Fyrsta orrustan um Vesturlandið í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2016 06:30 Pálína Gunnlaugsdóttir leikur með Snæfelli í vetur. vísir/anton Domino’s-deild kvenna fer af stað í kvöld og það er sannkallaður stórleikur á dagskrá í fyrstu umferð. Íslandsmeisturum Snæfells og nýliðum Skallagríms var spáð tveimur efstu sætunum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna og þeir mætast einmitt í Borgarnesi í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og það má búast við að Fjósið verði troðfullt. Skallagrímur er að taka þátt í efstu deild kvenna í fyrsta sinn í fjóra áratugi og þetta verður fyrsti Vesturlandsslagurinn í sögu úrvalsdeildar kvenna. Það dregur ekki úr veisluhöldum í kvöld að mótherjarnir séu bæði ríkjandi Íslandsmeistarar og nágrannar þeirra úr Stykkishólmi. Borgnesingar hafa búið til gríðarlega sterkt kvennalið á stuttum tíma en margir öflugir leikmenn hafa skipt yfir í Skallagrím á þessum tíma. Liðið vann 1. deildina í fyrra og bætti síðan meðal annars við þremur landsliðskonum í sumar. Það er ekki oft sem nýliðum er spáð svo góðu gengi á fyrsta ári en leikmannahópur Skallagrímsliðsins gefur ekki tilefni til annars en að þar fari lið sem ætlar að stimpla sig inn í hóp bestu liða landsins. Mótherjarnir úr Snæfelli bættu við sig landsliðsbakverðinum Pálínu Gunnlaugsdóttur á dögunum en þær bíða enn eftir því hvað hin öfluga Bryndís Guðmundsdóttir ætlar að gera í vetur. Snæfellsliðið hefur klárað titilinn undanfarin ár þrátt fyrir að missa lykilmenn um sumarið og það er því ekkert skrýtið að liðinu sé spáð titlinum nú þegar liðið mætir með nánast sama lið. Þrír aðrir leikir í Domino’s-deild kvenna fara fram í kvöld og allir á Suðurnesjunum. Þeir eru Keflavík-Stjarnan, Njarðvík-Valur og Grindavík-Haukar. Allir leikir kvöldsins hefjast á sama tíma eða klukkan 19.15. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Upphitunarþáttur fyrir Domino's deild kvenna Domino's deild kvenna hefst á morgun með fjórum leikjum. 4. október 2016 20:00 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Domino’s-deild kvenna fer af stað í kvöld og það er sannkallaður stórleikur á dagskrá í fyrstu umferð. Íslandsmeisturum Snæfells og nýliðum Skallagríms var spáð tveimur efstu sætunum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna og þeir mætast einmitt í Borgarnesi í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og það má búast við að Fjósið verði troðfullt. Skallagrímur er að taka þátt í efstu deild kvenna í fyrsta sinn í fjóra áratugi og þetta verður fyrsti Vesturlandsslagurinn í sögu úrvalsdeildar kvenna. Það dregur ekki úr veisluhöldum í kvöld að mótherjarnir séu bæði ríkjandi Íslandsmeistarar og nágrannar þeirra úr Stykkishólmi. Borgnesingar hafa búið til gríðarlega sterkt kvennalið á stuttum tíma en margir öflugir leikmenn hafa skipt yfir í Skallagrím á þessum tíma. Liðið vann 1. deildina í fyrra og bætti síðan meðal annars við þremur landsliðskonum í sumar. Það er ekki oft sem nýliðum er spáð svo góðu gengi á fyrsta ári en leikmannahópur Skallagrímsliðsins gefur ekki tilefni til annars en að þar fari lið sem ætlar að stimpla sig inn í hóp bestu liða landsins. Mótherjarnir úr Snæfelli bættu við sig landsliðsbakverðinum Pálínu Gunnlaugsdóttur á dögunum en þær bíða enn eftir því hvað hin öfluga Bryndís Guðmundsdóttir ætlar að gera í vetur. Snæfellsliðið hefur klárað titilinn undanfarin ár þrátt fyrir að missa lykilmenn um sumarið og það er því ekkert skrýtið að liðinu sé spáð titlinum nú þegar liðið mætir með nánast sama lið. Þrír aðrir leikir í Domino’s-deild kvenna fara fram í kvöld og allir á Suðurnesjunum. Þeir eru Keflavík-Stjarnan, Njarðvík-Valur og Grindavík-Haukar. Allir leikir kvöldsins hefjast á sama tíma eða klukkan 19.15.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Upphitunarþáttur fyrir Domino's deild kvenna Domino's deild kvenna hefst á morgun með fjórum leikjum. 4. október 2016 20:00 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Körfuboltakvöld: Upphitunarþáttur fyrir Domino's deild kvenna Domino's deild kvenna hefst á morgun með fjórum leikjum. 4. október 2016 20:00