Hugleiðing um flóttamenn Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Á hverjum degi fáum við fréttir af ömurlegum aðstæðum flóttafólks sem hefur flúið stríð, ofsóknir eða efnahagsástand í heimalandi sínu. Við sem búum við þær aðstæður að þurfa til dæmis ekki að flýja sprengjur og byssuskot til að komast heim til okkar föttum ekki alltaf hvað við höfum það gott og við ættum að vera oftar þakklát fyrir aðstæður okkar. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk þarf að flýja landið sitt. Heimili þess hefur kannski skemmst í sprengingum, búið er að eyðileggja skóla barnanna og innviðir samfélagsins og heilbrigðiskerfið eru að hruni komin. Þegar fólk býr við slíkar aðstæður sem ekki sér fyrir endann á hefur það engan annan kost en að flýja. Stundum er um að ræða börn sem hafa misst foreldra sína og takast á við ferðalagið ein. Þau eru hrædd, jafnvel veik og fá litla aðstoð. Við getum ekki ímyndað okkur hvernig sú reynsla er. Fólkið hefur hins vegar enga tryggingu fyrir því að komast lifandi á áfangastað. Margir þeirra sem flýja yfir Miðjarðarhafið fara í lélegum bátum sem sumir sökkva. Fólk drukknar og þeir fáu sem ná að synda í land þurfa að ganga langar leiðir eftir aðstoð. Björgunarsveitir reyna að gera allt sem þær geta til að bjarga fólkinu og koma því í öruggt skjól. En þegar í land er komið þarf fólkið gjarnan að ganga í gegnum miklar raunir. Ofan á það bætist hungur, óvissa og jafnvel veikindi. Við getum aldrei almennilega sett okkur í þessi spor án þess að hafa upplifað þau sjálf. Og við myndum ekki vilja láta koma svona fram við okkur ef við þyrftum að flýja land. Við myndum vilja góða aðstoð frá þeim sem gætu hjálpað. Á Íslandi sendum við of mikið af flóttafólki úr landi sem hefur lagt svo mikið á sig til að komast lifandi á leiðarenda. Við getum gert svo miklu betur. Við getum boðið fleira fólk velkomið. Ef við viljum ekki láta koma svona fram við okkur, af hverju komum við svona fram við aðra?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Á hverjum degi fáum við fréttir af ömurlegum aðstæðum flóttafólks sem hefur flúið stríð, ofsóknir eða efnahagsástand í heimalandi sínu. Við sem búum við þær aðstæður að þurfa til dæmis ekki að flýja sprengjur og byssuskot til að komast heim til okkar föttum ekki alltaf hvað við höfum það gott og við ættum að vera oftar þakklát fyrir aðstæður okkar. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk þarf að flýja landið sitt. Heimili þess hefur kannski skemmst í sprengingum, búið er að eyðileggja skóla barnanna og innviðir samfélagsins og heilbrigðiskerfið eru að hruni komin. Þegar fólk býr við slíkar aðstæður sem ekki sér fyrir endann á hefur það engan annan kost en að flýja. Stundum er um að ræða börn sem hafa misst foreldra sína og takast á við ferðalagið ein. Þau eru hrædd, jafnvel veik og fá litla aðstoð. Við getum ekki ímyndað okkur hvernig sú reynsla er. Fólkið hefur hins vegar enga tryggingu fyrir því að komast lifandi á áfangastað. Margir þeirra sem flýja yfir Miðjarðarhafið fara í lélegum bátum sem sumir sökkva. Fólk drukknar og þeir fáu sem ná að synda í land þurfa að ganga langar leiðir eftir aðstoð. Björgunarsveitir reyna að gera allt sem þær geta til að bjarga fólkinu og koma því í öruggt skjól. En þegar í land er komið þarf fólkið gjarnan að ganga í gegnum miklar raunir. Ofan á það bætist hungur, óvissa og jafnvel veikindi. Við getum aldrei almennilega sett okkur í þessi spor án þess að hafa upplifað þau sjálf. Og við myndum ekki vilja láta koma svona fram við okkur ef við þyrftum að flýja land. Við myndum vilja góða aðstoð frá þeim sem gætu hjálpað. Á Íslandi sendum við of mikið af flóttafólki úr landi sem hefur lagt svo mikið á sig til að komast lifandi á leiðarenda. Við getum gert svo miklu betur. Við getum boðið fleira fólk velkomið. Ef við viljum ekki láta koma svona fram við okkur, af hverju komum við svona fram við aðra?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar