Náttúrulaugar opna við Deildartunguhver í vetur Sæunn Gísladóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Framkvæmdir við Kraumu eru á lokametrunum en náttúrulaugarnar verða í fyrsta lagi opnaðar í nóvember. vísir/vilhelm Stefnt er að opnun Kraumu-náttúrulauga við Deildartunguhver í vetur. Á svæðinu verða steyptir heitir pottar, tvö gufuböð og veitingastaður og munasala. „Ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur Andrésson. Dagur, ásamt eiginkonu sinni Báru Einarsdóttur, bróður sínum Sveini Andréssyni og eiginkonu hans Jónu Ester Kristjánsdóttur, stendur að baki félaginu Deildartungu ehf. sem vinnur að uppbyggingunni. Bræðurnir eru fæddir og uppaldir í Deildartungu og hluti af landi þeirra fer undir framkvæmdirnar. Deildartunguhver er vatnsmesti hver í Evrópu, austan við hverahólinn og suður fyrir hann liggur sprunga sem úr streyma um 180 lítrar af 100°C heitu vatni á hverri sekúndu. Dagur áætlar að yfir tvö hundruð þúsund manns heimsæki svæðið á ári hverju.Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum blönduðu með köldu vatni úr Rauðsgili.vísir/vilhelmKrauma-náttúrulaugar verða með steypta potta sem ekki innihalda sjálfhreinsandi efni eins og klór. Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum, sem blandað verður með köldu vatni úr Rauðsgili. „Þarna verður einnig hvíldarherbergi og tvær gufur á þessu laugarsvæði sem verður skjólsælt, inni verður svo fínn veitingastaður, bar og munasala, þar sem áherslan verður lögð á lúxusvörur,“ segir Dagur. Byggingarnar á svæðinu verða rúmir 550 fermetrar. Skiptiaðstaða verður fyrir 140 manns í aðalbyggingu svæðisins, hámarksfjöldinn verður því 140 manns í laugunum að sögn Dags. „Við viljum frekar hafa lægri hámarksfjölda til að fólk njóti þess betur, ef það verður yfirfullt þá lækkum við bara hámarksfjöldann, við leggjum meiri áherslu á að fólk njóti aðstöðunnar.“ Lögð verður áhersla á gott aðgengi frá Deildartunguhver og upphitaður gangstígur mun liggja þaðan að Kraumu. Fyrsta skóflustungan var tekin þann 26. apríl í fyrra og hófust framkvæmdir tveimur dögum síðar. Nú er allt á lokametrunum. „Það er búið að helluleggja allt nema laugarsvæðið, það er verið að flísaleggja inni og setja upp innréttingar, þannig að ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur. Dagur gerir ráð fyrir ellefu til tólf ársverkum í upphafi, en svo mun starfsmönnum vonandi fjölga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Stefnt er að opnun Kraumu-náttúrulauga við Deildartunguhver í vetur. Á svæðinu verða steyptir heitir pottar, tvö gufuböð og veitingastaður og munasala. „Ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur Andrésson. Dagur, ásamt eiginkonu sinni Báru Einarsdóttur, bróður sínum Sveini Andréssyni og eiginkonu hans Jónu Ester Kristjánsdóttur, stendur að baki félaginu Deildartungu ehf. sem vinnur að uppbyggingunni. Bræðurnir eru fæddir og uppaldir í Deildartungu og hluti af landi þeirra fer undir framkvæmdirnar. Deildartunguhver er vatnsmesti hver í Evrópu, austan við hverahólinn og suður fyrir hann liggur sprunga sem úr streyma um 180 lítrar af 100°C heitu vatni á hverri sekúndu. Dagur áætlar að yfir tvö hundruð þúsund manns heimsæki svæðið á ári hverju.Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum blönduðu með köldu vatni úr Rauðsgili.vísir/vilhelmKrauma-náttúrulaugar verða með steypta potta sem ekki innihalda sjálfhreinsandi efni eins og klór. Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum, sem blandað verður með köldu vatni úr Rauðsgili. „Þarna verður einnig hvíldarherbergi og tvær gufur á þessu laugarsvæði sem verður skjólsælt, inni verður svo fínn veitingastaður, bar og munasala, þar sem áherslan verður lögð á lúxusvörur,“ segir Dagur. Byggingarnar á svæðinu verða rúmir 550 fermetrar. Skiptiaðstaða verður fyrir 140 manns í aðalbyggingu svæðisins, hámarksfjöldinn verður því 140 manns í laugunum að sögn Dags. „Við viljum frekar hafa lægri hámarksfjölda til að fólk njóti þess betur, ef það verður yfirfullt þá lækkum við bara hámarksfjöldann, við leggjum meiri áherslu á að fólk njóti aðstöðunnar.“ Lögð verður áhersla á gott aðgengi frá Deildartunguhver og upphitaður gangstígur mun liggja þaðan að Kraumu. Fyrsta skóflustungan var tekin þann 26. apríl í fyrra og hófust framkvæmdir tveimur dögum síðar. Nú er allt á lokametrunum. „Það er búið að helluleggja allt nema laugarsvæðið, það er verið að flísaleggja inni og setja upp innréttingar, þannig að ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur. Dagur gerir ráð fyrir ellefu til tólf ársverkum í upphafi, en svo mun starfsmönnum vonandi fjölga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira