Fyrsta orrustan um Vesturlandið í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2016 06:30 Pálína Gunnlaugsdóttir leikur með Snæfelli í vetur. vísir/anton Domino’s-deild kvenna fer af stað í kvöld og það er sannkallaður stórleikur á dagskrá í fyrstu umferð. Íslandsmeisturum Snæfells og nýliðum Skallagríms var spáð tveimur efstu sætunum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna og þeir mætast einmitt í Borgarnesi í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og það má búast við að Fjósið verði troðfullt. Skallagrímur er að taka þátt í efstu deild kvenna í fyrsta sinn í fjóra áratugi og þetta verður fyrsti Vesturlandsslagurinn í sögu úrvalsdeildar kvenna. Það dregur ekki úr veisluhöldum í kvöld að mótherjarnir séu bæði ríkjandi Íslandsmeistarar og nágrannar þeirra úr Stykkishólmi. Borgnesingar hafa búið til gríðarlega sterkt kvennalið á stuttum tíma en margir öflugir leikmenn hafa skipt yfir í Skallagrím á þessum tíma. Liðið vann 1. deildina í fyrra og bætti síðan meðal annars við þremur landsliðskonum í sumar. Það er ekki oft sem nýliðum er spáð svo góðu gengi á fyrsta ári en leikmannahópur Skallagrímsliðsins gefur ekki tilefni til annars en að þar fari lið sem ætlar að stimpla sig inn í hóp bestu liða landsins. Mótherjarnir úr Snæfelli bættu við sig landsliðsbakverðinum Pálínu Gunnlaugsdóttur á dögunum en þær bíða enn eftir því hvað hin öfluga Bryndís Guðmundsdóttir ætlar að gera í vetur. Snæfellsliðið hefur klárað titilinn undanfarin ár þrátt fyrir að missa lykilmenn um sumarið og það er því ekkert skrýtið að liðinu sé spáð titlinum nú þegar liðið mætir með nánast sama lið. Þrír aðrir leikir í Domino’s-deild kvenna fara fram í kvöld og allir á Suðurnesjunum. Þeir eru Keflavík-Stjarnan, Njarðvík-Valur og Grindavík-Haukar. Allir leikir kvöldsins hefjast á sama tíma eða klukkan 19.15. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Upphitunarþáttur fyrir Domino's deild kvenna Domino's deild kvenna hefst á morgun með fjórum leikjum. 4. október 2016 20:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Domino’s-deild kvenna fer af stað í kvöld og það er sannkallaður stórleikur á dagskrá í fyrstu umferð. Íslandsmeisturum Snæfells og nýliðum Skallagríms var spáð tveimur efstu sætunum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna og þeir mætast einmitt í Borgarnesi í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og það má búast við að Fjósið verði troðfullt. Skallagrímur er að taka þátt í efstu deild kvenna í fyrsta sinn í fjóra áratugi og þetta verður fyrsti Vesturlandsslagurinn í sögu úrvalsdeildar kvenna. Það dregur ekki úr veisluhöldum í kvöld að mótherjarnir séu bæði ríkjandi Íslandsmeistarar og nágrannar þeirra úr Stykkishólmi. Borgnesingar hafa búið til gríðarlega sterkt kvennalið á stuttum tíma en margir öflugir leikmenn hafa skipt yfir í Skallagrím á þessum tíma. Liðið vann 1. deildina í fyrra og bætti síðan meðal annars við þremur landsliðskonum í sumar. Það er ekki oft sem nýliðum er spáð svo góðu gengi á fyrsta ári en leikmannahópur Skallagrímsliðsins gefur ekki tilefni til annars en að þar fari lið sem ætlar að stimpla sig inn í hóp bestu liða landsins. Mótherjarnir úr Snæfelli bættu við sig landsliðsbakverðinum Pálínu Gunnlaugsdóttur á dögunum en þær bíða enn eftir því hvað hin öfluga Bryndís Guðmundsdóttir ætlar að gera í vetur. Snæfellsliðið hefur klárað titilinn undanfarin ár þrátt fyrir að missa lykilmenn um sumarið og það er því ekkert skrýtið að liðinu sé spáð titlinum nú þegar liðið mætir með nánast sama lið. Þrír aðrir leikir í Domino’s-deild kvenna fara fram í kvöld og allir á Suðurnesjunum. Þeir eru Keflavík-Stjarnan, Njarðvík-Valur og Grindavík-Haukar. Allir leikir kvöldsins hefjast á sama tíma eða klukkan 19.15.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Upphitunarþáttur fyrir Domino's deild kvenna Domino's deild kvenna hefst á morgun með fjórum leikjum. 4. október 2016 20:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Körfuboltakvöld: Upphitunarþáttur fyrir Domino's deild kvenna Domino's deild kvenna hefst á morgun með fjórum leikjum. 4. október 2016 20:00
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum