekki sinnt bráðatilfellum nægilega vel.Sjá einnig: Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala og einn þeirra sem skrifuðu undir bréfið til forstjórans. Hann segir ástandið alvarlegt en minnir þó á bráðveikir eigi að sjálfsögðu að leita á bráðamóttökuna. „Á undanförnum mánuðum hefur ástandið hér á bráðamótttökunni farið smám saman versnandi. Við erum að meðaltali með fimmtán sjúklinga sem liggja hér á hverjum morgni að bíða eftir innlögn á aðrar deildir spítalans og þessar tölur hafa farið upp í 25 til 26 á einum morgni,“ segir Jón Magnús. Hann segir þar af leiðandi aðeins þrjú til fimm pláss vera fyrir nýja sjúklinga á bráðadeildum. „Þannig að ekki bara skapar þetta óþægindi og óöryggi fyrir þá sjúklinga sem bíða eftir að komast í nýtt úrræði heldur er einnig hætta á því að við getum ekki tekið eins hratt á móti nýjum sjúklingum og við gjarnan vildum.“ Sjúklingur bíður að meðaltali í tólf tíma frá því að ákveðið er að hann þurfi að leggjast inn á bráðadeild þar til hann kemst í rúm. En biðin getur farið upp í einn til þrjá sólarhringa og bitnar mest á öldruðum og fjölveikum sjúklingum. Jón Magnús hefur einnig áhyggjur af starfsfólkinu.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist hafa fengið eingöngu brot af því fjármagni sem átti að nýta til að takast á við plássleysi.vísir/þþ/lsh„Starfsfólkið er orðið langþreytt, þá fer það að verða óöruggt í vinnunni og finnst það ekki sinna sjúklingum eins vel og það ætti að gera. Þetta leiðir til starfsþreytu, að fólk fari óánægt heim af vaktinni og það er hætta á að við missum afar hæft starfsfólk ef þetta heldur áfram til lengri tíma,“ segir Jón Magnús. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tekur undir áhyggjur læknanna. Hann segir tvær til þrjár legudeildir fullar af sjúklingum sem séu búnir að fá þá meðhöndlun sem þeir þurfa. „Nær allur rekstrarvandi spítalans núna er vegna yfirvinnu og aukavakta á bráðamóttökunni. Það er vandamál að þurfa að kalla til fólk sem er þegar örþreytt, láta það koma hingað inn og biðja það um að hlaupa hraðar.“ Páll segir ýmis úrræði hafi verið reynd vegna mikillar fjölgunar sjúklinga, en fjölgunin kemur til vegna öldrunar þjóðar og fleiri ferðamanna. En til þess að takast á við vandann þurfi allsherjar endurskipulagningu á spítalanum. „Alþingi samþykkti að veita þúsund milljónir á árinu 2016 til að bæta fráflæðisvanda spítalans. Fram að þessu höfum við bara séð 11 prósent eða 110 millur af því, og það er kominn október. Við eigum vonandi eftir að fá meira. En við teljum að heppilegra hefði verið ef við hefðum haft meira að segja um það hvernig fé hefði verið varið.“ Tengdar fréttir „Ég þrái að komast heim“ Fötluð kona er föst á Landspítalanum vegna manneklu í heimahjúkrun. 27. september 2016 19:00 Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Tuttugu sérfræðilæknar sendu Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala alvarlega áminningu í gær vegna ástandsins sem er á bráðamóttöku. 1. október 2016 12:44 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira
Síðasta árið hefur oft verið fjallað um vanda Landspítala við að útskrifa sjúklinga sem veldur því að erfitt er að skapa pláss fyrir nýja sjúklinga. Vandinn kemur til vegna þess að ekki eru pláss á hjúkrunarheimilum og endurhæfingardeildum. Á föstudag fékk Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans bréf frá tuttugu og tveimur sérfræðilæknum á bráðadeild landspítalans. Í bréfinu lýsa læknarnir yfir neyðarástandi á bráðamótttökunni þar sem deildin sé yfirfull af sjúklingum sem ættu með réttu að fara á aðrar deildir. Á meðan geti þeir ekki sinnt bráðatilfellum nægilega vel.Sjá einnig: Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala og einn þeirra sem skrifuðu undir bréfið til forstjórans. Hann segir ástandið alvarlegt en minnir þó á bráðveikir eigi að sjálfsögðu að leita á bráðamóttökuna. „Á undanförnum mánuðum hefur ástandið hér á bráðamótttökunni farið smám saman versnandi. Við erum að meðaltali með fimmtán sjúklinga sem liggja hér á hverjum morgni að bíða eftir innlögn á aðrar deildir spítalans og þessar tölur hafa farið upp í 25 til 26 á einum morgni,“ segir Jón Magnús. Hann segir þar af leiðandi aðeins þrjú til fimm pláss vera fyrir nýja sjúklinga á bráðadeildum. „Þannig að ekki bara skapar þetta óþægindi og óöryggi fyrir þá sjúklinga sem bíða eftir að komast í nýtt úrræði heldur er einnig hætta á því að við getum ekki tekið eins hratt á móti nýjum sjúklingum og við gjarnan vildum.“ Sjúklingur bíður að meðaltali í tólf tíma frá því að ákveðið er að hann þurfi að leggjast inn á bráðadeild þar til hann kemst í rúm. En biðin getur farið upp í einn til þrjá sólarhringa og bitnar mest á öldruðum og fjölveikum sjúklingum. Jón Magnús hefur einnig áhyggjur af starfsfólkinu.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist hafa fengið eingöngu brot af því fjármagni sem átti að nýta til að takast á við plássleysi.vísir/þþ/lsh„Starfsfólkið er orðið langþreytt, þá fer það að verða óöruggt í vinnunni og finnst það ekki sinna sjúklingum eins vel og það ætti að gera. Þetta leiðir til starfsþreytu, að fólk fari óánægt heim af vaktinni og það er hætta á að við missum afar hæft starfsfólk ef þetta heldur áfram til lengri tíma,“ segir Jón Magnús. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tekur undir áhyggjur læknanna. Hann segir tvær til þrjár legudeildir fullar af sjúklingum sem séu búnir að fá þá meðhöndlun sem þeir þurfa. „Nær allur rekstrarvandi spítalans núna er vegna yfirvinnu og aukavakta á bráðamóttökunni. Það er vandamál að þurfa að kalla til fólk sem er þegar örþreytt, láta það koma hingað inn og biðja það um að hlaupa hraðar.“ Páll segir ýmis úrræði hafi verið reynd vegna mikillar fjölgunar sjúklinga, en fjölgunin kemur til vegna öldrunar þjóðar og fleiri ferðamanna. En til þess að takast á við vandann þurfi allsherjar endurskipulagningu á spítalanum. „Alþingi samþykkti að veita þúsund milljónir á árinu 2016 til að bæta fráflæðisvanda spítalans. Fram að þessu höfum við bara séð 11 prósent eða 110 millur af því, og það er kominn október. Við eigum vonandi eftir að fá meira. En við teljum að heppilegra hefði verið ef við hefðum haft meira að segja um það hvernig fé hefði verið varið.“
Tengdar fréttir „Ég þrái að komast heim“ Fötluð kona er föst á Landspítalanum vegna manneklu í heimahjúkrun. 27. september 2016 19:00 Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Tuttugu sérfræðilæknar sendu Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala alvarlega áminningu í gær vegna ástandsins sem er á bráðamóttöku. 1. október 2016 12:44 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira
„Ég þrái að komast heim“ Fötluð kona er föst á Landspítalanum vegna manneklu í heimahjúkrun. 27. september 2016 19:00
Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Tuttugu sérfræðilæknar sendu Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala alvarlega áminningu í gær vegna ástandsins sem er á bráðamóttöku. 1. október 2016 12:44