Þyngdaraflið verður ekki hunsað – tilfelli Venesúela Lars Christensen skrifar 5. október 2016 10:00 Lengi vel lofsungu sósíalistar víða um heim Venesúela sem efnahagslega velgengnissögu. Flestir hagfræðingar vissu allan tímann að Venesúela var aldrei vel heppnað heldur tálsýn. Það sem leit út eins og velgengni var einungis hundaheppni sem skapaðist af viðvarandi miklum hækkunum á olíuverði á fyrsta áratug þessarar aldar (munið að Venesúela er eitt af stærstu olíuframleiðsluríkjum heims). Nú er það hins vegar augljóst, jafnvel fyrir hörðustu sósíalista, að „Bólívarsbyltingin“ í Venesúela hefur verið efnahagslegt og félagslegt stórslys. Síðan 2013 hefur verg landsframleiðsla minnkað um næstum 20%, verðbólga hefur rokið upp og gæti vel orðið óðaverðbólga ef ríkisstjórn Maduros forseta breytir ekki fljótlega um stefnu. Venesúelski gjaldmiðillinn, bólívarinn, hefur hrapað og Venesúelamenn eru áfjáðir í að komast yfir gamla góða dollarinn.Óþægilegir útreikningar í peningahagfræðiEvrópskir vinstrisinnar verja „Bólívarsbyltinguna“ og hafa bergmálað útskýringar Maduros forseta á efnahagsóförunum – það séu „vondir, gráðugir kapítalistar“ sem hækka verð og valda hinni miklu verðbólgu, og bandarísk stjórnvöld hafi á einhvern hátt „unnið skemmdarverk“ á venesúelska hagkerfinu. Enginn hagfræðinemi þarf hins vegar að hugsa lengi um efnahagshrunið í Venesúela til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé dæmi um það sem bandarísku hagfræðingarnir Thomas Sargent og Neil Wallace, í mjög frægri (á meðal hagfræðinga) grein árið 1981, kölluðu „Nokkra óþægilega útreikninga í peningahagfræði“. Kjarninn í röksemdum Sargents og Wallace var að verðbólga væri í grundvallaratriðum peningafyrirbæri en ef ríkisfjármálin yrðu ósjálfbær myndu skapast væntingar um að ríkisstjórnin myndi fyrr eða síðar neyða seðlabankann til að setja prentvélarnar af stað til að fjármagna fjárlagahallann og það í sjálfu sér myndi valda aukinni verðbólgu. Og þetta er auðvitað einmitt það sem hefur átt sér stað í Venesúela. Jafnvel áður en olíuverðið byrjaði að lækka virtust ríkisfjármálin frekar ótraust vegna mikillar aukningar á opinberum útgjöldum og þegar olíuverðið byrjaði að lækka 2014 varð öllum mjög fljótt ljóst að ástand ríkisfjármála í Venesúela væri hörmulegt og þegar venesúelski seðlabankinn byrjaði í raun og veru að prenta peninga til að fjármagna sístækkandi fjárlagahalla þurfti engan snilling til að spá fyrir um mjög aukna verðbólgu.Að drepa venesúelska hagkerfið með því að skjóta sendiboðannÍ stað þess að viðurkenna grunnvandann – algerlega ótraust ríkisfjármál – hafa venesúelsk stjórnvöld ákveðið að kenna „vondum bröskurum“ og „gráðugum kapítalistum“ um eymd landsins. Þess vegna hefur stjórnin tekið upp gríðarlega ströng verðlagshöft. Aftur gæti hvaða fyrsta árs hagfræðinemi sem er sagt manni að ef maður tekur upp verðlagshöft og neyðir kaupmenn til að lækka verð undir það sem hefði verið markaðsverð, þá muni vörur fljótlega hverfa úr búðunum. Og það er auðvitað það sem gerðist. Niðurstaðan er sú að ekki einu sinni sósíalistar geta hunsað hið hagfræðilega þyngdarafl. Fyrr eða síðar tekur raunveruleikinn við. Því miður er efnahagslegt og þjóðfélagslegt hrun Venesúela enn einn vitnisburðurinn um að sósíalismi endar alltaf með hörmungum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Lengi vel lofsungu sósíalistar víða um heim Venesúela sem efnahagslega velgengnissögu. Flestir hagfræðingar vissu allan tímann að Venesúela var aldrei vel heppnað heldur tálsýn. Það sem leit út eins og velgengni var einungis hundaheppni sem skapaðist af viðvarandi miklum hækkunum á olíuverði á fyrsta áratug þessarar aldar (munið að Venesúela er eitt af stærstu olíuframleiðsluríkjum heims). Nú er það hins vegar augljóst, jafnvel fyrir hörðustu sósíalista, að „Bólívarsbyltingin“ í Venesúela hefur verið efnahagslegt og félagslegt stórslys. Síðan 2013 hefur verg landsframleiðsla minnkað um næstum 20%, verðbólga hefur rokið upp og gæti vel orðið óðaverðbólga ef ríkisstjórn Maduros forseta breytir ekki fljótlega um stefnu. Venesúelski gjaldmiðillinn, bólívarinn, hefur hrapað og Venesúelamenn eru áfjáðir í að komast yfir gamla góða dollarinn.Óþægilegir útreikningar í peningahagfræðiEvrópskir vinstrisinnar verja „Bólívarsbyltinguna“ og hafa bergmálað útskýringar Maduros forseta á efnahagsóförunum – það séu „vondir, gráðugir kapítalistar“ sem hækka verð og valda hinni miklu verðbólgu, og bandarísk stjórnvöld hafi á einhvern hátt „unnið skemmdarverk“ á venesúelska hagkerfinu. Enginn hagfræðinemi þarf hins vegar að hugsa lengi um efnahagshrunið í Venesúela til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé dæmi um það sem bandarísku hagfræðingarnir Thomas Sargent og Neil Wallace, í mjög frægri (á meðal hagfræðinga) grein árið 1981, kölluðu „Nokkra óþægilega útreikninga í peningahagfræði“. Kjarninn í röksemdum Sargents og Wallace var að verðbólga væri í grundvallaratriðum peningafyrirbæri en ef ríkisfjármálin yrðu ósjálfbær myndu skapast væntingar um að ríkisstjórnin myndi fyrr eða síðar neyða seðlabankann til að setja prentvélarnar af stað til að fjármagna fjárlagahallann og það í sjálfu sér myndi valda aukinni verðbólgu. Og þetta er auðvitað einmitt það sem hefur átt sér stað í Venesúela. Jafnvel áður en olíuverðið byrjaði að lækka virtust ríkisfjármálin frekar ótraust vegna mikillar aukningar á opinberum útgjöldum og þegar olíuverðið byrjaði að lækka 2014 varð öllum mjög fljótt ljóst að ástand ríkisfjármála í Venesúela væri hörmulegt og þegar venesúelski seðlabankinn byrjaði í raun og veru að prenta peninga til að fjármagna sístækkandi fjárlagahalla þurfti engan snilling til að spá fyrir um mjög aukna verðbólgu.Að drepa venesúelska hagkerfið með því að skjóta sendiboðannÍ stað þess að viðurkenna grunnvandann – algerlega ótraust ríkisfjármál – hafa venesúelsk stjórnvöld ákveðið að kenna „vondum bröskurum“ og „gráðugum kapítalistum“ um eymd landsins. Þess vegna hefur stjórnin tekið upp gríðarlega ströng verðlagshöft. Aftur gæti hvaða fyrsta árs hagfræðinemi sem er sagt manni að ef maður tekur upp verðlagshöft og neyðir kaupmenn til að lækka verð undir það sem hefði verið markaðsverð, þá muni vörur fljótlega hverfa úr búðunum. Og það er auðvitað það sem gerðist. Niðurstaðan er sú að ekki einu sinni sósíalistar geta hunsað hið hagfræðilega þyngdarafl. Fyrr eða síðar tekur raunveruleikinn við. Því miður er efnahagslegt og þjóðfélagslegt hrun Venesúela enn einn vitnisburðurinn um að sósíalismi endar alltaf með hörmungum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun