Til vina taugakerfisins Auður Guðjónsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Á því ári sem liðið er frá því stjórnvöld og 26 þúsund aðrir Íslendingar náðu inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna ákvæði um að þjóðir heims skuli vinna að því að bæta meðferðir við skemmdum í taugakerfinu hefur ýmislegt verið gert til að fylgja málinu eftir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vakti athygli á starfi Íslands í þágu taugakerfisins á Alþjóðaheilbrigðisþinginu í Genf og hefur lagt til við Norrænu ráðherranefndina að Norðurlöndin setji sameiginlega á fót rannsóknarsetur fyrir mænuskaða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður hefur vakið athygli norrænna sósíaldemókrata á verkefninu sem leitt hefur til að sósíaldemókratar hafa lagt fram tímamótatillögu í þágu taugakerfisins sem tekin verður til umfjöllunar á Norðurlandaþinginu í nóvember næstkomandi. Tillöguna má lesa hér: https://www.norden.org/da/nordisk-raad/sager-og-dokumenter/a-1683-velfaerd/ Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur leitað eftir því við Norrænu ráðherranefndina að nefndin taki upp ofangreint ákvæði úr stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og geri Norðurlöndin að leiðandi afli á sviði taugakerfisins. Taki frændur okkar á Norðurlandaþingi vel í málaleitan ráðamanna okkar og samþykki að láta greina stóru norrænu rannsóknarmynd taugakerfisins og samkeyra upplýsingarnar gæti það orðið fyrsti vísir að alþjóðlegu átaki til aukins skilnings á hvernig taugakerfið starfar. Eins og flestir vita gengur afar hægt að finna lækningu í taugakerfinu svo sem við heila- og mænuskaða, geðsjúkdómum, Alzheimer, Parkinsonveiki, flogaveiki, MS, MND og fleiru. Helsta ástæðan er sú að taugakerfið er flókið og læknavísindin hafa ekki fullan skilning á hvernig það starfar. Þess vegna þarf vísindasvið taugakerfisins nauðsynlega á pólitískri aðstoð að halda frá alþjóðasamfélaginu. Við Íslendingar lögðum á brattann með taugakerfið hjá Sameinuðu þjóðunum til að skapa grundvöll fyrir alþjóðlegt átak til aukins skilnings á því. Við komumst á rekspöl og leitum nú eftir við hin norrænu ríkin að þau standi með okkur. Greinarhöfundur biður þá íslensku alþingismenn sem sitja munu þing Norðurlandaráðs í nóvember að tala hátt og snjallt máli taugakerfisins á þinginu. Með því gæta þeir ekki einungis hagsmuna Íslands heldur allrar heimsbyggðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á því ári sem liðið er frá því stjórnvöld og 26 þúsund aðrir Íslendingar náðu inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna ákvæði um að þjóðir heims skuli vinna að því að bæta meðferðir við skemmdum í taugakerfinu hefur ýmislegt verið gert til að fylgja málinu eftir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vakti athygli á starfi Íslands í þágu taugakerfisins á Alþjóðaheilbrigðisþinginu í Genf og hefur lagt til við Norrænu ráðherranefndina að Norðurlöndin setji sameiginlega á fót rannsóknarsetur fyrir mænuskaða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður hefur vakið athygli norrænna sósíaldemókrata á verkefninu sem leitt hefur til að sósíaldemókratar hafa lagt fram tímamótatillögu í þágu taugakerfisins sem tekin verður til umfjöllunar á Norðurlandaþinginu í nóvember næstkomandi. Tillöguna má lesa hér: https://www.norden.org/da/nordisk-raad/sager-og-dokumenter/a-1683-velfaerd/ Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur leitað eftir því við Norrænu ráðherranefndina að nefndin taki upp ofangreint ákvæði úr stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og geri Norðurlöndin að leiðandi afli á sviði taugakerfisins. Taki frændur okkar á Norðurlandaþingi vel í málaleitan ráðamanna okkar og samþykki að láta greina stóru norrænu rannsóknarmynd taugakerfisins og samkeyra upplýsingarnar gæti það orðið fyrsti vísir að alþjóðlegu átaki til aukins skilnings á hvernig taugakerfið starfar. Eins og flestir vita gengur afar hægt að finna lækningu í taugakerfinu svo sem við heila- og mænuskaða, geðsjúkdómum, Alzheimer, Parkinsonveiki, flogaveiki, MS, MND og fleiru. Helsta ástæðan er sú að taugakerfið er flókið og læknavísindin hafa ekki fullan skilning á hvernig það starfar. Þess vegna þarf vísindasvið taugakerfisins nauðsynlega á pólitískri aðstoð að halda frá alþjóðasamfélaginu. Við Íslendingar lögðum á brattann með taugakerfið hjá Sameinuðu þjóðunum til að skapa grundvöll fyrir alþjóðlegt átak til aukins skilnings á því. Við komumst á rekspöl og leitum nú eftir við hin norrænu ríkin að þau standi með okkur. Greinarhöfundur biður þá íslensku alþingismenn sem sitja munu þing Norðurlandaráðs í nóvember að tala hátt og snjallt máli taugakerfisins á þinginu. Með því gæta þeir ekki einungis hagsmuna Íslands heldur allrar heimsbyggðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun